(intergovernmental) er haft um ákvarðanir, fundi, stofnanir og þess háttar þar sem áherslan er á ríkisstjórnir aðildarríkjanna í stað eigin stofnana ESB. Sameiginlega stefnan í utanríkis- og öryggismálum (SSUÖ) fellur í þennan flokk....
(intergovernmental conference, IGC) er fundur ríkisleiðtoga í ESB þar sem teknar eru meiri háttar ákvarðanir um framtíðarstefnu sambandsins. Mikilvægi þessara funda hefur aukist mjög að undanförnu og nú er áskilið að þeir afgreiði alla nýja sáttmála....
Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Íslenskir vísindamenn hafa fullan aðgang að rannsókna- og nýsköpunarsjóðum Evrópusambandsins, til jafns við aðildarríki ESB, í gegnum EES-samninginn. Sjóðirnir, sem heyra undir 7. rannsóknaráætlun Evrópusambandsins og samkeppnis- og nýsköpunaráætlunina, eru svonefndir sa...
Breska samveldið (e. British Commonwealth) var stofnað árið 1931 sem samtök fullvalda ríkja um allan heim sem voru áður hluti af breska heimsveldinu. Sumir Bretar telja að Bretlandi væri nær láta til sín taka í Samveldinu en í ESB....
Dregið hefur jafnt og þétt úr þátttöku í kosningum til Evrópuþingsins síðan þær fóru fram í fyrsta sinn árið 1979 en fyrir þann tíma voru þingmenn útnefndir af þjóðþingum aðildarríkja. Þátttaka fór úr 62% árið 1979 í 43% í kosningum fyrir yfirstandandi kjörtímabil sem fóru fram árið 2009. Kjörsókn hefur frá uppha...
(superpower) var sameiginlegt heiti um Bandaríkin og Sovétríkin í kalda stríðinu. Þau báru þá ægishjálm yfir önnur ríki heims í hernaðarmætti. Flest ríki voru yfirlýstir bandamenn annars hvors risaveldisins, annaðhvort í hernaðarbandalögum eða með öðrum samningum, en þau sem ekki voru það nefndust hlutlaus....
(neoliberalism) er venjulega haft um þá hagfræðikenningu að ríkisvaldið eigi að skipta sér sem minnst af efnahagslífinu og gefa markaðnum sem lausastan tauminn. Mörgum þykir nýfrjálshyggjan beggja handa járn í þróun evrópskrar samvinnu þar sem hún leggi megináhersluna á efnahagslegan samruna en ekki til dæmis féla...
(North American Free Trade Agreement) var undirritaður 1992 og lagði grunninn að fríverslunarsvæði Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Er stundum tekið sem dæmi um óbein áhrif ESB á aðra heimshluta.
...
Þjóðréttarvenjur (e. international custom) myndast á svipaðan hátt og aðrar venjur, þegar ríki haga sér endurtekið með tilteknum hætti. Til að bindandi venjuregla skapist verður hegðun ríkjanna að skýrast af því að þau telja að til sé regla um slíka hegðun og að þeim beri að fylgja henni. ...
(Kyoto protocol) var gerð á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í japönsku borginni Kyoto árið 1997. Bókunin felur í sér skuldbindingu aðildarríkja til að takmarka losun ákveðinna gróðurhúslofttegunda út í andrúmsloftið. Sum þátttökuríki neituðu upphaflega að staðfesta bókunina, þar á meðal Ísland,...
Landamærastofnun Evrópu (e. European Agency for the Management of Operational Cooperation at the External Borders of the Member States of the European Union), einkum þekkt undir nafninu FRONTEX (fr. frontières extérieures), var stofnuð árið 2004 með reglugerð ráðsins nr. 2007/2004. Hún hóf starfsemi árið 2005 og h...
(Europeanisation) er ferlið sem aðildarríki ESB fylgja þegar þau þróast hvert um sig frá því ástandi sem ríkti í upphafi aðildar og í átt til einsleitari stefnu og skipulags. Líta má á ESB sem tæki í þessari þróun sem tekur m.a. yfir einfalda tæknilega samræmingu. Sjá hnattvæðingu....
(fr. juste retour) er haft í Evrópufræðum um það að hvert ríki fái í sinn hlut sanngjarnan ávinning miðað við framlag þess til ESB. Bretar héldu lengi uppi háværum kröfum í þessum anda en aðrir hafa nú tekið við því hlutverki. Talið er að þessi hugsun verði til þess að erfitt reynist að hækka hlutfall þeirra tekna...
Bein réttaráhrif (e. direct effect) hafa þær lagagerðir ESB sem eru nægilega skýrar, nákvæmar og óskilyrtar til að einkaaðilar geti byggt réttindi sín á þeim fyrir dómstólum í aðildarríkjunum. Dómstóll Evrópusambandsins tók af skarið um þetta í úrskurði frá árinu 1963 sem kenndur er við Van Gend en Loos....
(democratic deficit). Þegar talað er um slíkan halla í ESB er einkum átt við að stefnumótun sambandsins sé ekki eða hafi ekki verið nógu opin, lýðræðisleg og gagnsæ. Einnig að Evrópubúar hafi ekki nóga samkennd með Evrópu í samanburði við upprunasvæði sitt eða þjóðerni. Lýðræðishallinn birtist m.a. þegar tillögur ...