Spurning
Evrópa 2020
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Evrópa 2020 er 10 ára stefnumörkun Evrópusambandsins sem hefur það markmið að stuðla að sjálfbærum hagvexti innan sambandsins. Áætluninni var komið á fót árið 2010. Hún tók við af Lissabon-áætluninni sem gilti í 10 ár frá árinu 2000 og hafði að markmiði að tryggja samkeppnishæfni Evrópu. Áætlunin Evrópa 2020 var mótuð í kjölfar alþjóðlegu fjármála- og efnahagskreppunnar en sökum hennar hefur halli í ríkisrekstri aðildarríkjanna margfaldast, skuldir aukist og milljónir manna misst vinnu sína. Forgangsatriði áætlunarinnar eru þrjú:- Vöxtur byggður á þekkingu; efling þekkingar og nýsköpunar sem og aukin fjárfesting í rannsóknum.
- Sjálfbær vöxtur; loftslagsmál, græn orka, betri nýting orku og aukin samkeppnishæfni á markaði.
- Þátttaka allra; hærra menntunarstig, barátta gegn fátækt, sem og félagsleg samþætting.
- 75% fólks á aldrinum 20-64, að lágmarki, hafi atvinnu fyrir árið 2020, en núverandi atvinnuhlutfall innan ESB er 69%.
- 3% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna verði varið í rannsóknir og þróun, sem leiði til aukinnar nýsköpunar. Núverandi útgjöld ESB-ríkjanna til rannsókna og þróunar nema tæpum 2% af þjóðarframleiðslu. Í Bandaríkjunum er samsvarandi hlutfall 2,6% og í Japan 3,4%.
- 20/20/20-markmiðin í orku- og loftslagsmálum. Þetta þýðir 20% minni losun gróðurhúsalofttegunda, aukið hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa um 20% og 20% aukning á skilvirkni í orkunotkun.
- Lækka brottfall nemenda úr skólum í minna en 10% og stuðla að því að minnst 40% yngri kynslóðarinnar ljúki námi á háskólastigi. Innan við þriðjungur einstaklinga á aldrinum 25-34 ára hefur lokið háskólanámi í öllum ESB-ríkjunum samanlagt. Til samanburðar hefur 40% ungs fólks á sama aldri lokið háskólanámi í Bandaríkjunum og 50% í Japan.
- Fækka þeim sem lifa við fátæktarmörk í Evrópusambandinu um 20 milljónir íbúa, eða um 25% frá því sem nú er.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 9.11.2012
Flokkun:
Efnisorð
ESB Evrópa 2020 áætlun stefnumörkun Lissabon-áætlunin alþjóðlega fjármála- og efnahagskreppan sjálfbær hagvöxtur samkeppnishæfni rannsóknir og þróun nýsköpun menntun atvinna fátækt
Tilvísun
Evrópuvefur. „Evrópa 2020“. Evrópuvefurinn 9.11.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63617. (Skoðað 3.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela