Getur verið að umræðan um ESB hafi það markmið að ræna Íslendinga borgaralegum réttindum og gera þá að þegnum í hinu nýja heimsveldi?
Spyrjandi
N.N.
Svar
Í fljótu bragði mætti svara þessari spurningu neitandi vegna þess að umræða hafi ekki markmið, heldur fólk. Þar fyrir utan mætti telja hæpið að umræða geti yfirleitt rænt fólk réttindum; það séu réttindi fólks að fá að taka þátt í umræðu og hún sem slík geti naumast gengið svo berlega gegn eðlilegum tilgangi sínum. Loks virðist fremur langsótt að ætla að umræða geti gert fólk að þegnum í nýju heimsveldi – fyrir utan að það er auðvitað ekki ljóst að fólk hafi síðri borgaraleg réttindi í ESB (hvort sem það er heimsveldi eða ekki) heldur en það hefur utan ESB. En þótt spurninguna virðist mega blása fremur léttilega af með þessu móti, þá væri svona svar allsendis ófullnægjandi og bæri frekar vott um viðleitni til að forðast umræðuefnið en að takast á við það. Þau álitamál sem undir liggja eru áleitin og verðskulda nánari skoðun, hvert svo sem endanlegt svar kann að vera. Hér kemur þrennt til:- Hvað eru borgaraleg réttindi?
- Getur umræða rænt fólk borgaralegum réttindum?
- Hvaða borgaralegu réttindi eru í húfi vegna hugsanlegrar inngöngu í ESB?
Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum hafa í huga, í samræmi við grundvallaratriði þau sem sett eru fram í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, að viðurkenning á meðfæddri göfgi mannsins og jöfnum óaðskiljanlegum réttindum allra manna sé grundvöllur frelsis, réttlætis og friðar í heiminum, viðurkenna að þessi réttindi leiðir af meðfæddri göfgi mannsins, viðurkenna, í samræmi við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, að sú hugsjón að menn séu frjálsir og njóti borgaralegs og stjórnmálalegs frelsis, séu óttalausir og þurfi ekki að líða skort, rætist því aðeins að sköpuð verði skilyrði til þess að allir geti notið borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda, jafnt sem efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda ...2. Getur umræða rænt fólk borgaralegum réttindum? Nú ætti að vera nokkuð ljóst hvað átt er við með borgaralegum réttindum. Víkjum þá að næstu spurningu, það er hvort umræða geti mögulega rænt fólk borgaralegum réttindum. Skoðum tvenns konar tilvik: (i) Getur umræða rænt fólk réttinum til að láta í ljósi skoðanir sínar? og (ii) Getur umræða falið í sér kúgun og vanvirðingu, eða leitt til slíks? (i) Getur umræða rænt fólk réttinum til að láta í ljósi skoðanir sínar? Þótt umræða sé vissulega leið fólks til að láta í ljósi skoðanir sínar, þá getur umræða líka gert fólki erfiðar fyrir. Í greininni „Stjórnmál og ensk tunga“ (Orwell, 2009) lýsir George Orwell því vel hvernig tiltekin orð í tungumálinu eru orðin nánast merkingarlaus vegna sífelldrar og skipulegrar misnotkunar þeirra. Hann tiltekur meðal annars orðin lýðræði, frelsi og réttlæti. Um hið fyrstnefnda segir hann:
Þar sem um er að tefla orð eins og lýðræði, þá er ekki nóg með að ekki sé til nein viðurkennd skilgreining, heldur hefur sú tilraun að búa hana til mætt mótstöðu úr öllum áttum. (Bls. 220–221)Stuttu síðar segir Orwell svo:
Orð af þessu tagi eru oft notuð á óheiðarlegan hátt af ásettu ráði. Það er að segja, sá sem notar þau skilgreinir þau á sinn eigin hátt, en telur áheyranda sínum trú um að hann eigi við eitthvað allt annað. (Bls. 221)
- Orwell, Stjórnmál og bókmenntir, íslensk þýðing eftir Ugga Jónsson, Hið íslenska bókmenntafélag 2009.
- Fyrri mynd sótt á www.dvb.no - Democratic Voice of Burma, 12.4.2012.
- Seinni mynd sótt á http://www.k-1.com - George Orwell, 12.4.2012.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur13.4.2012
Flokkun:
Efnisorð
umræða samræða ESB borgaraleg réttindi heimsveldi Sameinuðu þjóðirnar skoðanafrelsi skoðanakúgun lýðræði frelsi réttlæti upplýst og opin umræða sjálfstæði sjálfræði fullveldi
Tilvísun
Ólafur Páll Jónsson. „Getur verið að umræðan um ESB hafi það markmið að ræna Íslendinga borgaralegum réttindum og gera þá að þegnum í hinu nýja heimsveldi?“. Evrópuvefurinn 13.4.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62234. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Ólafur Páll Jónssonprófessor í heimspeki við HÍ
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvaða borgaralegu réttindi eru í húfi vegna hugsanlegrar inngöngu í ESB?
- Getur Evrópusambandið beitt sér gegn andlýðræðislegri þróun í aðildarríki eins og í Ungverjalandi nú?
- Væri ekki sniðugt að sameina Evrópu í eitt lýðveldi?
- Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?