Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að stjórnarsvið framkvæmdastjórnar ESB fyrir utanríkisviðskipti - 663 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?

Eitt af hlutverkum peninga er að vera mælieining á verðmæti. Þessi mælieining hefur þó þann galla, ólíkt til dæmis mælieiningum metrakerfisins, að vera síbreytileg. Stundum er hægt að kaupa minna fyrir ákveðinn fjölda króna nú en áður. Þetta þýðir að mælieiningin hefur breyst og það er almennt kallað verðbólga. Ei...

Norðurlandaráð

Norðurlandaráð var stofnað árið 1952. Það er opinber samstarfsvettvangur þjóðþinga Norðurlandanna og sjálfstjórnarsvæða þeirra. Danmörk, Ísland, Noregur og Svíþjóð voru stofnríki Norðurlandaráðsins en Finnland gerðist aðili að ráðinu árið 1955, Álandseyjar og Færeyjar árið 1970 og Grænland árið 1984. Frá lokum...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í júlí 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör júlímánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Hvaða áhrif hefur það á réttindi Íslendings að giftast breskum ríkisborgara hvað aðgang að háskólamenntun og greiðslu skólagjalda varðar? Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn ...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í júní 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör júnímánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Mundi spilling á Íslandi aukast eða minnka með inngöngu í Evrópusambandið? Hvað eru IPA-styrkir og hverjir geta sótt um þá? Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? Hvaða Evrópu...

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (e. International Atomic Energy Agency, IAEA) er alþjóðastofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna og helsti samstarfsvettvangurinn um kjarnorkumál á alþjóðavísu. Markmið stofnunarinnar, sem var sett á fót árið 1957, er að stuðla að friðsamlegri notkun kjarnorku og koma í veg fyrir notkun hen...

Allsherjarþing SÞ

Allsherjarþingið (e. General Assembly) er ein af helstu stofnunum Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Öll ríki SÞ eru aðilar að allsherjarþinginu og auk þess hafa Palestína og Vatíkanið þar áheyrnarfulltrúa. Allsherjarþingið kemur saman einu sinni á ári. Þingið hefst þriðja þriðjudag í september og stendur fram í desember...

Öryggisráð SÞ

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (e. Security Council of the United Nations) var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans ber öryggisráðið ábyrgð á því að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Aðildarríki öryggisráðsins eru fimmt...

Hvað er vísitala?

Vísitölur eru eins konar meðaltöl. Þær eru fengnar með því að vega saman margar stærðir til að fá eina tölu. Einna mest áberandi í opinberri umræðu eru ýmsar vísitölur af vettvangi efnahagsmála en vísitölur eru þó notaðar á mörgum öðrum sviðum. Sem dæmi um vísitölur má nefna verðlagsvísitölur. Ein þeirra er vís...

Af hverju er Ísland í NATO?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...

Hverjir eru helstu eigendur Seðlabanka Evrópu og hvert er hlutverk hans við útgáfu evru?

Seðlabanki Evrópu er hlutafélag og eru seðlabankar aðildarríkja Evrópusambandsins, fyrir hönd ríkja sinna, eigendur alls hlutafjár bankans. Evruríkin sautján eru eigendur 70% af heildarhlutafénu en aðildarríkin tíu sem ekki hafa tekið upp evru eiga samtals 30% hlut í bankanum. Hlutur aðildarríkjanna í heildarhluta...

Sanngjörn skil

(fr. juste retour) er haft í Evrópufræðum um það að hvert ríki fái í sinn hlut sanngjarnan ávinning miðað við framlag þess til ESB. Bretar héldu lengi uppi háværum kröfum í þessum anda en aðrir hafa nú tekið við því hlutverki. Talið er að þessi hugsun verði til þess að erfitt reynist að hækka hlutfall þeirra tekna...

Sveigjanleiki

Sveigjanleiki (e. flexibility) hefur sérstaka merkingu í samhengi Evrópusamstarfs og aðildar einstakra ríkja að ESB. Þá er einkum átt við það að hvert aðildarríki þurfi ekki að vera aðili að öllum stefnuatriðum sambandsins. Glöggt dæmi um þetta er Efnahags- og myntbandalagið sem ákveðin aðildarríki ESB taka ekki þ...

Nýaðferðartilskipanir

Svonefndar nýaðferðartilskipanir (e. New Approach Directives) skilgreina almennar og samræmdar grunnkröfur til öryggis og eiginleika sem tilteknir vöruflokkar þurfa að uppfylla ef heimila á markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Vöruflokkar sem heyra undir nýaðferðartilskipanir eru til dæmis leikföng, ...

Frjálslynt lýðræði

(liberal democracy) er haft um þá stjórnskipun sem algengust er á Vesturlöndum nú á dögum. Það einkennist m.a. af skorðum sem ríkisvaldi eru settar með lögum, af fulltrúalýðræði, stjórnarandstöðu með viðurkennd réttindi, markaðshagkerfi og frjálsri fjölmiðlun. Ýmis ríki sem hafa sótt um aðild að ESB hafa þurft að ...

Alþjóðabankinn

Alþjóðabankinn (e. World Bank) var stofnaður árið 1944, ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í kjölfar Bretton Woods fundarins þar sem 49 af ríkustu löndum heims komu sér saman um leikreglur í alþjóðaviðskiptum. Endurskipurleggja þurfti fjármálakerfi heimsins og tryggja heilbrigð viðskipti á milli þjóða á grundvelli fr...

Leita aftur: