Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Ísland - 303 svör fundust
Niðurstöður

Umsóknarríki

Umsóknarríki (e. candidate country) að Evrópusambandinu eru þau ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu og uppfylla svokölluð Kaupmannahafnarviðmið. Ríki verður formlega umsóknarríki þegar umsókn um aðild að ESB hefur verið samþykkt af leiðtogaráðinu á grundvelli tilmæla frá framkvæmdastjórninni. Þegar þetta ...

Fastanefnd EFTA

Fastanefnd EFTA (e. Standing Committee of the EFTA States) er skipuð sendiherrum EFTA/EES-ríkjanna og er vettvangur pólitískrar umræðu þeirra á milli. Nefndin starfar á grundvelli sérstaks samnings milli EFTA-ríkjanna, en helsta hlutverk hennar er að samræma afstöðu EFTA/EES-ríkjanna gagnvart Evrópusambandinu fyri...

Hvert er atvinnuleysið á Íslandi í samanburði við ESB-ríkin?

Atvinnuleysi á Íslandi var skráð 4,5% af Vinnumálastofnun á þriðja ársfjórðungi 2013 en 5,4% samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi hér á landi hefur minnkað um 2,5-4 prósentustig frá því að það var mest fljótlega eftir efnahagshrun árið 2008. Til samanburðar mældist atvinnuleysi í Evrópusam...

Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?

Afar litlar breytingar yrðu á aðgangi Íslendinga að vinnumarkaði ríkja Evrópusambandsins ef Ísland gengi í sambandið. Ísland hefur fullgilt EES-samninginn og er því aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Reglur um vinnumarkað falla að miklu leyti undir EES-samninginn og Ísland hefur því tekið nánast allt regluverk sam...

Hvaða áhrif gæti það haft á Ísland ef Tyrkland gengi í ESB?

Ef Tyrkland yrði aðili að ESB á næstunni en Ísland stæði utan við yrðu áhrifin af aðild Tyrkja einkum tengd innri markaðnum. Tyrkland er stórt og fjölmennt ríki og og ESB-aðild þess mundi fela í sér aukin viðskiptatækifæri fyrir Íslendinga. Breytingin yrði mest á sviði landbúnaðar þar sem fríverslunarsamningur um ...

Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?

Þegar rætt er um greiðsluþrot lands er jafnan átt við það þegar skuldir ríkissjóðs viðkomandi lands fást ekki greiddar að fullu. Mörgum er enn í fersku minni þegar ríkisstjórn Argentínu lýsti því yfir í desember 2001 að hún gæti ekki staðið við lánaskuldbindingar ríkisins og leiddi þetta til stærsta greiðsluþrots ...

Hvernig munu gjöld á innfluttar bifreiðar breytast ef Ísland gengur í ESB?

Ef Ísland gengur í Evrópusambandið verður lagður 10% tollur á bíla framleidda í þriðju ríkum, eins og Japan og Bandaríkjunum, í samræmi við tollskrá Evrópusambandsins. Eftir sem áður yrðu hins vegar engir tollar lagðir á bíla sem framleiddir eru í aðildarríkjum sambandsins. Vörugjöld og virðisaukaskatt þyrfti áfra...

Hvaða afleiðingar getur það haft fyrir Ísland ef við töpum Icesave-málinu?

Hinn 15. desember 2011 höfðaði eftirlitsstofnun EFTA mál gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Dómkröfur eftirlitsstofnunarinnar lúta að því að EFTA-dómstóllinn lýsi því yfir að aðgerðir og aðgerðaleysi íslenska ríkisins vegna svokallaðra Icesave-reikninga í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi hafi falið í ...

Í hvaða samningsköflum fer Ísland hvorki fram á aðlögun, undanþágur né sérlausnir?

Í fjórtán samningsköflum, sem taldir eru upp hér að neðan, er opinber samningsafstaða Íslands sú að regluverk Evrópusambandsins er samþykkt án óska um undanþágur, sérlausnir eða aðlögun. *** Löggjöf Evrópusambandsins skiptist í 35 kafla og er samið um 33 þeirra meðan á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusamba...

Af hverju gerði Ísland fríverslunarsamning við Kína og um hvað snýst samningurinn?

Ísland hefur lengi sóst eftir fríverslunarsamningi við Kína til að afnema viðskiptahindranir milli ríkjanna og bæta aðgang íslenskra fyrirtækja að kínverskum markaði. Við gildistöku samningsins falla niður tollar af mikilvægustu útflutningsvörum Íslendinga til Kína og sömuleiðis af öllum innfluttum vörum frá Kína,...

Hvaða fríverslunarsamninga hefur Ísland gert og eru þeir allir af sama tagi?

Ísland er aðili að fríverslunarsamningum við rúmlega sextíu ríki. Samningarnir eru í meginatriðum byggðir eins upp og hafa flestir þeirra komið til með samstarfi EFTA-ríkjanna. Mikilvægasti samningur Íslands og jafnframt sá víðtækasti er EES-samningurinn. *** Ísland hefur gert fríverslunarsamninga við meira ...

Eru mörg Evrópulönd á móti því að Ísland fái aðild að ESB?

Erfitt er að vita fyrir víst hvort einhver einstök Evrópulönd hafi verið eða séu opinberlega mótfallin aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Móttökur aðildarríkja ESB við umsókn Íslands voru almennt jákvæðar þrátt fyrir deilur Íslands við tiltekin aðildarríki um makrílveiðar og Icesave-reikningana. Þó er vita...

Evrópska efnahagssvæðið

Evrópska efnahagssvæðið (EES; European Economic Area, EEA) nær til allra 28 aðildarríkja ESB og þriggja ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (European Free Trade Association, EFTA), Íslands, Liechtensteins og Noregs. Það var stofnað árið 1994 með samningi milli EFTA-ríkjanna Íslands, Liechtensteins, Noregs, Sviss, Aus...

Öryggisráð SÞ

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (e. Security Council of the United Nations) var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans ber öryggisráðið ábyrgð á því að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Aðildarríki öryggisráðsins eru fimmt...

Alþjóðavinnumálastofnunin

Alþjóðavinnumálastofnunin (e. International Labour Organization, ILO) var stofnuð árið 1919 á grundvelli Versalasamningsins sem batt enda á fyrri heimsstyrjöldina. Stofnuninni var komið á fót til að vinna að auknu félagslegu réttlæti og standa vörð um grundvallarréttindi launafólks um heim allan. Frá árinu 1945 he...

Leita aftur: