Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að and-l%C3%BD%C3%B0r%C3%A6%C3%B0isleg %C3%BEr%C3%B3un - 257 svör fundust
Niðurstöður

Hefur ESB gert eitthvað til þess að bókhald þess verði áreiðanlegra?

Evrópusambandið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir óáreiðanlegt bókhald sem valdi spillingu og óráðsíu í fjármálum sambandsins. Um það má lesa nánar í svari við spurningunni Hvers vegna hafa endurskoðendur ESB ekki viljað undirrita bókhald sambandsins? Framkvæmdastjórn ESB, sem ber lagalega ábyrgð á bókhaldi sa...

Hvað er vísitala?

Vísitölur eru eins konar meðaltöl. Þær eru fengnar með því að vega saman margar stærðir til að fá eina tölu. Einna mest áberandi í opinberri umræðu eru ýmsar vísitölur af vettvangi efnahagsmála en vísitölur eru þó notaðar á mörgum öðrum sviðum. Sem dæmi um vísitölur má nefna verðlagsvísitölur. Ein þeirra er vís...

Hver er viðbótarkostnaður ESB-ríkjanna þegar þau fara með formennsku í ráðinu?

Aðildarríki Evrópusambandsins skiptast á að fara með formennsku í ráðinu á hálfs árs fresti. Formennska í ráðinu er nánar skilgreind í svari við spurningunni Hvað felst í því að fara með formennsku í ráðinu? Aðildarríkin ákveða sjálf hversu miklum fjármunum þau eyða í sinni formennskutíð. Kostnaðurinn er því br...

Hvert er atvinnuhlutfall heyrnarlausra innan ESB í samanburði við Ísland?

Evrópuvefurinn leitaði svara um atvinnuþátttöku heyrnarlausra á Íslandi hjá Félagi heyrnarlausra og fékk þær upplýsingar að það væri um 75-80% í dag. Haldbærar upplýsingar um atvinnuhlutfall heyrnarlausra í Evrópusambandinu er hins vegar hvergi að finna. Ástæðan er sú að flest aðildarríki sambandsins blanda sam...

Gæti Evrópusambandið tekið upp á því að breyta umferðarlögum í aðildarríkjunum, til dæmis bannað hringtorg, bannað vinstri beygjur, sett 25 km hámarkshraða og breytt öllum umferðarskiltum?

Í stuttu máli er svarið nei. Evrópusambandið fer ekki með vald til að breyta umferðarreglum í aðildarríkjum sínum. Hins vegar getur Evrópusambandið mælt fyrir um ráðstafanir til að bæta umferðaröryggi sem heyrir undir stefnu sambandsins í samgöngumálum. Löggjöf ESB á því sviði hefur nánast undantekningarlaust veri...

Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?

Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...

Er það rétt að Evrópusambandið vilji takmarka kanil í sætabrauði og ef það er rétt af hverju vill sambandið gera það?

Kassíukanill frá Kína er sú kaniltegund sem notuð er hvað mest í matargerð en hún inniheldur töluvert mikið magn af efninu kúmarín sem talið er hafa skaðleg áhrif á starfsemi lifrar sé þess neytt í miklu magni. Evrópusambandið hefur því samþykkt reglugerð sem takmarkar magn kúmaríns í bakstursvörum. Reglugerð E...

Stjórnartíðindi ESB

Stjórnartíðindi Evrópusambandsins voru fyrst gefin út þann 30. desember 1952. Þá nefndust þau stjórnartíðindi Kola- og stálbandalagsins og síðar stjórnartíðindi Evrópubandalagsins. Núverandi nafn fengu stjórnartíðindin þegar Nice-sáttmálinn gekk í gildi árið 2003. Stjórnartíðindin eru gefin út alla virka daga ...

Hvaða fornu heimildir segja frá goðsögunni um Evrópu?

Vísað er til goðsagnar um Evrópu í elstu varðveittu hetjuljóðum Grikkja, sem eignuð eru hinum fornu höfuðskáldum Hómer og Hesíodosi.1 Í varðveittu kvæði um uppruna guðanna telur Hesíodos Evrópu meðal afkvæma guðsins Okeanosar. 2 Þau voru sett skör lægra en Ólympsguðir í stigveldi grískrar goðafræði. Þessi hugmynd ...

Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?

Áhrifin á verðbólgu af inngöngu í Evrópusambandið eru líklegast hverfandi. Áhugaverða spurningin í því sambandi er hins vegar hvort upptaka evru mundi hafa áhrif. Í sjálfu sér er óvíst hvort evran sem slík hefði beinlínis áhrif en ljóst er að svonefnd Maastricht-skilyrði sem uppfylla verður til að hægt sé að taka ...

Hagkvæmt myntsvæði

Hugtakið hagkvæmt myntsvæði (e. optimum currency area, OCA) er notað í kenningum hagfræðinga um það hvenær myntsamstarf ríkja borgar sig og hvenær ekki. Það á rætur að rekja til Roberts Mundell (1961), nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Hagkvæmt myntsvæði er svæði þar sem það hámarkar efnahagslega hagkvæmni svæði...

Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef EES-reglugerð er innleidd í íslensk lög í rangri þýðingu hvort gildir þá upprunalega reglugerðin eða ranga íslenska þýðingin? Lögfræði, líkt og margar aðrar fræðigreinar, leggur mikið upp úr skýringu hugtaka. Úrlausn dómsmála sem varða mikilsverða hagsmuni getur ...

Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

Er rétt að vegna ESB-reglna megi ég aðeins fara með tvö börn á aldrinum 5 til 7 ára í sund?

Stutta svarið er nei: Þetta er ekki rétt. – Evrópusambandið hefur hvorki sett lög né reglur um hversu mörg börn mega vera í fylgd eins fullorðins einstaklings í sundferð. Setning slíkra reglna er alfarið á ábyrgð aðildarríkjanna. Í nýrri íslenskri reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum segir hins vegar að...

Hafa þrjú voldugustu ríki Evrópusambandsins farið með friði síðan um aldamótin 1900? – Viðbrögð lesanda

Svarið sem hér fer á eftir er fyrsta svarið á Evrópuvefnum sem birt er í flokknum „Viðbrögð lesenda“. Flokkurinn er til merkis um vilja vefsins til að efla upplýsta umræðu með þátttöku lesenda en eins og lesa má á vefnum: [Getur l]esandi sem telur svari áfátt [...] bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höf...

Leita aftur: