Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að aðild - 250 svör fundust
Niðurstöður

Gengissamstarf Evrópu

Fyrra gengissamstarf Evrópu (e. European Exchange Rate Mechanism, ERM) var stofnað á grundvelli peningakerfis Evrópu (e. European Monetary System, EMS) árið 1979 í þeim tilgangi að auka samvinnu aðildarríkja Evrópubandalagsins í peningamálum. Samvinnunni var komið á fót í tengslum við tillögur um stofnun Efnahags-...

Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?

Ef íslensk stjórnvöld ákveða að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, eða gera ótímabundið hlé á viðræðunum, mun staða Íslands vera óbreytt frá því sem nú er. EES-samningurinn héldi gildi sínu og yrði áfram helsta stoðin í samskiptum Íslands við Evrópusambandið en með honum hefur Ísland aðgang ...

Er einhverjum fulltrúa í samninganefnd Íslands gert að huga sérstaklega að réttindum minnihlutahópa?

Nei, engum fulltrúa í samninganefnd Íslands er gert að huga sérstaklega að réttindum minnihlutahópa. Samkvæmt erindisbréfi eiga þeir hins vegar að "gæta að hagsmunum þjóðarinnar í hvívetna". Í samninganefndinni eiga sæti formenn allra samningahópanna tíu ásamt aðalsamningamanni og sjö nefndarmönnum til viðbótar. R...

Er Ísland nálægt því að uppfylla Maastricht-skilyrðin fyrir upptöku evru?

Ísland uppfyllir ekki Maastricht-skilyrðin og í sögulegu tilliti hefur Íslandi tekist illa að halda sig innan marka þeirra. Frá árinu 1998 hefur Ísland einungis uppfyllt verðbólgumarkmiðið fimm sinnum og þá yfirleitt í fremur stuttan tíma. Ísland uppfyllti skilyrðin um opinber fjármál á árunum 2000 og 2005 en efti...

Getum við tekið upp evru ef við göngum í Evrópusambandið?

Ef Ísland gengur í Evrópusambandið mun það geta tekið upp evruna sem gjaldmiðil að uppfylltum tilteknum efnahagslegum viðmiðunum um samleitni (Maastricht-skilyrðunum). Skilyrðin lúta að meginþáttum efnahagsmála: verðbólgu, vöxtum, stöðugleika í gengismálum auk afkomu hins opinbera og skuldum þess. *** Aðilda...

Efnahags- og myntbandalagið

Efnahags- og myntbandalagið (e. Economic and Monetary Union, EMU) er samstarf aðildarríkja Evrópusambandsins í efnahags- og peningamálum. Formleg ákvörðun um stofnun EMU var tekin af ráði ESB í lok árs 1991 og voru ákvæði um samstarfið innleidd í sáttmála sambandsins með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Samstarfi...

Breytast reglur um vaxtabætur og barnabætur ef við göngum í ESB?

Nei, aðild að Evrópusambandinu hefur engin áhrif á íslenskar reglur um vaxta- og barnabætur. Breytingar á reglum um vaxtabætur og barnabætur yrðu eftir sem áður í höndum stjórnvalda á Íslandi. *** Vaxtabætur og barnabætur eru bætur greiddar af ríkinu til einstaklinga, sem eru skattskyldir á Íslandi, á grundv...

Þurfum við að hætta að veiða hvali ef við göngum í ESB?

Hvalveiðar heyra undir umhverfismál hjá Evrópusambandinu og eru bannaðar samkvæmt svonefndri vistgerðartilskipun. Hið sama gildir um viðskipti með hvalaafurðir innan sambandsins. Nær öll aðildarríkin eru hlynnt banninu og ekkert þeirra stundar hvalveiðar. Það væri því ólíklegt að Ísland fengi undaþágu frá því bann...

Stenst það 65. gr. stjórnarskrárinnar að sum fyrirtæki fái skattaafslátt umfram önnur?

65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er svohljóðandi: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Þe...

Getur verið að umræðan um ESB hafi það markmið að ræna Íslendinga borgaralegum réttindum og gera þá að þegnum í hinu nýja heimsveldi?

Í fljótu bragði mætti svara þessari spurningu neitandi vegna þess að umræða hafi ekki markmið, heldur fólk. Þar fyrir utan mætti telja hæpið að umræða geti yfirleitt rænt fólk réttindum; það séu réttindi fólks að fá að taka þátt í umræðu og hún sem slík geti naumast gengið svo berlega gegn eðlilegum tilgangi sínum...

Getur evruríki yfirgefið evrusamstarfið?

Aðildarríki Evrópusambandsins sem hefur tekið upp evruna sem gjaldmiðil getur ekki yfirgefið evrusamstarfið einhliða nema ganga úr Evrópusambandinu. Ekki er heldur lagalegur grundvöllur fyrir því í sáttmálum sambandsins að tilteknu evruríki sé vísað úr samstarfinu gegn vilja þess. Eina leiðin til að evruríki hverf...

Hvað er Lyfjastofnun Evrópu og hvert er hlutverk hennar?

Lyfjastofnun Evrópu (e. European Medicines Agency, EMA) er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins með aðsetur í London. Henni var komið á fót árið 1995 undir nafninu Lyfjamálastofnun Evrópu (e. European Medicines Evaluation Agency, EMEA) sem var notað fram til ársins 2004. Lyfjastofnun Evrópu er helsti vettva...

Hvenær og hvernig var gjaldmiðlum ESB-ríkja skipt út fyrir evru?

Í janúar árið 1999 hófst þriðji og síðasti áfangi efnahags- og myntbandalagsins með formlegum hætti. Sameiginlegur gjaldmiðill, evran (€), var þá tekinn upp sem opinber gjaldmiðill í þeim ríkjum ESB sem uppfylltu svonefnd Maastricht-skilyrði. Leiðin sem farin var við upptöku evrunnar, Madríd-leiðin, dregur nafn si...

Þyrftum við að keyra allt rusl frá Hornafirði til Reykjavíkur og urða það þar ef við göngum í ESB?

Á grundvelli EES-samstarfsins innleiðir Ísland alla löggjöf á sviði umhverfismála sem falla innan sviðs þess. Það á einnig við um úrgangsmál sem lúta algerlega regluverki ESB. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið mundi það eitt ekki leiða til breytinga á reglum um sorpvinnslu á Íslandi þar sem reglurnar eru nú þegar ...

Hvaða leiðir eru hentugastar fyrir Evrópusambandið til að ná fram málum í andstöðu við einstök smáríki innan sambandsins?

Sáttmálum Evrópusambandsins og skilmálum aðildarsamninga einstakra ríkja er aldrei hægt að breyta nema með samþykki allra aðildarríkjanna og með fullgildingu samkvæmt stjórnskipunarreglum hvers og eins ríkis. Með setningu afleiddrar löggjafar, svo sem reglugerðar eða tilskipunar, er hins vegar vel mögulegt að mál ...

Leita aftur: