Hvaða evruríki uppfylla Maastricht-skilyrðin?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Ekkert evruríkjanna 17 uppfyllti öll Maastricht-skilyrðin árið 2011, þetta kemur fram í svari Össurar Skarphéðinssonar þáverandi utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í febrúar 2013. Níu ríki uppfylltu skilyrðið um verðstöðugleika og ellefu ríki uppfylltu skilyrðið um vexti. Ívið færri uppfylltu Maastricht- skilyrðin um opinber fjármál en sex aðildarríki uppfylltu skilyrðið um afkomu hins opinbera og fimm ríki uppfylltu skilyrðið um heildarskuldir hins opinbera. Bága stöðu evruríkjanna gagnvart Maastricht-skilyrðunum um opinber fjármál má rekja til ríkisskuldakreppunnar sem brast á í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar.ESB-ríki innan evrusvæðisins | Verðbólga (%) | Vextir (%) | Afkoma hins opinbera (% af VLF) | Heildarskuldir hins opinbera (% af VLF) |
---|---|---|---|---|
Austurríki | 3,6 | 3,3 | -2,5 | 72,4 |
Belgía | 3,5 | 4,2 | -3,7 | 72,4 |
Eistland | 5,1 | Tölur ekki til | 1,1 | 6,1 |
Finnland | 3,3 | 3,0 | -0,6 | 49,0 |
Frakkland | 2,3 | 3,3 | -5,2 | 86,0 |
Grikkland | 3,1 | 15,8 | -9,4 | 170,6 |
Holland | 2,5 | 3,0 | -4,5 | 65,5 |
Írland | 1,2 | 9,6 | -13,4 | 106,4 |
Ítalía | 2,9 | 5,4 | -3,9 | 120,7 |
Kýpur | 3,5 | 5,8 | -6,3 | 71,1 |
Lúxemborg | 3,7 | 2,9 | -03 | 18,3 |
Malta | 2,5 | 4,5 | -2,7 | 70,9 |
Portúgal | 3,6 | 10,2 | -4,4 | 108,1 |
Slóvakía | 4,1 | 4,5 | -4,9 | 43,3 |
Slóvenía | 2,1 | 5,0 | -6,4 | 46,9 |
Spánn | 3,1 | 5,4 | -9,4 | 69,3 |
Þýskaland | 2,5 | 2,6 | -0,8 | 80,5 |
--- | --- | --- | --- | --- |
Viðmiðunargildi | 3,1 | 5,2 | -3,0 | 60,0 |
- Svar utanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um hvaða ríki á EES-svæðinu uppfylla Maastricht-skilyrðin. 141. löggjafarþing 2012-2013. (Skoðað 24.05.2013).
- Skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. 2012. Kafli 23 - Maastricht-skilyrðin. (Skoðað 24.05.2013).
- Euro convergence criteria - wikipedia.org. (Skoðað 24.05.2013).
- Euros - flickr.com. (Sótt 24.05.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur24.5.2013
Flokkun:
Efnisorð
ESB Maastricht-skilyrðin evra verðbólga verðstöðugleiki afkoma hins opinbera vextir verðbólguþróun viðmiðunargildi gengismál evruríkin Efnahags- og myntbandalagi Evrópu EMU ríkisskuldir ríkishalli
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hvaða evruríki uppfylla Maastricht-skilyrðin?“. Evrópuvefurinn 24.5.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65337. (Skoðað 9.11.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Af hverju eru ekki allar þjóðir innan ESB með evru sem gjaldmiðil?
- Hverjir eru möguleikar Íslands á að tengja gengi krónunnar við evru?
- Nú hefur ESB reiknað út skattbyrði landa sinna fyrir árið 2011, hvert er hlutfall Íslands til samanburðar?
- Hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru, fyrir utan að gjaldmiðillinn breyttist?
- Hver var niðurstaða skýrslu Seðlabankans um gjaldmiðilsmál með tilliti til þess hvort það sé hægt eða skynsamlegt að taka einhliða upp erlenda mynt?
- Gætum við tekið upp dönsku krónuna í staðinn fyrir evruna?
- Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru?
- Eru til traustar rannsóknir á því hvort efnahagslegur ávinningur hafi verið af evrusamstarfinu?
- Hver er niðurstaða skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum?
- Ættu Íslendingar að taka upp evruna?