Spurning

Hvað vilja unglingar vita um ESB?

Spyrjandi

Ritstjórn

Svar

Síðastliðin þrjú misseri hefur Evrópuvefurinn staðið fyrir kynningum á vefnum í framhaldsskólum landsins. Markmið þessara heimsókna er fyrst og fremst að ræða við nemendur um mikilvægi hlutlægra upplýsinga í tengslum við Evrópusambandið og aðildarviðræðurnar og benda þeim á hvar þær er að finna. Í kjölfar kynninganna hefur Evrópuvefnum borist fjöldi spurninga frá nemendum um Evrópumál, sum þeirra mál sem ekki hafði verið fjallað um áður á vefnum.


Unga fólkið í dag virðist hafa áhuga á gjaldeyrismálum.

Þeir unglingar sem lagt hafa inn spurningu til vefsins virðast hafa mestan áhuga á hvaða áhrif möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi hafa á gjaldeyrismál landsins. Nánar tiltekið hvort upptaka evru sé hagstæður kostur, hversu langan tíma það ferli tæki og hvort Ísland gæti haldið íslensku krónunni ef til aðildar kemur. Einnig hefur mikið verið spurt um áhrif ESB-aðildar á íslenskan sjávarútveg, möguleika íslenskra nemenda til að stunda nám erlendis sem og um póstverslun og verð á fatnaði hérlendis. Við bendum lesendum sérstaklega á svör vefsins við nokkrum af þessum spurningum:

Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi listi yfir þær spurningar sem lagðar hafa verið inn til vefsins frá ungu fólki enda hafa Evrópuvefnum borist margbreytilegar og skemmtilegar spurningar. Þetta virðast þó vera þau málefni sem unga fólkið hefur oftast spurt um til þessa.

Mynd:

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur17.5.2013

Flokkun:

Evrópumál > ýmislegt

Tilvísun

Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hvað vilja unglingar vita um ESB?“. Evrópuvefurinn 17.5.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64123. (Skoðað 3.11.2024).

Höfundur

Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum

Við þetta svar er engin athugasemd Fela