Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum?
Spyrjandi
Guðbjörg Soffía
Svar
Um tíma var framkvæmd svonefnd nákvæm leit á flugfarþegum sem komu frá Bandaríkjunum til Íslands en svo er ekki lengur. Ástæðan er sú að Bandaríkin komu til móts við kröfur Evrópusambandsins í þessum efnum. Farþegar frá öðrum löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, eins og Kanada, Rússlandi og Tyrklandi þurfa hins vegar að sæta nákvæmri leit. Hún er ekki tilkomin vegna Schengen-samstarfsins. Með nákvæmri leit er meðal annars átt við að handfarangur er skimaður og leitað er að vopnum á farþegum. Vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu árið 2001 hefur eftirlit með flugfarþegum til og frá ríkjum sem standa utan Schengen þó einnig aukist. Farþegar sem koma til Íslands frá Bandaríkjunum eru að koma inn á Schengen-svæðið og eftirlit með þeim hefur því verið hert. Með Schengen-samningnum er eftirlit með ferðum einstaklinga á innri landamærum samningsríkjanna fellt niður en eftirlitið á ytri landamærum Schengen-svæðisins styrkt. Nánar er fjallað um Schengen-samstarfið í svörum Evrópuvefsins við spurningunum Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins? og Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu?- Vegabréfaeftirlit og Schengen, fimmtán evrópuríki eru aðilar að Schengen - Keflavíkurflugvöllur - Kefairport.is. (Skoðað 15.11.2013).
- KEF Airport, Iceland. June 10 2009 | Flickr - Photo Sharing! Myndrétthafi er lawrence´s lenses. Myndin er birt undir creative commons-leyfi. (Sótt 15.11.2013).
Höfundur þakkar Friðþóri Eydal, fulltrúi yfirstjórnar og talsmaður Isavia, fyrir yfirlestur og ábendingar.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur22.11.2013
Flokkun:
Efnisorð
Schengen leit vegabréfaeftirlit flug landamæri Bandaríkin Bretland Ísland Keflavíkurflugvöllur Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvers vegna þarf að framkvæma nákvæma leit á flugfarþegum eftir að þeir eru komnir til Íslands frá Bandaríkjunum?“. Evrópuvefurinn 22.11.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=27332. (Skoðað 6.10.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins?
- Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu?
- Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu?
- Hvernig hefur Evrópusambandið breyst frá stofnun?
- Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu? - Myndband