Hver er afstaða ESB í kjarnorkumálum og gagnvart nýtingu hennar?
Spyrjandi
Ívar Daði Þorvaldsson
Svar
Kjarnorka er notuð í mörgum aðildarríkjum Evrópusambandsins sem orkugjafi og hefur framkvæmdastjórn ESB strangt eftirlit með notkun hennar á grundvelli kjarnorkubandalagssáttmálans (e. Euratom Treaty). Hverju ríki er þó frjálst að ákveða hvort það noti kjarnorku. Um þriðjungur raforku innan ESB kemur frá kjarnorkuverum. Kjarnorkuframleiðslu fylgir afar lítil losun gróðurhúsalofttegunda og hún er því mun vistvænni en rafmagn sem framleitt er með bruna jarðefnaeldsneytis. Í kjarnorkuverum er keðjuverkandi kjarnaklofnun notuð til að framleiða gufu sem síðan er látin knýja hverfla sem búa til rafmagn. Kjarnorkuverum fylgir hins vegar áhætta vegna mögulegrar geislamengunar. Ef kjarnorkuver bila þá geta afurðir kjarnaklofnunar borist út í umhverfið og þeir sem komast í tæri við þær verða fyrir geislun. Sum aðildarríki ESB telja ókosti kjarnorkunnar vega þyngra en kostina og eru því andsnúin nýtingu hennar.Land | Fjöldi virkra kjarnaofna og kjarnorkuvera |
---|---|
Belgía | 7 ofnar í 2 kjarnorkuverum |
Bretland | 16 ofnar í 10 kjarnorkuverum |
Búlgaría | 2 ofnar í 1 kjarnorkuveri |
Finnland | 4 ofnar í 2 kjarnorkuverum |
Frakkland | 58 ofnar í 19 kjarnorkuverum |
Holland | 1 ofn í 1 kjarnorkuveri |
Rúmenía | 2 ofnar í 1 kjarnorkuveri |
Slóvakía | 4 ofnar í 2 kjarnorkuverum |
Slóvenía | 1 ofn í 1 kjarnorkuveri |
Spánn | 8 ofnar í 6 kjarnorkuverum |
Svíþjóð | 10 ofnar í 3 kjarnorkuverum |
Tékkland | 6 ofnar í 2 kjarnorkuverum |
Ungverjaland | 4 ofnar í 1 kjarnorkuveri |
Þýskaland | 9 ofnar í 12 kjarnorkuverum |
- Öryggi, það er eftirlit með kjarnorkuverum, meðal annars hvað varðar geislavirkni og úrgang.
- Öryggisráðstafanir sem eiga að tryggja að kjarnorka sé einungis notuð í þeim tilgangi sem henni er ætlaður.
- Öryggisgæsla sem stendur vörð um kjarnorku og kjarnorkuver ef reynt er að nota þau til skaðlegra verka.
- Energy: What do we want to achieve? - European Commission. (Skoðað 10.10.2013).
- Energy: Nuclear safety - European Commission. (Skoðað 10.10.2013).
- Nuclear energy. (Skoðað 9.10.2013).
- nuclear_power_plants.pdf. (Skoðað 9.10.2013).
- Nuclear power plants in Europe. (Skoðað 9.10.2013)
- Picking up the nuclear energy bill divides the EU | Reuters. (Skoðað 9.10.2013)
- Germany rebuffs European nuclear power subsidy proposal | Reuters. (Skoðað 9.10.2013)
- Nuclear power: leaks show new EU push | Environment | The Guardian. (Skoðað 9.10.2013).
- Nuclear_Power_Plant_Cattenom_a.png (PNG Mynd, 807x349 punktar). (Sótt 11.10.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur18.10.2013
Flokkun:
Efnisorð
ESB kjarnorkumál kjarnorka kjarnorkuver kjarnaofn raforka Kjarnorkubandalagið framkvæmdastjórnin eftirlit öryggi Tsjernobyl ríkisaðstoð
Tilvísun
Lena Mjöll Markusdóttir. „Hver er afstaða ESB í kjarnorkumálum og gagnvart nýtingu hennar?“. Evrópuvefurinn 18.10.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65965. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Lena Mjöll Markusdóttirlaganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum