Fjárfestingarbanki Evrópu (e. European Investment Bank, EIB) var stofnaður með Rómarsáttmálanum árið 1958 og hefur það hlutverk að lána fé til fátækari svæða í Evrópu, verðandi aðildarríkja og þróunarlanda en einnig til fyrirtækja og aðila í einka- og opinbera geiranum. Bankinn hefur aðsetur í Lúxemborg.
Í 309....
Með inngöngu í Evrópusambandið skuldbinda aðildarríkin sig til að verja grundvallargildi sambandsins. Þar að auki heita þau því að fara að öllum núverandi lögum sambandsins sem og þeim lögum sem samþykkt verða í framtíðinni. Að þessu leyti er aðildarríkjum ESB ekki heimilt að afgreiða hvaða lög sem er sem njóta st...
Sanngjörn skil (fr. juste retour) er haft í Evrópufræðum um það að hvert ríki fái í sinn hlut sanngjarnan ávinning miðað við framlag þess til ESB. Bretar héldu lengi uppi háværum kröfum í þessum anda en aðrir hafa nú tekið við því hlutverki. Talið er að þessi hugsun verði til þess að erfitt reynist að hækka hlutfa...
Ef Skotar hefðu kosið sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 18. september 2014 hefðu komið upp fordæmislausar aðstæður bæði í Bretlandi og í Evrópusambandinu. Engin núgildandi bresk lög eða evrópskar reglur hefðu getað leyst úr öllum þeim úrlausnarefnum sem slík niðurstaða hefði haft í för með sér. Í hön...
Sveigjanleiki (e. flexibility) hefur sérstaka merkingu í samhengi Evrópusamstarfs og aðildar einstakra ríkja að ESB. Þá er einkum átt við það að hvert aðildarríki þurfi ekki að vera aðili að öllum stefnuatriðum sambandsins. Glöggt dæmi um þetta er Efnahags- og myntbandalagið sem ákveðin aðildarríki ESB taka ekki þ...
Afar litlar breytingar yrðu á aðgangi Íslendinga að vinnumarkaði ríkja Evrópusambandsins ef Ísland gengi í sambandið. Ísland hefur fullgilt EES-samninginn og er því aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Reglur um vinnumarkað falla að miklu leyti undir EES-samninginn og Ísland hefur því tekið nánast allt regluverk sam...
Kola- og stálbandalagið (KSB) frá 1952 var hvorki stórt í sniðum né heldur var því ætlað umfangsmikið verksvið. Helstu tíðindin voru þau að fyrrverandi óvinaþjóðir hófu samstarf sem var yfirþjóðlegt; einfalt fullveldi einstakra ríkja vék á þessum vettvangi fyrir hagsmunum heildarinnar, svo sem friði, viðskiptum og...
Ekkert evruríkjanna 17 uppfyllti öll Maastricht-skilyrðin árið 2011, þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar þáverandi utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í febrúar 2013. Níu ríki uppfylltu skilyrðið um verðstöðugleika og ellefu ríki uppfylltu skilyrðið um vexti. Ívið færri uppfylltu Maastricht- s...
Kola- og stálbandalagið frá 1952 var hvorki stórt í sniðum né heldur var því ætlað umfangsmikið verksvið. Helstu tíðindin voru þau að fyrrverandi óvinaþjóðir hófu samstarf sem var yfirþjóðlegt; einfalt fullveldi einstakra ríkja vék á þessum vettvangi fyrir hagsmunum heildarinnar, svo sem friði, viðskiptum og hagkv...
Aðildarríki Evrópusambandsins sem hefur tekið upp evruna sem gjaldmiðil getur ekki yfirgefið evrusamstarfið einhliða nema ganga úr Evrópusambandinu. Ekki er heldur lagalegur grundvöllur fyrir því í sáttmálum sambandsins að tilteknu evruríki sé vísað úr samstarfinu gegn vilja þess. Eina leiðin til að evruríki hverf...
Lyfjastofnun Evrópu (e. European Medicines Agency, EMA) er sjálfstæð stofnun á vegum Evrópusambandsins með aðsetur í London. Henni var komið á fót árið 1995 undir nafninu Lyfjamálastofnun Evrópu (e. European Medicines Evaluation Agency, EMEA) sem var notað fram til ársins 2004. Lyfjastofnun Evrópu er helsti vettva...
Svonefndar nýaðferðartilskipanir (e. New Approach Directives) skilgreina almennar og samræmdar grunnkröfur til öryggis og eiginleika sem tilteknir vöruflokkar þurfa að uppfylla ef heimila á markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu. Vöruflokkar sem heyra undir nýaðferðartilskipanir eru til dæmis leikföng, ...
Öll aðildarríki Evrópusambandsins eru skyldug til að flýta klukkunni um klukkutíma á tímabilinu frá síðasta sunnudegi í mars til síðasta sunnudags í október. Með aðild að ESB yrði Ísland einnig að hafa sama háttinn á nema ef samningar næðust um annað. Tilskipunin sem kveður á um innleiðingu sumartíma var tekin upp...
Frjálslynt lýðræði (e. liberal democracy) er haft um þá stjórnskipun sem algengust er á Vesturlöndum nú á dögum. Það einkennist m.a. af skorðum sem ríkisvaldi eru settar með lögum, af fulltrúalýðræði, stjórnarandstöðu með viðurkennd réttindi, markaðshagkerfi og frjálsri fjölmiðlun. Ýmis ríki sem hafa sótt um aðild...
Ráð Evrópusambandsins (e. Council of the European Union, einnig kallað ráðherraráðið (e. Council of Ministers) eða ráðið (e. Council)) fer með löggjafarvald í sambandinu ásamt Evrópuþinginu og samræmir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í fjölmörgum málaflokkum. Ráðið hefur aðsetur í Brussel þar sem það fundar reg...