Spurning

Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið (e. The North Atlantic Marine Mammal Commission, NAMMCO) eru svæðisbundin samtök um verndun og stjórnun nýtingar á hvala- og selastofnum. Ráðið var stofnað árið 1992 af Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi en þátttaka Íslands kom til vegna úrsagnar landsins úr Hvalveiðiráðinu. Markmið ráðsins er einkum að uppfylla skyldur aðildarríkjanna gagnvart 65. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna til að eiga samstarf á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana um verndun hvala, stjórnun veiða á þeim og rannsóknir á þeim.

Fulltrúar aðildarríkjanna hittast árlega og taka ákvarðanir um nýtingu, veiðiaðferðir aðildarríkjanna og frekari rannsóknir á sjávarspendýrum Norður-Atlantshafsins. Í stofnsamningi ráðsins kemur fram að ríkin skulu starfa saman um verndun sjávarspendýra. Samstarfið hefur einkum verið gagnlegt hvað varðar rannsóknir en enn hefur ekki komið til þess að stjórnunarnefnd ráðsins geri tillögur til aðildarríkjanna um verndun og nýtingu sjávarspendýra eins og stofnsamningur þess gerir ráð fyrir.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur27.9.2013

Tilvísun

Evrópuvefur. „Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðið “. Evrópuvefurinn 27.9.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65955. (Skoðað 15.4.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela