Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að 12 - 56 svör fundust
Niðurstöður

Hvað er vísitala?

Vísitölur eru eins konar meðaltöl. Þær eru fengnar með því að vega saman margar stærðir til að fá eina tölu. Einna mest áberandi í opinberri umræðu eru ýmsar vísitölur af vettvangi efnahagsmála en vísitölur eru þó notaðar á mörgum öðrum sviðum. Sem dæmi um vísitölur má nefna verðlagsvísitölur. Ein þeirra er vís...

Er hugmyndafræði ESB byggð á sósíalisma?

Ef hægt er að tala um sérstaka hugmyndafræði Evrópusambandsins þá er hún varla byggð á einni tiltekinni stjórnmálastefnu því að helstu áhrifavaldar hennar eru ríkisstjórnir sem skipaðar eru flokkum með mismunandi hugmyndafræði. Ekki má heldur gleyma sérstökum hagsmunum aðildarríkja sem þau beita sér fyrir óháð rík...

Norður-Atlantshafsbandalagið, NATO

Norður-Atlantshafsbandalagið (e. North Atlantic Treaty Organisation, NATO) var stofnað árið 1949. Stofnaðilar voru Bandaríkin, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ísland, Ítalía, Kanada, Lúxemborg, Noregur og Portúgal; samtals 12 ríki í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Tilgangurinn var að stemma stigu v...

Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?

Ef íslensk stjórnvöld ákveða að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka, eða gera ótímabundið hlé á viðræðunum, mun staða Íslands vera óbreytt frá því sem nú er. EES-samningurinn héldi gildi sínu og yrði áfram helsta stoðin í samskiptum Íslands við Evrópusambandið en með honum hefur Ísland aðgang ...

Hvernig mundi vinnumarkaðurinn á Íslandi breytast ef við göngum í ESB?

Kaflinn um félags- og atvinnumál heyrir undir EES-samninginn og því hefur Ísland að mestu tekið upp þá löggjöf Evrópusambandsins sem varðar vinnumarkaðinn. Möguleg aðild Íslands að sambandinu hefði því ekki í för með sér miklar breytingar á íslenskum vinnumarkaði. Helstu breytingar yrðu þær að íslensk stjórnvöld f...

Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?

Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er Ísland skuldbundið til að taka upp í íslensk lög þann hluta í regluverki Evrópusambandsins sem lýtur að innri markaði sambandsins. Þetta gerist með ákveðnum hætti sem lýst er hér á eftir. Íslenska ríkið er skaðabótaskylt gagnvart einstaklingum eða lögaðilum ef það vanræ...

Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?

Evran var innleidd í 12 aðildarríkjum ESB á árunum 1999-2002 eftir 10-15 ára undirbúning. Hjá þeim aðildarríkjum sem hafa bæst við síðan hefur aðlögunarferlið styst tekið rúm tvö ár en sum önnur ríki uppfylla enn ekki skilyrðin, sjö árum eftir inngöngu í sambandið. Ísland fullnægir ekki þátttökuskilyrðum Myntbanda...

Efnahags- og félagsmálanefnd

Efnahags- og félagsmálanefnd Evrópusambandsins (e. European Economic and Social Committee) var sett á fót með Rómarsáttmálanum, árið 1957, í þeim tilgangi að ljá hagsmunahópum rödd á vettvangi sambandsins og styrkja þannig lýðræðislegt lögmæti þess. Nefndin er meðal annars skipuð fulltrúum vinnuveitenda og launþeg...

Sameiginleg stefna í öryggis- og varnarmálum

Sameiginleg stefna í öryggis- og varnarmálum (e. Common Security and Defence Policy, CSDP) er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegrar stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum. Fyrri stefna, Evrópska stefnan í öryggis- og varnarmálum (e. European Security and Defence Policy, ESDP), var samþykkt á leiðtogafundi í Köln á...

Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gripið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að koma á fjármálastöðugleika innan sambandsins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þau aðildarlönd sem hingað til hafa lent í mestum skuldavanda, Grikkland, Írland og Portúgal, hafa fengið aðstoð frá öðrum ríkjum sambandsi...

Hvernig hefur íslenskur landbúnaður þróast á síðustu áratugum í samanburði við landbúnað í ESB?

Þróun landbúnaðar í ESB má lýsa í símskeytastíl sem hér segir: Mikil framleiðsluaukning eftir 1945 – verðlækkun – niðurgreiðslur – beingreiðslur til bænda – offramleiðsla – kvóti – stækkun og fækkun búa – sívaxandi útgjöld til kerfisins – styrkir til stórbænda – síðar dregið úr þeim – vitund um ómarkvisst og óskil...

Hvernig berið þið saman núverandi landbúnað á Íslandi og í ESB?

Aðstæður til búskapar hér á landi eru að ýmsu leyti öðruvísi en í löndum ESB. Til dæmis má nefna sólargang, loftslag, gróðurfar og mikið óbyggilegt hálendi. Sumarbeit húsdýra er skammvinn, þörf er á mikilli heyöflun sem var lengi vel vinnufrek, kornrækt er erfið en skilyrðin þó batnandi, leggja þarf meira í útihús...

Hverjar eru helstu breytingarnar sem urðu á stofnunum Evrópusambandsins við aðild Króatíu?

Helstu breytingarnar sem urðu á stofnunum Evrópusambandsins við aðild Króatíu eru þær að atkvæðavægi í ráði Evópusambandsins hefur breyst, Evrópuþingmönnum fjölgaði um tólf, framkvæmdastjóri frá Króatíu hefur verið skipaður og skipting á heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu hefur verið endurmetin. Upptaka evru og aðil...

Hversu hár er tollur ESB á vörur frá Bandaríkjunum og hve mikið mundu þær hækka hlutfallslega í verði ef Ísland gengi í ESB?

Tollur sem Evrópusambandið leggur á vörur frá Bandaríkjunum er mishár eftir því um hvaða vörur ræðir. Þannig er lagður 15% tollur á ávaxtasafa en enginn tollur á snyrtivörur. Aðild Íslands að ESB og upptaka sameiginlegrar tollskrár sambandsins hefði ýmist í för með sér hækkun eða lækkun tolltaxta á innfluttar vöru...

Hvað er Borgarafrumkvæði Evrópu (ECI) og hvaða breytingar mun það hafa í för með sér?

Með Lissabon-sáttmálanum tóku gildi ákvæði um svonefnt Borgarafrumkvæði Evrópu (European Citizen Initiative; ECI). Samkvæmt þeim getur ein milljón ríkisborgara ESB frá í það minnsta sjö aðildarríkjum sambandsins óskað eftir því við framkvæmdastjórn þess að hún leggi fram, innan ramma valdheimilda sinna, hvers kona...

  • Síða nr. 1 2 3 4

Leita aftur: