Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Evr��pusj����ur um a��l��gun vegna al��j����av����ingar - 687 svör fundust
Niðurstöður

Fréttamönnum verður tíðrætt um "alþjóðalög". Hvar situr það löggjafarþing er lögin setur? Á orðið sér einhverja stoð?

Með alþjóðalögum er átt við reglur sem gilda í lögskiptum ríkja, það er samskiptum sem lúta ákvæðum laga. Einnig þær réttarreglur sem gilda um starfsemi alþjóðastofnana. Aðallega er því um að ræða ákvæði alþjóðasamninga, venjur og meginreglur. Ekkert eitt löggjafarþing setur reglurnar heldur eru þær settar af þeim...

Er beinagrind Evrópuvefjarins búin til af starfsmönnum ESB og er hún, að efni til, svipuð og í öðrum löndum sem hafa hafið umsóknarferli að ESB?

Evrópuvefurinn (EV) er alfarið rekinn fyrir fjármagn frá Alþingi. Utanríkismálanefnd þess átti frumkvæðið að samningum um verkefnið. Forsætisnefnd þingsins kom einnig að málinu en embættismenn þingsins sáu um gerð þjónustusamnings við Vísindavef Háskóla Íslands. Samkvæmt samningnum er "tilgangur [Evrópuvefsins] að...

Hvað breytist varðandi réttindi á vinnumarkaði með inngöngu í ESB?

Regluverk Evrópusambandsins sem snýr að réttindum á vinnumarkaði byggist á grundvallarreglunni um frjálsa för launþega og samvinnu aðildarríkjanna í félags- og atvinnumálum. Þær reglur sem gilda um frjálsa för launafólks hafa þegar verið innleiddar í íslenska löggjöf á grundvelli EES-samningsins. Jafnframt hefur m...

Hver eru opinber tungumál Evrópusambandsins?

Í Evrópusambandinu eru þjóðtungur allra aðildarríkjanna 28, samtals 24 tungumál, skilgreindar sem opinber tungumál sambandsins. Þetta á að tryggja jafnræði íbúa aðildarríkjanna óháð því hvert móðurmál þeirra er. Í daglegum störfum innan stofnana og meðal starfsfólks sambandsins er að mestu stuðst við ensku og frön...

Skiptir máli fyrir handhafa lyfsöluleyfis hér á landi af hvaða lyfjaheildsala á EES-svæðinu hann kaupir lyf?

Já, það skiptir máli fyrir handhafa lyfsöluleyfis af hvaða lyfjaheildsala hann kaupir lyf sem flutt eru til Íslands. Það nægir ekki að lyfið sjálft hafi fengið miðlægt markaðsleyfi sem gildir á öllu EES-svæðinu heldur þarf einnig að tryggja að farið sé eftir reglum um dreifingarferil lyfjanna. Allir sem koma að ly...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög?

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Hvaða áhrif hefðu lægri vextir með tilkomu evru á greiðslubyrði húsnæðislána til lengri tíma? Hvaða líkur eru á að lægri vextir hækki húsnæðisverð?

Svörin við þessum spurningum velta á fjölmörgum þáttum. Í fyrsta lagi er algerlega óvíst hversu mikið evruupptaka ein og sér mundi lækka vexti á Íslandi. Í öðru lagi fer greiðslubyrði af lánum ekki eingöngu eftir því hvað þau bera háa vexti heldur einnig lánsupphæð og lánstíma, að ógleymdri verðtryggingunni. Í þri...

Hvaða lönd teljast til Evrópu?

Þessu er ekki eins auðvelt að svara og ætla mætti, jafnvel þótt við reynum ekki að gera það í eitt skipti fyrir öll. Bæði myndast ný ríki öðru hverju og eins kemur fyrir að ríki sameinast. Auk þess eru sum ríki á gráu svæði við jaðar Evrópu eða þá að landsvæði þeirra telst til tveggja heimsálfa, ýmist þannig að hö...

Tengist Icesave ESB á einhvern hátt?

Icesave-deilan er á milli Íslands og Bretlands annars vegar og Íslands og Hollands hins vegar. Í þröngum skilningi snýst Icesave-deilan um þá kröfu Breta og Hollendinga að íslenska ríkið beri ábyrgð á innlánum sem voru á Icesave-reikningum Landsbankans í útibúum bankans í Bretlandi og Hollandi þegar íslenska ríkið...

Geta Íslendingar gert sér vonir um styrki frá ESB upp í ferðakostnað milli Íslands og Evrópu sökum fjarlægðar?

Ekki er ljóst á þessari stundu hvort og þá hvernig Ísland fellur inn í stefnu Evrópusambandsins gagnvart ystu svæðum þess og hvaða styrkir, aðlaganir eða sérlausnir myndu þá standa til boða. Það veltur á samningaviðræðum Íslands við ESB. Þar á meðal eru hugsanlegir styrkir til að lækka ferðakostnað milli Íslands o...

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?

Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...

Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?

Þegar rætt er um greiðsluþrot lands er jafnan átt við það þegar skuldir ríkissjóðs viðkomandi lands fást ekki greiddar að fullu. Mörgum er enn í fersku minni þegar ríkisstjórn Argentínu lýsti því yfir í desember 2001 að hún gæti ekki staðið við lánaskuldbindingar ríkisins og leiddi þetta til stærsta greiðsluþrots ...

Hvernig er samskiptum ESB og NATO háttað?

Samningar milli Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Evrópusambandsins (ESB) um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála voru gerðir undir lok ársins 2002 og í upphafi 2003. Þeir mynda hinn eiginlega ramma Berlín-Plús-fyrirkomulagsins sem veitir Evrópusambandinu aðgang að tækjum og búnaði bandalagsins þegar NAT...

Er það satt sem sagt er að við inngöngu í ESB mundi matvælaverð að líkindum lækka um 18-25%?

Nei, matvælaverð er ekki líklegt til að lækka svo mikið við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef litið er til beinna áhrifa af ódýrari innflutningi búvara frá aðildarríkjum ESB, vegna niðurfellingar tolla við aðild, má gróflega áætla að búvörur gætu lækkað um á bilinu 7 til 15%. Það mundi þýða um það bil 3,5 til ...

Hver er staða smáríkja innan ESB?

Geta smáríkja til að hafa áhrif innan Evrópusambandsins er umdeild en uppbygging sambandsins veitir aðildarríkjunum ólíka möguleika. Stærri aðildarríkin hafa fleiri atkvæði í ráðinu og fleiri fulltrúa á Evrópuþinginu en þar að auki búa þau yfir meira fjármagni, mannauði og viðameiri stjórnsýslu. Smáríki hafa minni...

Leita aftur: