Hvenær og hvers vegna var NATO stofnað og hvaða tilgangi gegnir það í dag?
Spyrjandi
Hilmar Þór, Hafdís Hafsteinsdóttir, Benedikt Oddsson, Sigurgeir Thoroddsen, Guðmundur Magnússon
Svar
Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 af tólf ríkjum í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Stofnsáttmáli bandalagsins, sem var undirritaður 4. apríl 1949, kveður á um að NATO-ríkin skuldbinda sig til að "standa vörð um frelsi, sameiginlega arfleifð og borgaraleg gildi þjóða sinna, sem byggð eru á lögmálum lýðræðis, einstaklingsfrelsis og réttarríkisins." Með aðild að NATO heita bandalagsríkin því fyrst og fremst að aðstoða hvert annað ef á þau er ráðist. Upprunalegur tilgangur NATO var að stemma stigu við þeirri hættu sem talin var stafa af Sovétríkjunum og ásælni þeirra til vesturs. Árið 1955 var Varsjárbandalagið stofnað til móts við NATO. Á tímum kalda stríðsins skiptist norðurhluti heimsins því í tvær hernaðarblokkir; NATO með Bandaríkin í fararbroddi og Varsjárbandalagið undir forystu Sovétríkjanna.- Lokaverkefni: "The Collective Security Treaty Organization and NATO: "Never the twain shall meet"" eftir Brynhildur Ingimarsdóttir 1984 [2011] | Skemman. (Skoðað 3.12.2013).
- North Atlantic Treaty Organization (NATO) :: NATO during the Cold War -- Britannica Online Encyclopedia. (Skoðað 3.12.2013).
- NATO - Topic: NATO operations and missions. (Skoðað 4.12.2013).
- NATO headquarters in Brussels | Flickr - Photo Sharing! Myndrétthafi er European Parliament. Myndin er birt undir creative-commons leyfi. (Sótt 5.12.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 6.12.2013
Flokkun:
Efnisorð
NATO Norður-Atlantshafsbandalagið Varsjárbandalagið Sovétríkin kalda stríðið varnarbandalag NATO-ríkin Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar hryðjuverk Bandaríkin Afganistan
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvenær og hvers vegna var NATO stofnað og hvaða tilgangi gegnir það í dag?“. Evrópuvefurinn 6.12.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=18240. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum