Er Ísland nálægt því að uppfylla Maastricht-skilyrðin fyrir upptöku evru?
Spyrjandi
G. Pétur Matthíasson
Svar
Ísland uppfyllir ekki Maastricht-skilyrðin og í sögulegu tilliti hefur Íslandi tekist illa að halda sig innan marka þeirra. Frá árinu 1998 hefur Ísland einungis uppfyllt verðbólgumarkmiðið fimm sinnum og þá yfirleitt í fremur stuttan tíma. Ísland uppfyllti skilyrðin um opinber fjármál á árunum 2000 og 2005 en eftir að fjármálakreppan skall á varð mikill halli á rekstri hins opinbera og í kjölfarið hækkuðu skuldir ríkisins verulega. Þá hafa langtímavextir á Íslandi að jafnaði verið hærri en í ESB-ríkjunum en Ísland hefur á tímum uppfyllt það skilyrði, nú síðast árið 2011. Það var þó ekki síst vegna þess að vextir hafa farið hækkandi í Evrópu í kjölfar fjármálakreppunnar. Ítarlegri umfjöllun um hvort Ísland uppfylli skilyrðin er að finna í svari vefsins við spurningunni Uppfyllir Ísland Maastricht-skilyrðin núna?- Hvaða evruríki uppfylla Maastricht-skilyrðin?
- Hvaða ESB-ríki utan evrusvæðisins uppfylla Maastricht-skilyrðin?
- Af hverju eru ekki allar þjóðir innan ESB með evru sem gjaldmiðil?
- Peningamál 2013 (4). Seðlabanki Íslands. (Skoðað 14.11.2013).
- Svar efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur um Maastricht-skilyrðin - alþingi.is. (Skoðað 14.11.2013).
- Iceland’s future monetary and exchange rate regime - sedlabanki.is (Skoðað 14.11.2013).
- Icelands Central Bank - flickr.com (Sótt 14.11.2013).
Er Ísland ekki nálægt því á þessari stundu að uppfylla Maastricht-skilyrðin fyrir upptöku evru? Þ.e.a.s. sé tekið mið af fréttum um skuldastöðuna, lækkandi verðbólgu og verður ekki að vænta þess að ný ríkisstjórn stefni á að hallinn á fjárlögum verði minni en í ár, eða undir þremur prósentum?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur15.11.2013
Flokkun:
Efnisorð
Evrópusambandið Maastricht-skilyrðin evra ESB Ísland opinber fjármál langtímavextir verðbólga verðbólgumarkmið fjármálakreppa verðstöðugleiki
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Er Ísland nálægt því að uppfylla Maastricht-skilyrðin fyrir upptöku evru?“. Evrópuvefurinn 15.11.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65394. (Skoðað 13.10.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Uppfyllir Ísland Maastricht-skilyrðin núna?
- Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru?
- Hvenær og hvernig var gjaldmiðlum ESB-ríkja skipt út fyrir evru?
- Hvaða Norðurlönd hafa evru sem gjaldmiðil?
- Getum við tekið upp evru ef við göngum í Evrópusambandið?
- Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?
- Hverjir eru möguleikar Íslands á að tengja gengi krónunnar við evru?
- Ríkir efnahagslegur stöðugleiki í Evrópusambandinu?
- Ættu Íslendingar að taka upp evruna?
- Hvaða evruríki uppfylla Maastricht-skilyrðin?
- Hvaða ESB-ríki utan evrusvæðisins uppfylla Maastricht-skilyrðin?