Af hverju tóku Bretar ekki þátt í að stofna til Evrópusamstarfsins á árunum 1950-1960? - Myndband
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Evrópusamstarfið hófst með stofnun Kola- og stálbandalagsins árið 1952 og gildistöku Rómarsáttmálanna árið 1958. Sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland stóðu að þessu samstarfi sem leiddi síðar til Evrópusambandsins. Bretar áttu sitthvað sameiginlegt með þessum ríkjum á þessum tíma, svo sem erfiðleika eftir síðari heimstyrjöldina og ósk um endurreisn, vestrænt lýðræði, Marshall-aðstoð frá Bandaríkjunum og þátttöku í NATO frá stofnun þess árið 1949. Ýmis önnur atriði skildu þó í milli. Bretland var enn stórveldi og heimsveldi, átti nýlendur og margar fyrrverandi nýlendur voru í Breska samveldinu. Bretar þurftu tíma til að sjá að þetta kæmi ekki í staðinn fyrir Evrópusamstarfið. Auk þess hefur fullveldi ríkisins lengi skipt Breta miklu og þeim stóð því stuggur af hugmyndum hinna ríkjanna um félagsfullveldi (e. shared sovereignty).Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur15.11.2013
Efnisorð
Evrópusamstarf stofnríki Evrópubandalögin Bretland Ermarsund Breska samveldið Samveldi þjóðanna fullveldi félagsfullveldi heimsveldi EFTA Charles de Gaulle
Tilvísun
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju tóku Bretar ekki þátt í að stofna til Evrópusamstarfsins á árunum 1950-1960? - Myndband“. Evrópuvefurinn 15.11.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65712. (Skoðað 12.10.2024).
Höfundur
Þorsteinn Vilhjálmssonprófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Af hverju voru stofnríki Evrópusamstarfsins ekki fleiri en þessi sex?
- Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 1. Jarðvegurinn
- Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn
- Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 3. Fyrstu skrefin
- Getið þið útskýrt fyrir mér hvernig landsþingin fjögur í Bretlandi virka?
- Hefur ríki verið neitað um inngöngu í ESB?