Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að and-l - 190 svör fundust
Niðurstöður

Þurfum við að taka upp sumartíma ef við göngum í Evrópusambandið?

Öll aðildarríki Evrópusambandsins eru skyldug til að flýta klukkunni um klukkutíma á tímabilinu frá síðasta sunnudegi í mars til síðasta sunnudags í október. Með aðild að ESB yrði Ísland einnig að hafa sama háttinn á nema ef samningar næðust um annað. Tilskipunin sem kveður á um innleiðingu sumartíma var tekin upp...

Eru til traustar rannsóknir á því hvort efnahagslegur ávinningur hafi verið af evrusamstarfinu?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvaða mælikvarði er notaður á „efnahagslegan ávinning“. Hér verður notast við raunhagvöxt á mann, það er breytingar á landsframleiðslu á mann. Síðan evran var tekin upp árið 1999 hefur raunhagvöxtur á mann dregist saman í evrulöndunum. Óvíst er hins vegar hvort evrunni sé...

Alþjóðaviðskiptastofnunin

Alþjóðaviðskiptastofnunin (e. World Trade Organization, WTO) var stofnuð árið 1994 á grundvelli hins almenna samnings um tolla og viðskipti (e. General Agreement on Tariffs and Trade, GATT), sem samið var um við lok Úrúgvæviðræðnanna. Stofnunin myndar sameiginlegt þak yfir alþjóðlega samninga eins og GATT-samningi...

Stjórnmála- og öryggisnefndin

Stjórnmála- og öryggisnefnd Evrópusambandsins (e. Political and Security Committee, PSC) var komið á fót með ákvörðun ráðsins (2001/78/CFSP) árið 2001 í þeim tilgangi að fylgjast með ástandi alþjóðamála á þeim sviðum sem sameiginleg stefna í utanríkis- og öryggismálum tekur til. Nefndin hefur aðsetur í Brussel og ...

Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?

Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ...

Getur evruríki yfirgefið evrusamstarfið?

Aðildarríki Evrópusambandsins sem hefur tekið upp evruna sem gjaldmiðil getur ekki yfirgefið evrusamstarfið einhliða nema ganga úr Evrópusambandinu. Ekki er heldur lagalegur grundvöllur fyrir því í sáttmálum sambandsins að tilteknu evruríki sé vísað úr samstarfinu gegn vilja þess. Eina leiðin til að evruríki hverf...

Hvert er hlutverk Catherine Ashton innan ESB?

Catherine Ashton gegnir hlutverki æðsta fulltrúa Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum (e. High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy, HR). Hún er þess vegna eins konar utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Embættið var fyrst kynnt til sögunnar í Amsterdam-sáttmálanum árið 199...

Hvað felst í landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, CAP?

Skammstöfunin CAP stendur fyrir Common Agricultural Policy eða Sameiginlega landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Hún var frá upphafi einn af hornsteinum sambandsins og fyrsta stefnumótunarverkefnið sem var alfarið á forsvari þess. Undir hana féll lengi vel mikill hluti af útgjöldum sambandsins. Jafnframt hefur þet...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög?

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Alþjóðabankinn

Alþjóðabankinn (e. World Bank) var stofnaður árið 1944, ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í kjölfar Bretton Woods fundarins þar sem 49 af ríkustu löndum heims komu sér saman um leikreglur í alþjóðaviðskiptum. Endurskipurleggja þurfti fjármálakerfi heimsins og tryggja heilbrigð viðskipti á milli þjóða á grundvelli fr...

Efnahags- og félagsmálaráð SÞ

Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Economic and Social Council, ECOSOC) er skipað fulltrúum 54 ríkja sem valdir eru á allsherjarþinginu eftir landsvæðum til þriggja ára í senn. Afríka hefur fjórtán fulltrúa, Asía ellefu, Austur-Evrópa sex, Suður-Ameríka og lönd í Karíbahafinu hafa tíu...

Hvenær og hvers vegna var NATO stofnað og hvaða tilgangi gegnir það í dag?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 af tólf ríkjum í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Stofnsáttmáli bandalagsins, sem var undirritaður 4. apríl 1949, kveður á um að NATO-ríkin skuldbinda sig til að "standa vörð um frelsi, sameiginlega arfleifð og borgaraleg gildi þjóða sinna, sem byggð eru á ...

Hvað eru TAIEX-styrkir og hverjir geta sótt um þá?

Síðan sumarið 2010 hefur Íslandi staðið til boða svokölluð TAIEX-aðstoð Evrópusambandsins. Hún gengur fyrst og fremst út á að aðstoða umsóknarríki ESB við að undirbúa sig undir þær skuldbindingar sem aðild að Evrópusambandinu felur í sér. TAIEX snýst um að miðla starfsmönnum í stjórnsýslu umsóknarríkja nauðsynlegr...

Er það satt sem sagt er að við inngöngu í ESB mundi matvælaverð að líkindum lækka um 18-25%?

Nei, matvælaverð er ekki líklegt til að lækka svo mikið við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef litið er til beinna áhrifa af ódýrari innflutningi búvara frá aðildarríkjum ESB, vegna niðurfellingar tolla við aðild, má gróflega áætla að búvörur gætu lækkað um á bilinu 7 til 15%. Það mundi þýða um það bil 3,5 til ...

Fyrir hvað stendur OECD og hver er tilgangur stofnunarinnar? - Myndband

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

Leita aftur: