Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að hl�� �� a��ildarvi��r����um - 686 svör fundust
Niðurstöður

Hversu leiðinlegt væri það ef við mundum klára aðildarsamning við ESB og þjóðin mundi hafna honum í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Þessari spurningu er hægt að svara á einfaldan hátt: Sitt mundi hverjum sýnast um það hversu leiðinlegt það væri ef fullbúnum aðildarsamningi Íslands að Evrópusambandinu yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sumum þætti það eflaust alveg rosalega leiðinlegt. Einkum þeim sem eru þeirrar skoðunar að aðild að Evróp...

Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?

Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...

Hvernig berið þið saman núverandi landbúnað á Íslandi og í ESB?

Aðstæður til búskapar hér á landi eru að ýmsu leyti öðruvísi en í löndum ESB. Til dæmis má nefna sólargang, loftslag, gróðurfar og mikið óbyggilegt hálendi. Sumarbeit húsdýra er skammvinn, þörf er á mikilli heyöflun sem var lengi vel vinnufrek, kornrækt er erfið en skilyrðin þó batnandi, leggja þarf meira í útihús...

Efnahagslegur samruni

(economic integration) er ferli til vaxandi samstarfs milli þjóðríkja í viðskiptum og efnahagsmálum. Þetta ferli er misjafnlega langt á veg komið í hinum ýmsu samtökum, meðal annars eftir því hvað þjóðríkin sem taka þátt í samrunanum kjósa að bindast nánum böndum. Markmiðið með efnahagslegum samruna er ætíð að auk...

Hvert er hlutverk Herman Van Rompuy innan ESB?

Herman Van Rompuy hefur verið forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins frá 1. janúar 2010. Hlutverk forseta er að undirbúa fundi leiðtogaráðsins, stjórna þeim og tryggja samfellu og samheldni í starfi ráðsins. Forsetinn hefur hvorki framkvæmda- né ákvörðunarvald og dagleg starfsemi ESB er áfram í höndum framkvæmdast...

Hvaða áhrif gæti það haft á Ísland ef Tyrkland gengi í ESB?

Ef Tyrkland yrði aðili að ESB á næstunni en Ísland stæði utan við yrðu áhrifin af aðild Tyrkja einkum tengd innri markaðnum. Tyrkland er stórt og fjölmennt ríki og og ESB-aðild þess mundi fela í sér aukin viðskiptatækifæri fyrir Íslendinga. Breytingin yrði mest á sviði landbúnaðar þar sem fríverslunarsamningur um ...

Hvers vegna er Cheerios bannað í sumum löndum?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er sala á Cheerios-morgunkorni hvergi bönnuð. Sú tegund af Cheerios sem Íslendingar þekkja best, í gula pakkanum (sjá vinstra megin á mynd), er hins vegar yfirleitt ekki í boði í verslunum í Evrópusambandinu. Þess vegna hefur sú sögusögn gengið manna á milli að sala á Cheeri...

Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?

Evran var innleidd í 12 aðildarríkjum ESB á árunum 1999-2002 eftir 10-15 ára undirbúning. Hjá þeim aðildarríkjum sem hafa bæst við síðan hefur aðlögunarferlið styst tekið rúm tvö ár en sum önnur ríki uppfylla enn ekki skilyrðin, sjö árum eftir inngöngu í sambandið. Ísland fullnægir ekki þátttökuskilyrðum Myntbanda...

Af hverju hafa Þýskaland og Frakkland svona mikið að segja í ESB? [Fréttaskýring]

Þýskaland og Frakkland hafa ávallt verið kjölfestan í Evrópusambandinu og forverum þess, enda liggur ein helsta rót sambandsins í vilja þessara fyrrum óvinaríkja til að koma í veg fyrir stríð þaðan í frá. Þau hafa þó ekki alltaf átt sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu var stofnað árið 195...

Hvort mundu íslensk heimili og fyrirtæki greiða hærri eða lægri tolla vegna útflutnings með aðild að ESB?

Stutta svarið við þessari spurningu er að það yrðu engar sýnilegar breytingar á greiðslum útflutningstolla við aðild Íslands að ESB. Ástæðan er sú að útflutningur er almennt tollfrjáls bæði frá Íslandi og frá aðildarríkjum ESB til þriðju ríkja. *** Evrópusambandið er tollabandalag sem þýðir að aðildarríkjum ...

Transparency International

Transparency International eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru árið 1993 og berjast gegn spillingu um allan heim. Aðalstöðvar samtakanna eru í Berlín í Þýskalandi en sérstakar landsdeildir starfa á vegum þeirra í um það bil 100 löndum. Markmið samtakanna er að ná langtímaárangri í baráttunni gegn spillingu en...

Hvetur ESB til einkaframtaks með stuðningi við fyrirtæki?

Evrópusambandið leggur áherslu á að skapa hagstætt umhverfi á innri markaði fyrir einkaframtak og nýsköpun. Meðal annars tryggir löggjöf ESB smáfyrirtækjum aðgang að ríkisaðstoð og styrkjum, einkum í gegnum byggðastefnu Evrópusambandsins, en smá og meðalstór fyrirtæki eru 99% allra fyrirtækja í ESB og því afar m...

Rómarsáttmálarnir

(Rome Treaties) frá árinu 1958 lögðu grunninn að stofnun Efnahagsbandalags Evrópu og Kjarnorkubandalags Evrópu. Efnahagssamstarf aðildarríkjanna var aukið og átti ekki lengur einungis við um viðskipti með kol og stál. ...

Milliríkja-

(intergovernmental) er haft um ákvarðanir, fundi, stofnanir og þess háttar þar sem áherslan er á ríkisstjórnir aðildarríkjanna í stað eigin stofnana ESB. Sameiginlega stefnan í utanríkis- og öryggismálum (SSUÖ) fellur í þennan flokk....

Ríkjaráðstefna

(intergovernmental conference, IGC) er fundur ríkisleiðtoga í ESB þar sem teknar eru meiri háttar ákvarðanir um framtíðarstefnu sambandsins. Mikilvægi þessara funda hefur aukist mjög að undanförnu og nú er áskilið að þeir afgreiði alla nýja sáttmála....

Leita aftur: