Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að P��lland - 650 svör fundust
Niðurstöður

Hvað er Alþjóðaviðskiptastofnunin?

Alþjóðaviðskiptastofnunin (e. World Trade Organization, WTO) var stofnuð árið 1994 á grundvelli hins almenna samnings um tolla og viðskipti (e. General Agreement on Tariffs and Trade, GATT), sem samið var um við lok Úrúgvæviðræðnanna. Stofnunin myndar sameiginlegt þak yfir alþjóðlega samninga eins og GATT-samningi...

Samrýmast útboðsskilmálar Seðlabanka Íslands um kaup erlendra aðila á aflandskrónum ákvæðum EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns og/eða reglum EES-réttar um jafnræði?

Skilja verður spurningu þessa sem svo, að með henni sé leitað svara við því hvort útboð Seðlabanka Íslands almennt séð falli að reglum EES-réttar um frjálst flæði fjármagns og/eða reglum EES-réttar um jafnræði. Varðandi fyrra atriðið, um það hvort útboðin falli að reglum um frjálst flæði fjármagns, þá er því ti...

Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað veldur deilunni á Norður-Írlandi og hvað eru IRA og Sinn Fein? Í stuttu máli má segja að það hefur einfaldlega ekki verið krafa neinna meginaðila átakanna á Norður-Írlandi að Norður-Írland verði sjálfstætt ríki. Vissulega hafa slíkar raddir heyrst en hugmyndir í þessa veru ...

Hvað kemur fram í norsku skýrslunni um samband Noregs og ESB?

Í liðinni viku fékk utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Störe, afhenta 900 blaðsíðna langa skýrslu um samband Noregs og Evrópusambandsins, Utenfor og innenfor: Norges avtaler med EU. Skýrslan er árangur tveggja ára rannsóknarvinnu tólf fræðimanna, sem skipaðir voru í nefnd af norsku ríkisstjórninni. Nefndinni var...

Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið

Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið (e. The North Atlantic Marine Mammal Commission, NAMMCO) eru svæðisbundin samtök um verndun og stjórnun nýtingar á hvala- og selastofnum. Ráðið var stofnað árið 1992 af Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi en þátttaka Íslands kom til vegna úrsagnar landsins úr Hvalveiðiráðin...

Norður-Atlantshafsráðið

Norður-Atlantshafsráðið (e. North Atlantic Council, NAC) er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Ráðið mótar stefnu NATO, fylgist með rekstri verkefna á vegum bandalagsins, samþykkir fjárhagsáætlanir þess og tekur allar helstu ákvarðanir sem tryggja eðlilega starfsemi stofnu...

Getið þið útskýrt styrkjakerfi ESB í stuttu máli? - Myndband

Evrópusambandið styrkir allt á milli himins og jarðar -- frá brúarsmíði til handverksnámskeiða. Styrkjasjóðir og -áætlanir sambandsins eru ótal margar og hefur landslaginu oft verið líkt við frumskóg þar sem varla er til sá einstaklingur sem hefur yfirsýn yfir alla þá möguleika sem í boði eru. This text w...

Leiðtogaráðið

Leiðtogaráð Evrópusambandsins (e. European Council) ákveður almenn pólitísk stefnumið og forgangsatriði sambandsins og er ætlað að vera drifkraftur í þróun þess. Það skilgreinir markmið Evrópusambandsins til meðallangs og langs tíma og tekur á málefnum sem snúa að almennri þróun ESB, sáttmálum og stofnunum samband...

Utanríkisþjónusta ESB

Utanríkisþjónusta Evrópusambandsins (e. European External Action Service, EEAS) var stofnuð með gildistöku Lissabon-sáttmálans og tók formlega til starfa ári síðar, þann 1. desember 2010. Tilgangurinn með stofnun utanríkisþjónustunnar var að sameina undir einn hatt þau verkefni sem falla undir sameiginlega stefnu ...

Efnahags- og myntbandalagið

Efnahags- og myntbandalagið (e. Economic and Monetary Union, EMU) er samstarf aðildarríkja Evrópusambandsins í efnahags- og peningamálum. Formleg ákvörðun um stofnun EMU var tekin af ráði ESB í lok árs 1991 og voru ákvæði um samstarfið innleidd í sáttmála sambandsins með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Samstarfi...

Hver er munurinn á ESB og EES?

Evrópusambandið (ESB) er samstarfsvettvangur 28 ríkja sem hafa komið á fót sameiginlegum markaði, þar sem gilda samræmdar reglur, og samræmt stefnur sínar á fjölmörgum sviðum (allt frá sameiginlegri tollskrá til sameiginlegrar umhverfisstefnu). Evrópska efnahagssvæðið (EES) varð til með samningi milli Evrópusamban...

Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?

Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...

Nettógreiðendur og nettóþiggjendur

Nettógreiðendur eru þau aðildarríki ESB kölluð sem greiða meira í sjóði ESB en þau fá til baka úr þeim. Að sama skapi eru nettóþiggjendur þau ríki sem fá meira úr sjóðum ESB en þau greiða í þá. Tekjur Evrópusambandsins samanstanda að langmestum hluta af framlögum frá aðildarríkjunum. Framlögin eru sett saman úr...

Öryggisráð SÞ

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (e. Security Council of the United Nations) var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans ber öryggisráðið ábyrgð á því að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Aðildarríki öryggisráðsins eru fimmt...

Fær Evrópuvefurinn framlög frá ríkinu eða einhverjum öðrum til þess að halda úti vefnum?

Já, Evrópuvefurinn er alfarið rekinn fyrir fjárframlag frá Alþingi. Stofnað var til Evrópuvefsins með þjónustusamningi milli Alþingis og Vísindavefsins og starfar hann í nánum tengslum við Vísindavefinn. Evrópuvefurinn opnaði með formlegum hætti þann 23. júní 2011 og hefur því verið starfræktur í eitt og hálft ár ...

Leita aftur: