Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að forsæti ráðsins - 76 svör fundust
Niðurstöður

Hvers vegna hafa endurskoðendur ESB ekki viljað undirrita bókhald sambandsins?

Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins ber ábyrgð á endurskoðun á reikningum ESB. Með Maastricht-sáttmálanum frá árinu 1992 var réttinum gert að láta Evrópuþinginu og ráðinu í té sérstaka yfirlýsingu um að reikningar væru réttir og að þau viðskipti, sem að baki þeim byggju, væru lögmæt og rétt að formi til. Í þeim...

Er það rétt að ESB verndi hagsmuni erlendra auðhringja á kostnað neytenda innan ESB, með því að leyfa framleiðendum að einoka innflutning?

Tilskipun Evrópusambandsins um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki veitir framleiðendum leyfi upp að vissu marki til að stýra innflutningi á vöru og þjónustu til sambandsins. Vörumerkjarétti er meðal annars ætlað að tryggja eigendum vörumerkja, sem alla jafna hafa varið miklum fjármunum og tíma í þróun hi...

Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?

Viðræðum Íslands og ESB um samningskaflann um utanríkis-, öryggis- og varnarmál er lokið. Í opinberri samningsafstöðu Íslands, sem mótuð var af samningahópnum um utanríkisviðskipti, utanríkis- og öryggismál, kemur fram að Ísland sé tilbúið að taka þátt í sameiginlegri stefnu ESB í utanríkis-, öryggis- og varnarmál...

Var Ísland að undirgangast einhverjar lagalegar skyldur með því að sækja um aðild að ESB?

Ekki verður séð að Ísland hafi tekið á sig nýjar lagalegar skuldbindingar með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Aðildarviðræðurnar fara fram í samræmi við ákveðinn samningsramma (e. negotiating framework) þar sem vísað er sérstaklega í 49. grein sáttmálans um Evrópusambandið (e. Treaty on the European Uni...

Hvernig mundi vinnumarkaðurinn á Íslandi breytast ef við göngum í ESB?

Kaflinn um félags- og atvinnumál heyrir undir EES-samninginn og því hefur Ísland að mestu tekið upp þá löggjöf Evrópusambandsins sem varðar vinnumarkaðinn. Möguleg aðild Íslands að sambandinu hefði því ekki í för með sér miklar breytingar á íslenskum vinnumarkaði. Helstu breytingar yrðu þær að íslensk stjórnvöld f...

Ég er að fara með 100 manna kór ungmenna til Þýskalands í sumar, getið þið sagt okkur hvort ESB styrki kórferðalagið?

Íslendingar eru þátttakendur í margvíslegum styrkjaáætlunum Evrópusambandsins sem eiga sameiginlegt það meginmarkmið að stuðla að samstarfi borgara frá ólíkum löndum. Til þessara áætlana er hægt að sækja um styrki fyrir verkefni sem tengjast meðal annars menntun, ungmennastarfi, menningu og listum og jafnréttismál...

Eru íslensk fyrirtæki samkeppnishæf innan ESB?

Ef marka má mælikvarða Alþjóðaefnahagsráðsins og IMD viðskiptaháskólans í Sviss þá er Ísland yfir meðallagi í samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum í samanburði við aðildarríki ESB. Í mælingu Alþjóðaefnahagsráðsins árið 2012 er Ísland í 12. sæti ef staða Íslands er skoðuð í samanburði við 27 aðildarríki ESB. Í ...

Beitir Evrópusambandið ríki efnahagslegum refsiaðgerðum, í hverju felast þær?

Efnahagslegum refsingum er beitt til að knýja fram pólitísk markmið. Efnahagslegar refsiaðgerðir fela í sér að hömlur eru lagðar á inn- eða útflutning fjármagns, vara, tækni eða þjónustu ákveðins ríkis eða hóps ríkja með það fyrir augum að hvetja viðkomandi ríki til að bæta framferði sitt og fara að alþjóðalögum. ...

Hversu hátt hlutfall af lögum aðildarríkja kemur frá ESB?

Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Evrópusambandsins á löggjöf í aðildarríkjunum. Niðurstöður slíkra rannsókna er hins vegar erfitt að bera saman þar sem ólíkar forsendur liggja þeim iðulega til grundvallar. Í fyrsta lagi eru áhrif ESB skilgreind á mismunandi hátt. Í flestum tilfellum er orðið aðeins not...

Gæti tilkoma Borgarafrumkvæðis Evrópu eflt hlutverk smáríkja innan ESB?

Borgarafrumkvæði Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á hlutverk smáríkja innan Evrópusambandsins, sér í lagi þar sem því er ætlað að styrkja áhrif almennra borgara á löggjafarferli sambandsins en ekki ríkja eða ríkisstjórna. Þó má segja að Borgarafrumkvæðið muni í það minnsta styrkja hlutverk almennra borgara smáríkja...

Hvernig bregst ESB við ef ráðist er á eitt ríki í sambandinu, fara þá öll ríkin í stríð?

Evrópusambandið er ekki hernaðarbandalag og fela sáttmálar þess ekki í sér sameiginlega varnarskuldbindingu álíka og 5. grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Aðildarríki Evrópusambandsins eru því ekki skyldug til að fara í stríð ef ráðist er á eitt aðildarríki...

Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu?

Ef Ísland segði sig úr Schengen-samstarfinu þyrfti meðal annars að auka landamæraeftirlit til muna og aðgengi að evrópskri lögreglusamvinnu mundi skerðast verulega. Árlegur kostnaður við samstarfið mundi falla niður, en á móti kæmi annar kostnaður svo sem viðamiklar breytingar á innviðum Keflavíkurflugstöðvarinnar...

Hvernig komust mannréttindi á dagskrá í ESB?

Evrópusambandið hefur verið í stöðugri þróun frá því það var stofnað fyrir rúmlega hálfri öld með sáttmálanum um Efnahagsbandalag Evrópu. Eins og nafn sáttmálans ber með sér snerist samstarfið upphaflega um efnahagssamvinnu. Hugmyndin var að auka velmegun og hagsæld með því að sameina markaði aðildarríkjanna og ge...

Þurfum við að taka upp sumartíma ef við göngum í Evrópusambandið?

Öll aðildarríki Evrópusambandsins eru skyldug til að flýta klukkunni um klukkutíma á tímabilinu frá síðasta sunnudegi í mars til síðasta sunnudags í október. Með aðild að ESB yrði Ísland einnig að hafa sama háttinn á nema ef samningar næðust um annað. Tilskipunin sem kveður á um innleiðingu sumartíma var tekin upp...

Hverjar eru helstu breytingarnar sem urðu á stofnunum Evrópusambandsins við aðild Króatíu?

Helstu breytingarnar sem urðu á stofnunum Evrópusambandsins við aðild Króatíu eru þær að atkvæðavægi í ráði Evópusambandsins hefur breyst, Evrópuþingmönnum fjölgaði um tólf, framkvæmdastjóri frá Króatíu hefur verið skipaður og skipting á heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu hefur verið endurmetin. Upptaka evru og aðil...

  • Síða nr. 1 2 3 4 5

Leita aftur: