Spurning
Hvað vilja unglingar vita um ESB?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Síðastliðin þrjú misseri hefur Evrópuvefurinn staðið fyrir kynningum á vefnum í framhaldsskólum landsins. Markmið þessara heimsókna er fyrst og fremst að ræða við nemendur um mikilvægi hlutlægra upplýsinga í tengslum við Evrópusambandið og aðildarviðræðurnar og benda þeim á hvar þær er að finna. Í kjölfar kynninganna hefur Evrópuvefnum borist fjöldi spurninga frá nemendum um Evrópumál, sum þeirra mál sem ekki hafði verið fjallað um áður á vefnum.- Hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru, fyrir utan að gjaldmiðillinn breyttist?
- Hvað verður um sjávarútveg Íslendinga ef við göngum í ESB? Hvað mundi breytast?
- Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál?
- Um hvað snýst umræðan um áhrif ESB-aðildar á sjávarútvegsstefnu Íslands?
- Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB?
- Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun?
- Er ekki rétt skilið að tollar á vörum milli ESB-ríkja falla niður við inngöngu í ESB, til dæmis þegar vara er pöntuð á Netinu?
- Ef Ísland gengur í ESB og tekur upp evru verða þá verð á fatnaði nákvæmlega þau sömu hér og í öðrum evruríkjum?
- Menntaskólanemar - dv.is. (Sótt 17.05.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur17.5.2013
Efnisorð
ESB evra gjaldeyrismál gjaldeyrisskipti króna sjávarútvegur menntamál póstverslun fatnaður framhaldsskólar
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hvað vilja unglingar vita um ESB?“. Evrópuvefurinn 17.5.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64123. (Skoðað 3.11.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela