Spurning
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (e. International Atomic Energy Agency, IAEA) er alþjóðastofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna og helsti samstarfsvettvangurinn um kjarnorkumál á alþjóðavísu. Markmið stofnunarinnar, sem var sett á fót árið 1957, er að stuðla að friðsamlegri notkun kjarnorku og koma í veg fyrir notkun hennar í hernaðarlegum tilgangi. Stofnunin hefur eftirlit með því að ríki þrói ekki kjarnavopn og að aðildarríkin fari eftir samningnum gegn útbreiðslu kjarnavopna (e. Nuclear Non-proliferation Treaty, NPT). Alþjóðakjarnorkumálastofnunin samanstendur af skrifstofu (e. Secretariat), almennu þingi (e. General Conference) og stjórn (e. Board of Governors). Um það bil 2.300 einstaklingar starfa fyrir skrifstofu Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Meirihluti þeirra starfar í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Vínarborg í Austurríki en auk þess starfar hluti þeirra hjá svæðisbundnum skrifstofum stofnunarinnar, sem staðsettar eru í Genf, Mónakó, New York, Seibersdorf í Austurríki, Toronto og Tókýó. Starfsemi skrifstofunnar er skipt í sex meginsvið:- Rekstrarstjórnun.
- Kjarnorkuvísindi og -meðferð.
- Kjarnorku.
- Kjarnöryggi.
- Tæknisamstarf.
- Verndarráðstafanir og eftirlit.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur19.10.2012
Flokkun:
Efnisorð
Sameinuðu þjóðirnar kjarnorka kjarnavopn skrifstofa almenna þingið stjórn Vínarborg framkvæmdastjóri skýrslur allsherjarþingið öryggisráðið
Tilvísun
Evrópuvefur. „Alþjóðakjarnorkumálastofnunin“. Evrópuvefurinn 19.10.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63481. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela