Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að r������������������������������������������������������ki utan ESB - 596 svör fundust
Niðurstöður

Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum?

Um tíma var framkvæmd svonefnd nákvæm leit á flugfarþegum sem komu frá Bandaríkjunum til Íslands en svo er ekki lengur. Ástæðan er sú að Bandaríkin komu til móts við kröfur Evrópusambandsins í þessum efnum. Farþegar frá öðrum löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, eins og Kanada, Rússlandi og Tyrklandi þurfa hins...

Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Hvað er Efnahags- og framfarastofnunin?. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var a...

EFTA/EES-ríkin

EFTA/EES-ríkin eru Ísland, Liechtenstein og Noregur, en það eru þau EFTA-ríki sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Með samningnum urðu EFTA/EES-ríkin hluti af innri markaði Evrópusambandsins, sem grundvallast á reglunum um svonefnt fjórfrelsi, og skuldbundu sig jafnframt til að taka upp í innl...

Gæti Evrópusambandið tekið upp á því að breyta umferðarlögum í aðildarríkjunum, til dæmis bannað hringtorg, bannað vinstri beygjur, sett 25 km hámarkshraða og breytt öllum umferðarskiltum?

Í stuttu máli er svarið nei. Evrópusambandið fer ekki með vald til að breyta umferðarreglum í aðildarríkjum sínum. Hins vegar getur Evrópusambandið mælt fyrir um ráðstafanir til að bæta umferðaröryggi sem heyrir undir stefnu sambandsins í samgöngumálum. Löggjöf ESB á því sviði hefur nánast undantekningarlaust veri...

Hvað er hlutlaust ríki?

Hlutlaust ríki (e. neutral state) er ríki sem er utan hernaðarbandalaga og óháð risaveldum eða öðrum ríkjandi stórveldum á hverjum tíma. Svíþjóð og Finnland voru til dæmis hlutlaus í kalda stríðinu og Svíþjóð var hlutlaus í seinni heimsstyrjöldinni 1939-1945....

Hversu mörg ríki eru í fleiri en einni heimsálfu?

Í eftirfarandi svari er miðað við mörk heimsálfanna eins og þeim í lýst í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að ákveða hvort eingöngu er átt við þau ríki sem mörk heimsálfanna liggja í gegnum eða hvort einnig er átt við þau ríki sem „e...

Hver er munurinn á EFTA og ESB?

Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) voru stofnuð með Stokkhólmssamningnum árið 1960. Stofnríki voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970 en nú eru aðildarríkin aðeins fjögur talsins, Liechtenstein, Noregur og Sviss auk Íslands. Í skilningi ...

Hvað gerir framkvæmdastjórn ESB?

Hlutverk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission) eru skilgreind í 17. grein sáttmálans um Evrópusambandið. Í fyrsta lagi er hún handhafi framkvæmdavalds. Ekki síst á sviði samkeppnismála geta ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar haft víðtæk áhrif en hún getur meðal annars komið í veg fyrir samruna...

EES-ríkin

EES-ríkin eru þau ríki sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Samningurinn nær til allra 28 aðildarríkja Evrópusambandsins og þriggja aðildarríkja EFTA, Íslands, Liechtenstein og Noregs (EFTA/EES-ríkin). Með EES-samningnum mynda þessi þrjátíu ríki eitt einsleitt efnahagssvæði (innri markaðinn) se...

Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu?

EFTA stendur fyrir European Free Trade Association sem þýðist á íslensku sem Fríverslunarsamtök Evrópu. Fríverslunarsamtökin voru stofnuð árið 1960. Stofnríkin voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970. Síðan þá hafa samtökin dregist ve...

Norðurskautsráðið

Norðurskautsráðið (e. Arctic Council) er samstarfsvettvangur þeirra ríkja sem liggja að Norðurheimskautssvæðinu (norðurslóðum) og var stofnað árið 1996 með Ottawa-yfirlýsingunni. Samstarfið snýr að umhverfismálum, einkum loftslagsbreytingum, álitamálum varðandi nýtingu auðlinda og landakröfum á norðurslóðum. A...

Hvaða reglur gilda um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi?

Einstaklingar sem búsettir eru í ríkjum EFTA eða ESB og svonefndir lögaðilar sem stofnaðir eru samkvæmt lögum þessara ríkja, og hafa aðalstöðvar eða heimilsfesti í einhverju þessara ríkja, mega fara með eignarrétt á fasteignum hér á landi á grundvelli reglna EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga. Undanþegn...

Hversu leiðinlegt væri það ef við mundum klára aðildarsamning við ESB og þjóðin mundi hafna honum í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Þessari spurningu er hægt að svara á einfaldan hátt: Sitt mundi hverjum sýnast um það hversu leiðinlegt það væri ef fullbúnum aðildarsamningi Íslands að Evrópusambandinu yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sumum þætti það eflaust alveg rosalega leiðinlegt. Einkum þeim sem eru þeirrar skoðunar að aðild að Evróp...

Hefur matvælaverð alltaf lækkað þegar ríki hafa gengið í Evrópusambandið?

Áhrif Evrópusambandsaðildar á matvælaverð eru ólík eftir löndum, því að lönd eru misvel fallin til búvöruframleiðslu. Helst mætti búast við að matvælaverð lækkaði þegar norræn lönd gengju í sambandið þar eð aðstæður til búskapar eru erfiðari þar en víðast hvar sunnar í álfunni. Myndin sýnir hlut landbúnaðar í ...

Er það satt sem sagt er að við inngöngu í ESB mundi matvælaverð að líkindum lækka um 18-25%?

Nei, matvælaverð er ekki líklegt til að lækka svo mikið við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef litið er til beinna áhrifa af ódýrari innflutningi búvara frá aðildarríkjum ESB, vegna niðurfellingar tolla við aðild, má gróflega áætla að búvörur gætu lækkað um á bilinu 7 til 15%. Það mundi þýða um það bil 3,5 til ...

Leita aftur: