Spurning
Hvað er Kyoto-bókunin?
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Kyoto-bókunin (e. Kyoto protocol) var gerð á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í japönsku borginni Kyoto árið 1997. Bókunin felur í sér skuldbindingu aðildarríkja til að takmarka losun ákveðinna gróðurhúslofttegunda út í andrúmsloftið. Sum þátttökuríki neituðu upphaflega að staðfesta bókunina, þar á meðal Ísland, en nú hafa langflest gert það, að Bandaríkjunum undanskildum.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur23.6.2011
Flokkun:
Tilvísun
Evrópuvefur. „Hvað er Kyoto-bókunin?“. Evrópuvefurinn 23.6.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60034. (Skoðað 15.12.2025).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela


