Spurning

Sovétríkin

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Sovétríkin (Soviet Union, USSR) voru fjölþjóðaríki og að minnsta kosti að forminu til sambandsríki. Þau voru stofnuð eftir rússnesku byltinguna árið 1917 undir forystu Kommúnistaflokksins og liðu undir lok árið 1991. Sovétríkin voru annað af tveimur risaveldum í kalda stríðinu sem hófst á árunum 1945-1950 og stóð fram á níunda áratug 20. aldar. Aðildarríki sambandsríkisins urðu sjálfstæð eftir 1991, en stærst þeirra er Rússland. Þrjú fyrrum ríki Sovétríkjanna eru nú aðilar að Evrópusambandinu: Eistland, Lettland og Litháen.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur23.6.2011

Tilvísun

Evrópuvefur. „Sovétríkin“. Evrópuvefurinn 23.6.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60009. (Skoðað 9.9.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela