Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að e-s������������������garettur - 346 svör fundust
Niðurstöður

Sameinuðu þjóðirnar

Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, (e. United Nations, UN) voru stofnaðar í kjölfar loka seinni heimsstyrjaldarinnar. Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður í San Francisco þann 26. júní árið 1945 og gekk í gildi 24. október sama ár. Markmið Sameinuðu þjóðanna eru: að varðveita heimsfrið og öryggi, að efla vi...

Efnahags- og félagsmálaráð SÞ

Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Economic and Social Council, ECOSOC) er skipað fulltrúum 54 ríkja sem valdir eru á allsherjarþinginu eftir landsvæðum til þriggja ára í senn. Afríka hefur fjórtán fulltrúa, Asía ellefu, Austur-Evrópa sex, Suður-Ameríka og lönd í Karíbahafinu hafa tíu...

Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB?

Í stuttu máli er svarið nei. Evrópusambandið fer ekki með valdheimildir til að setja reglur í menntamálum en það hefur heimildir til að stuðla að samvinnu aðildarríkjanna í þeim málaflokki. Viðurkenning menntunar innan Evrópusambandsins byggir á því að aðildarríki tekur sem gilda menntun sem nemandi hefur öðlast í...

Er það rétt að ESB verndi hagsmuni erlendra auðhringja á kostnað neytenda innan ESB, með því að leyfa framleiðendum að einoka innflutning?

Tilskipun Evrópusambandsins um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki veitir framleiðendum leyfi upp að vissu marki til að stýra innflutningi á vöru og þjónustu til sambandsins. Vörumerkjarétti er meðal annars ætlað að tryggja eigendum vörumerkja, sem alla jafna hafa varið miklum fjármunum og tíma í þróun hi...

Hvernig innleiðir Ísland tilskipanir og annað frá ESB?

Þar sem reglurnar um bein réttaráhrif og bein lagaáhrif eru ekki hluti af EES-samningnum verður löggjöf ESB aðeins hluti af íslensku réttarkerfi með milligöngu Íslands. 7. gr. EES-samningsins skuldbindur EFTA/EES-ríkin til að innleiða afleidda löggjöf frá ESB sem fellur innan sviðs EES-samningsins. Í greininni ...

Hver er staða smáríkja innan ESB?

Geta smáríkja til að hafa áhrif innan Evrópusambandsins er umdeild en uppbygging sambandsins veitir aðildarríkjunum ólíka möguleika. Stærri aðildarríkin hafa fleiri atkvæði í ráðinu og fleiri fulltrúa á Evrópuþinginu en þar að auki búa þau yfir meira fjármagni, mannauði og viðameiri stjórnsýslu. Smáríki hafa minni...

Hvaða Norðurlönd hafa evru sem gjaldmiðil?

Finnland er eina Norðurlandið sem hefur evru sem gjaldmiðil. Danmörk er undanþegin ákvæði Maastricht-sáttmálans um upptöku evru, þar sem ríkið samdi sérstaklega um það fyrir gildistöku hans. Svíþjóð hefur í raun tekið einhliða ákvörðun um að standa utan evrusvæðisins. Ísland og Noregur, sem ekki eru aðilar að Evró...

Hvernig er samskiptum ESB og NATO háttað?

Samningar milli Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Evrópusambandsins (ESB) um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála voru gerðir undir lok ársins 2002 og í upphafi 2003. Þeir mynda hinn eiginlega ramma Berlín-Plús-fyrirkomulagsins sem veitir Evrópusambandinu aðgang að tækjum og búnaði bandalagsins þegar NAT...

Starfsmannadómstóll Evrópusambandsins

Starfsmannadómstóll Evrópusambandsins (e. Civil Service Tribunal) leysir ágreininga milli starfsmanna og stofnana eða deilda Evrópusambandsins. Dómstólnum var komið á fót árið 2005 og hefur hann aðsetur í Lúxemborg. Dómstólinn skipa sjö dómarar sem tilnefndir eru af ráðinu. Hver dómari gegnir embættinu í sex á...

Þjóðabandalagið

Þjóðabandalagið (e. the League of Nations, LN), forveri Sameinuðu þjóðanna, var stofnað árið 1919 á grundvelli Versalasamningsins sem batt enda á fyrri heimsstyrjöldina. Því var formlega komið á fót 10. janúar 1920 og hafði það aðsetur í Genf í Sviss. Þjóðabandalagið var fyrsta alþjóðastofnunin sem hafði það markm...

Hver er munurinn á EFTA og ESB?

Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) voru stofnuð með Stokkhólmssamningnum árið 1960. Stofnríki voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970 en nú eru aðildarríkin aðeins fjögur talsins, Liechtenstein, Noregur og Sviss auk Íslands. Í skilningi ...

Hversu mörg aðildarríki ESB hafa fengið neyðarlán frá sambandinu?

Undanfarin fimm ár hafa fimm aðildarríki Evrópusambandsins þurft að fá neyðarlán vegna efnahagsörðugleika. Þetta eru Grikkland, Írland, Portúgal, Spánn og Kýpur. Byrðar þessara lána hafa lagst misþungt á ESB-ríkin eftir íbúafjölda, landsframleiðslu og hvort þau eigi aðild að evrusamstarfinu. Evruríkin standa undir...

Maastricht-skilyrðin

Maastricht-skilyrðin (e. Maastricht criteria, formlega kölluð convergence criteria eða viðmiðanir um samleitni) eru skilyrðin sem ríki þarf að fullnægja til að geta tekið upp evru sem gjaldmiðil. Þau voru innleidd með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Efnahagsleg samleitni er talin nauðsynleg forsenda þess að u...

Af hverju tóku Bretar ekki þátt í að stofna til Evrópusamstarfsins á árunum 1950-1960? - Myndband

Evrópusamstarfið hófst með stofnun Kola- og stálbandalagsins árið 1952 og gildistöku Rómarsáttmálanna árið 1958. Sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland stóðu að þessu samstarfi sem leiddi síðar til Evrópusambandsins. Bretar áttu sitthvað sameiginlegt með þessum ríkjum á þess...

Hefur ESB krafið Ísland um aðlögun að regluverki sambandsins á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar?

ESB hefur sett fram kröfur um að íslensk stjórnvöld leggi fram áætlun um innleiðingu á lögum og reglum ESB á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar. Deilt er um hvort þessar kröfur feli í raun í sér kröfur um aukna aðlögun að regluverki ESB, áður en aðild hefur verið samþykkt. Sambandið gerði kröfur sínar kunnar í...

Leita aftur: