Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að gagnrýni - 16 svör fundust
Niðurstöður

Er endurskoðun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins sem samið var um 1992 enn ólokið?

Stutta svarið er já: Þessari endurskoðun er enn ekki lokið þótt stöðugt hafi mjakast áleiðis í samræmi við stefnuna sem lagður var grunnur að árið 1992. Flest bendir til þess að endurskoðunin haldi áfram enn um sinn, enda tengist hún veigamiklum þáttum í samfélagi okkar og umhverfi, svo sem umhverfismálum og byggð...

Hagkvæmt myntsvæði

Hugtakið hagkvæmt myntsvæði (e. optimum currency area, OCA) er notað í kenningum hagfræðinga um það hvenær myntsamstarf ríkja borgar sig og hvenær ekki. Það á rætur að rekja til Roberts Mundell (1961), nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Hagkvæmt myntsvæði er svæði þar sem það hámarkar efnahagslega hagkvæmni svæði...

Hverjar eru nýjustu breytingarnar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins?

Í júní 2013 voru nýjustu endurbæturnar á sameiginlegri landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins kynntar. Þar með lauk löngu viðræðuferli landbúnaðarráðherra sambandsins og írsk stjórnvöld önduðu léttar, enda mikill þrýstingur á þeim að klára viðræðurnar áður en formennskutímabili þeirra í ráðinu lyki. Nýju endurbæturna...

Af hverju gerði Ísland fríverslunarsamning við Kína og um hvað snýst samningurinn?

Ísland hefur lengi sóst eftir fríverslunarsamningi við Kína til að afnema viðskiptahindranir milli ríkjanna og bæta aðgang íslenskra fyrirtækja að kínverskum markaði. Við gildistöku samningsins falla niður tollar af mikilvægustu útflutningsvörum Íslendinga til Kína og sömuleiðis af öllum innfluttum vörum frá Kína,...

Hvað er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hver eru markmið þess?

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans eru markmið öryggisráðsins að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á opnum fundi. Ráðið gerir tillögur um fyrirkomulag v...

Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

Hvað felst í landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, CAP?

Skammstöfunin CAP stendur fyrir Common Agricultural Policy eða Sameiginlega landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Hún var frá upphafi einn af hornsteinum sambandsins og fyrsta stefnumótunarverkefnið sem var alfarið á forsvari þess. Undir hana féll lengi vel mikill hluti af útgjöldum sambandsins. Jafnframt hefur þet...

Hvers vegna hafa endurskoðendur ESB ekki viljað undirrita bókhald sambandsins?

Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins ber ábyrgð á endurskoðun á reikningum ESB. Með Maastricht-sáttmálanum frá árinu 1992 var réttinum gert að láta Evrópuþinginu og ráðinu í té sérstaka yfirlýsingu um að reikningar væru réttir og að þau viðskipti, sem að baki þeim byggju, væru lögmæt og rétt að formi til. Í þeim...

Í Morgunblaðinu birtist nýlega frétt um að Evrópusambandið hefði bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun. Er þetta rétt?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er frétt Morgunblaðsins að mestu rétt. Á hinn bóginn er ekki alveg rétt farið með efni hennar í spurningunni hér að ofan. Þannig hafa engar fréttir verið sagðar af því að Evrópusambandið hafi bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun heldur hafi bresk s...

Hvert er hlutverk Catherine Ashton innan ESB?

Catherine Ashton gegnir hlutverki æðsta fulltrúa Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum (e. High Representative of the Union for Foreign Affairs and Security Policy, HR). Hún er þess vegna eins konar utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Embættið var fyrst kynnt til sögunnar í Amsterdam-sáttmálanum árið 199...

Hvaða áhrif hefur ESB haft á réttindi minnihlutahópa?

Auk sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi, þar sem ófrávíkjanleg grundvallarréttindi allra borgara sambandsins eru skilgreind, hefur ESB samþykkt fjölda tilskipana sem miða að því að koma í veg fyrir mismunun. Þar ber helst að nefna kynþáttatilskipunina og atvinnumálatilskipunina sem eru lagalega binda...

Hver er stefna ESB gagnvart jafnrétti kynjanna?

Meginreglan um jafna meðferð kvenna og karla hefur verið ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins allt frá stofnun þess og nær aftur til ársins 1957 þegar reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu varð hluti af Rómarsáttmálanum. Reglunni var þó ekki beitt fyrr en á áttunda áratugnum þegar ákvæðið um sömu laun fyrir s...

Getið þið útskýrt styrkjakerfi ESB í stuttu máli?

Evrópusambandið styrkir allt á milli himins og jarðar – frá brúarsmíði til handverksnámskeiða. Styrkjasjóðir og -áætlanir sambandsins eru ótal margar og hefur landslaginu oft verið líkt við frumskóg þar sem varla er til sá einstaklingur sem hefur yfirsýn yfir alla þá möguleika sem í boði eru. Styrktarsjóðum og ...

Hvernig komust mannréttindi á dagskrá í ESB?

Evrópusambandið hefur verið í stöðugri þróun frá því það var stofnað fyrir rúmlega hálfri öld með sáttmálanum um Efnahagsbandalag Evrópu. Eins og nafn sáttmálans ber með sér snerist samstarfið upphaflega um efnahagssamvinnu. Hugmyndin var að auka velmegun og hagsæld með því að sameina markaði aðildarríkjanna og ge...

Getur verið að umræðan um ESB hafi það markmið að ræna Íslendinga borgaralegum réttindum og gera þá að þegnum í hinu nýja heimsveldi?

Í fljótu bragði mætti svara þessari spurningu neitandi vegna þess að umræða hafi ekki markmið, heldur fólk. Þar fyrir utan mætti telja hæpið að umræða geti yfirleitt rænt fólk réttindum; það séu réttindi fólks að fá að taka þátt í umræðu og hún sem slík geti naumast gengið svo berlega gegn eðlilegum tilgangi sínum...

Leita aftur: