Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að yfir - 272 svör fundust
Niðurstöður

Hvert er eðli EES-samningsins?

EES-samningurinn og ESB-sáttmálarnir hafa þá sérstöðu að vera algjörlega sérstaks eðlis (lat. sui generis). Með öðrum orðum: Ekki eru til neinir sambærilegir samningar. Eðli þeirra er því ekki hægt að skýra með samanburði við aðra samninga eða með almennum hugtökum sem notuð eru til að lýsa milliríkjasamningum (ei...

Hvert er eðli ESB-sáttmálanna?

EES-samningurinn og ESB-sáttmálarnir hafa þá sérstöðu að vera algjörlega sérstaks eðlis (lat. sui generis). Með öðrum orðum: Ekki eru til neinir sambærilegir samningar. Eðli þeirra er því erfitt að skýra með samanburði við aðra samninga eða með almennum hugtökum sem notuð eru til að lýsa milliríkjasamningum, eins ...

Hvaða áhrif hefur ESB haft á réttindi minnihlutahópa?

Auk sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi, þar sem ófrávíkjanleg grundvallarréttindi allra borgara sambandsins eru skilgreind, hefur ESB samþykkt fjölda tilskipana sem miða að því að koma í veg fyrir mismunun. Þar ber helst að nefna kynþáttatilskipunina og atvinnumálatilskipunina sem eru lagalega binda...

Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Hvað er Efnahags- og framfarastofnunin?. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var a...

Skiptir máli fyrir handhafa lyfsöluleyfis hér á landi af hvaða lyfjaheildsala á EES-svæðinu hann kaupir lyf?

Já, það skiptir máli fyrir handhafa lyfsöluleyfis af hvaða lyfjaheildsala hann kaupir lyf sem flutt eru til Íslands. Það nægir ekki að lyfið sjálft hafi fengið miðlægt markaðsleyfi sem gildir á öllu EES-svæðinu heldur þarf einnig að tryggja að farið sé eftir reglum um dreifingarferil lyfjanna. Allir sem koma að ly...

Eru íslensk fyrirtæki samkeppnishæf innan ESB?

Ef marka má mælikvarða Alþjóðaefnahagsráðsins og IMD viðskiptaháskólans í Sviss þá er Ísland yfir meðallagi í samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum í samanburði við aðildarríki ESB. Í mælingu Alþjóðaefnahagsráðsins árið 2012 er Ísland í 12. sæti ef staða Íslands er skoðuð í samanburði við 27 aðildarríki ESB. Í ...

Hvað er embættismannakvóti Evrópusambandsins og hvaða reglur gilda um hann?

Í spurningunni felst líklega skírskotun til umræðna sem áttu sér stað á Alþingi í byrjun nóvember þegar Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hver embættismannakvóti Íslands yrði við hugsanlega inngöngu í Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að engar reglu...

Yrði ódýrara að fljúga til útlanda ef Ísland gengi í ESB?

Nei, samkvæmt því sem Evrópuvefurinn kemst næst þá mundi aðild Íslands að Evrópusambandinu væntanlega hafa lítil sem engin áhrif á verðlag flugfargjalda til útlanda. Helstu breytingar sem fylgt gætu aðild yrðu á sviði loftferðasamninga en Ísland fengi sjálfkrafa aðild að þeim samningum sem framkvæmdastjórn ESB hef...

Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um orkumál?

Samningskaflinn um orkumál heyrir að hluta til undir EES-samninginn. Í samningsafstöðu sinni samþykkir Ísland regluverk kaflans en sækist jafnframt eftir fimm undanþágum frá löggjöf ESB. Í fyrsta lagi óskar Ísland þess að vera undanskilið skyldum sambandsins um viðhald á lágmarksbirgðum af olíu. Í öðru lagi sækist...

Uppfyllir Ísland Maastricht-skilyrðin núna?

Maastricht-skilyrðin fyrir upptöku evru eru fimm talsins. Samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands frá árinu 2011 uppfyllir Ísland aðeins eitt af Maastricht-skilyrðunum en það er skilyrðið um langtímavexti. Áætlanir gera ráð fyrir því að á allra næstu árum muni Ísland einnig uppfylla skilyrðin um verðstöðugleika og afkom...

Er spilling landlæg í Brussel?

Ekki er hægt að gefa neitt einhlítt svar við því hvort spilling sé landlæg í Brussel. Spilling er hvarvetna til og á sér stað á landsvísu í Belgíu sem og í helstu stofnunum Evrópusambandsins, sem staðsettar eru í höfuðborg hennar. Niðurstöður kannana á viðhorfum almennings í Evrópu leiða í ljós að meirihluti svare...

Hver er afstaða ESB í kjarnorkumálum og gagnvart nýtingu hennar?

Kjarnorka er notuð í mörgum aðildarríkjum Evrópusambandsins sem orkugjafi og hefur framkvæmdastjórn ESB strangt eftirlit með notkun hennar á grundvelli kjarnorkubandalagssáttmálans (e. Euratom Treaty). Hverju ríki er þó frjálst að ákveða hvort það noti kjarnorku. Um þriðjungur raforku innan ESB kemur frá kjarnorku...

Hvað er vísitala?

Vísitölur eru eins konar meðaltöl. Þær eru fengnar með því að vega saman margar stærðir til að fá eina tölu. Einna mest áberandi í opinberri umræðu eru ýmsar vísitölur af vettvangi efnahagsmála en vísitölur eru þó notaðar á mörgum öðrum sviðum. Sem dæmi um vísitölur má nefna verðlagsvísitölur. Ein þeirra er vís...

Hvaða Evrópulönd eru ekki í ESB og hvers vegna?

Sérhvert evrópskt ríki, sem virðir grundvallargildi réttarríkisins, frelsi, lýðræði og mannréttindi, − þau sameiginlegu gildi, sem Evrópusambandið (ESB) byggist á - getur sótt um aðild að ESB. Ekkert land verður þó aðili að ESB nema með gagnkvæmu samþykki sínu og sambandsins og að uppfylltum ákveðnum skilyrð...

Hversu hátt hlutfall af lögum aðildarríkja kemur frá ESB?

Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Evrópusambandsins á löggjöf í aðildarríkjunum. Niðurstöður slíkra rannsókna er hins vegar erfitt að bera saman þar sem ólíkar forsendur liggja þeim iðulega til grundvallar. Í fyrsta lagi eru áhrif ESB skilgreind á mismunandi hátt. Í flestum tilfellum er orðið aðeins not...

Leita aftur: