Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að reglan um hlutfallslegan st%C3%B6%C3%B0ugleika - 659 svör fundust
Niðurstöður

Fengju erlendir togarar aðgang að veiðum innan íslenskrar efnahagslögsögu, óháð hugsanlegum útfærslum í aðildarsamningi Íslands og ESB, ef Ísland yrði aðili að ESB?

Í þessu svari er gert ráð fyrir því að Ísland gengi í Evrópusambandið án nokkurra undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis í tengslum við sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Við inngöngu á þessum forsendum mundu íslensk stjórnvöld þurfa að hlíta sjávarútvegsreglum ESB undantekninga...

Yrðu einhverjar breytingar á íslenska kvótakerfinu við inngöngu í ESB?

Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins sú að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag. Í E...

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika (e. principle of relative stability) er ein af grundvallarreglum sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB (e. Common Fisheries Policy). Henni er beitt við útdeilingu veiðiheimilda til aðildarríkja eftir að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla hafa verið teknar í landbúnaðar- og sj...

Hversu mikið af heimilaðri veiði á ári hverju fengju togarar ESB að veiða í íslenskri landhelgi gengi Ísland í Evrópusambandið?

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB veitir öllum aðildarríkjum jafnan aðgang að hafsvæðum sambandsins. Þessi regla sætir þó takmörkunum og veitir ekki jafnan aðgang að veiðum. Ákvarðanir um heildarafla og veiðiheimildir einstakra aðildarríkja eru teknar af landbúnaðar- og sjávarútvegsráðinu á grundvelli reglunnar ...

Hvernig vitum við að ESB mundi ekki bara ráðast á auðlindir okkar ef við göngum í ESB?

Evrópusambandið og aðildarríkin fara sameiginlega með valdheimildir í orkumálum, sbr. 4. grein sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (SSE), en valdmörkin eru nánar skilgreind í 194. grein SSE. Þar er kveðið á um að Evrópuþingið og ráðið skuli ákveða nauðsynlegar ráðstafanir til að ná markmiðum orkustefnu sam...

Hvernig hefur sjávarútvegsstefna ESB þróast í tímans rás?

Fyrstu tillögurnar að sameiginlegri stefnu í sjávarútvegsmálum voru settar fram árið 1968 og mótaðar að fyrirmynd sameiginlegu landbúnaðarstefnunar. Miklar deilur ríktu um mótun stefnunnar á árunum 1976-1983 en lausn deilnanna fólst að hluta til í innleiðingu reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Árin 1992 og 2...

Hver er stefna ESB í sjávarútvegsmálum?

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB (e. Common Fisheries Policy), eins og hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983. Stefnan er víðtæk en undir hana fellur meðal annars sameiginleg stjórnun fiskveiða og verndun fiskistofna, sameiginlegt markaðsskipulag, uppbyggingarstefna og samningar við þriðju ríki. Stefnan ...

Verður einokun fárra fyrirtækja á fiskimiðum ekki aflétt með inngöngu í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess að þau sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi sem nú fá úthlutað mestum árlegum aflaheimildum fengju minna fyrir sinn snúð komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er vegna þess að ákvarðanir um hlutdeild innlendra útgerða í árlegum landskvóta Íslands yrðu áfram í höndum íslensk...

Mundi ESB-aðild breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska fiskveiðilögsögu? Hefði verið betra eða verra í núverandi makríldeilu að vera aðili að ESB?

Svarið við fyrri spurningunni er já. Aðild að Evrópusambandinu mundi breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýir fiskistofnar tækju að ganga inn í íslenska lögsögu. Það á jafnt við ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska lögsögu úr lögsögu aðildarríkis Evrópusambandsins, úr lögsögu ríkis utan Evrópusambandsins (oft...

Dreifræðisreglan

Dreifræðisreglan (e. principle of subsidiarity), stundum nefnd nálægðarreglan, var innleidd í Evrópurétt með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Reglan gildir um beitingu valdheimilda Evrópusambandsins og er ætlað að vinna gegn miðstýringu. Í reglunni felst að Evrópusambandið skuli því aðeins grípa til aðgerða á ...

Í hvaða málaflokkum skerti Lissabon-sáttmálinn neitunarvald aðildarríkja ESB?

Milli 1958 og 1965 þurfti einróma samþykki allra aðildarríkja EBE, sex að tölu, við nær allar ákvarðanir. Mikil stækkun sambandsins síðan hefur ýtt undir kröfur um aukna skilvirkni í ákvarðanatöku stofnana. Tillögur um atkvæðagreiðslur með auknum meirihluta í stað neitunarvalds hafa þó iðulega verið umdeildar og n...

Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna?

Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins og nær aftur til ársins 1957 þegar hún varð hluti af Rómarsáttmálanum. Allt frá því reglan var staðfest fyrir dómstól Evrópusambandsins á áttunda áratug síðustu aldar (mál 43/75) og fyrsta tilskipunin um launajafnrétti kynjanna (nr....

Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um frjálsa vöruflutninga?

Samningskaflinn um frjálsa vöruflutninga fellur að öllu leyti undir EES-samninginn. Ísland hefur því innleitt nær alla löggjöf kaflans og ekki að ætla að aðild mundu fylgja teljandi breytingar á þessu sviði. Í samningsafstöðunni samþykkir Ísland regluverk kaflans en fer jafnframt fram á tvær sérlausnir. Sú fyrri s...

Fjórfrelsið

Fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms) er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, fólks, þjónustu og fjármagns og er grundvöllur innri markaðar ESB og Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Fjórfrelsið felur í sér: Frjálsa vöruflutninga, það er frjáls viðskipti með vörur á innri markaðinum. ...

Er rétt að vegna ESB-reglna megi ég aðeins fara með tvö börn á aldrinum 5 til 7 ára í sund?

Stutta svarið er nei: Þetta er ekki rétt. – Evrópusambandið hefur hvorki sett lög né reglur um hversu mörg börn mega vera í fylgd eins fullorðins einstaklings í sundferð. Setning slíkra reglna er alfarið á ábyrgð aðildarríkjanna. Í nýrri íslenskri reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum segir hins vegar að...

Leita aftur: