Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að hl�� �� a��ildarvi��r����um - 687 svör fundust
Niðurstöður

Af hverju er Rússland ekki í Evrópusambandinu?

Rússland er ekki aðili að Evrópusambandinu og hefur aldrei sýnt því áhuga. Óvíst er að Rússland fengi inngöngu í sambandið ef það legði inn umsókn þar sem það uppfyllir ekki Kaupmannahafnarviðmiðin, inngönguskilyrði ESB. Staða mannréttinda í Rússlandi er bágborin, þrátt fyrir að landið hafi fullgilt Mannréttindasá...

Hvað vilja unglingar vita um ESB?

Síðastliðin þrjú misseri hefur Evrópuvefurinn staðið fyrir kynningum á vefnum í framhaldsskólum landsins. Markmið þessara heimsókna er fyrst og fremst að ræða við nemendur um mikilvægi hlutlægra upplýsinga í tengslum við Evrópusambandið og aðildarviðræðurnar og benda þeim á hvar þær er að finna. Í kjölfar kynninga...

Um hvað fjallar nýi sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum evruríkjanna?

Ríkisfjármálasáttmálinn er liður í áætlun ESB um að auka trúverðugleika og tryggja stöðugleika í efnahagsstjórn á evrusvæðinu. Sáttmálinn skuldbindur evruríkin til að innleiða svonefnda skuldabremsu sem felur í sér markmið um jöfnuð í ríkisfjármálum og sjálfkrafa leiðréttingarkerfi ef skuldasöfnun fer fram úr leyf...

Evrópska stöðugleikakerfið

Evrópska stöðugleikakerfið (e. European Stability Mechanism, ESM) er varanlegur sjóður evruríkjanna. Hlutverks hans er að að stuðla að stöðugleika á evrusvæðinu og veita evruríkjum í efnahagsvanda fjárhagsaðstoð. Evruríkin 17 eru öll aðilar að sjóðnum. Hlutur evruríkjanna í ESM-sjóðnum er reiknaður út frá mannfjöl...

Til hvaða aðgerða hefur Evrópusambandið gripið vegna yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu?

Evrópusambandið hefur gripið til tvenns konar aðgerða í kjölfar yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu. Annars vegar aðgerðir til að létta undir með þeim ríkjum sem eiga í mestum skuldavanda, svokallaðar björgunaraðgerðir. Lítillega hefur verið fjallað um þær aðgerðir á þessum vef, meðal annars í svari við spurn...

Er Lettland aðili að Evrópska efnahagssvæðinu?

Já, Lettland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, eins og öll önnur aðildarríki Evrópusambandsins, og hefur verið það síðan það gekk í sambandið árið 2004. Lettland er meðal þeirra fyrrum Sovétríkja sem hafa leitað nánari tengsla við Vesturlönd eftir að hafa endurheimt sjálfstæðið sitt á ný í upphafi tíunda áratu...

Ef við værum í ESB væri það þá ekki aðallinn í Brussel sem færi með alla samninga fyrir okkar hönd?

Evrópusambandið hefur fullar valdheimildir á sviði sameiginlegrar viðskiptastefnu sambandsins. Stofnanir sambandsins fara því alfarið með framkvæmd viðskiptastefnunnar og sjá um viðskiptasamninga við ríki eða ríkjahópa utan ESB. Með aðild að ESB fengi Ísland aðild að þessum stofnunum og því mætti segja að Ísland y...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í júlí 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör júlímánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Hvaða áhrif hefur það á réttindi Íslendings að giftast breskum ríkisborgara hvað aðgang að háskólamenntun og greiðslu skólagjalda varðar? Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn ...

Yrðu einhverjar breytingar á íslenska kvótakerfinu við inngöngu í ESB?

Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins sú að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag. Í E...

Aðalráð Seðlabanka Evrópu

Aðalráðið (e. General Council) samanstendur af forseta og varaforseta Seðlabanka Evrópu og seðlabankastjórum allra aðildarríkja ESB. Tíu ríki innan Evrópusambandsins taka ekki þátt í þriðja áfanga Efnahags- og myntbandalagsins sem felur í sér upptöku evru. Þó er gert ráð fyrir því að öll aðildarríki ESB taki upp e...

Öryggisráð SÞ

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (e. Security Council of the United Nations) var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans ber öryggisráðið ábyrgð á því að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Aðildarríki öryggisráðsins eru fimmt...

Hvert er hlutfall kvendómara við Mannréttindadómstól Evrópu?

Fjörutíu og sjö dómarar sitja við Mannréttindadómstól Evrópu þar sem sérhvert aðildarríki Evrópuráðsins skipar eina dómarastöðu við dómstólinn. Aðildarríkin tilnefna þrjá frambjóðendur í sitt sæti og þurfa að uppfylla þá kröfu að dómaraefnin séu af báðum kynjum. Kosning dómara fer fram á þingi Evrópuráðsins þar se...

Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?

Þetta er góð spurning! Það er alveg rétt hjá spyrjanda að til að fá að taka upp evru þarf að uppfylla tiltekin skilyrði sem fela í sér að ná þarf góðum tökum á peningamálum og ríkisfjármálum áður. Skilyrðin nefnast Maastricht-skilyrðin og lesendum er bent á að kynna sér þau. Evrumyntir. Benda má þó á að ákvörð...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í nóvember 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör nóvembermánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum? Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? Helstu stofnanir ES...

Í hvaða samningsköflum fer Ísland hvorki fram á aðlögun, undanþágur né sérlausnir?

Í fjórtán samningsköflum, sem taldir eru upp hér að neðan, er opinber samningsafstaða Íslands sú að regluverk Evrópusambandsins er samþykkt án óska um undanþágur, sérlausnir eða aðlögun. *** Löggjöf Evrópusambandsins skiptist í 35 kafla og er samið um 33 þeirra meðan á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusamba...

Leita aftur: