Alþjóðahvalveiðiráðið (e. The International Whaling Commission, IWC) var stofnað með alþjóðasamningi um stjórnun hvalveiða árið 1946. Upphaflega var ráðið samtök hvalveiðiþjóða og átti að vinna í þágu hagsmuna þeirra en í kjölfar hnignunar ýmissa hvalastofna urðu verndunar- og friðunarsjónarmið ríkjandi. Markmið ...
Evrópuþingið (e. European Parliament, EP) fer með löggjafarvald í Evrópusambandinu ásamt ráðinu. Vægi þingsins í ákvarðanatöku hefur aukist stig af stigi, nú síðast með Lissabon-sáttmálanum. Samþykki þingsins þarf fyrir fjárlögum Evrópusambandsins og hefur Evrópuþingið nýtt sér völd sín á þessu sviði til að hafa ...
Með Lissabon-sáttmálanum tók gildi ákvæði um svonefnt Borgarafrumkvæði Evrópu (e. European Citizens' Initiative, ECI) (11. grein sáttmálans um Evrópusambandið). Samkvæmt því getur ein milljón ESB-borgara, frá í það minnsta sjö aðildarríkjum, óskað eftir því við framkvæmdastjórnina að hún leggi fram tiltekna tillög...
Evrópski viðbragðssjóðurinn fyrir fjármálastöðugleika (e. European Financial Stabilisation Mechanism, EFSM) er lánasjóður framkvæmdastjórnarinnar til aðstoðar aðildarríkjum Evrópusambandsins í fjárhagsvanda ólíkt Evrópska stöðugleikakerfinu sem ætlað er að aðstoða evruríkin lendi þau í efnahagsvandræðum. Lán til Í...
Svonefnd eineðlisríki líta svo á að reglur landsréttar og þjóðaréttar séu eitt og sama fyrirbærið, en í tvíeðlisríkjum eru reglurnar aðskildar. Af því leiðir að reglur þjóðréttarsamninga eineðlisríkja verða sjálfkrafa hluti landsréttar um leið og þeir eru fullgiltir líkt og um innlenda löggjöf væri að ræða. Reglur...
Dreifræðisreglan (e. principle of subsidiarity), stundum nefnd nálægðarreglan, var innleidd í Evrópurétt með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Reglan gildir um beitingu valdheimilda Evrópusambandsins og er ætlað að vinna gegn miðstýringu.
Í reglunni felst að Evrópusambandið skuli því aðeins grípa til aðgerða á ...
Verg landsframleiðsla (e. Gross Domestic Product, GDP) er samanlagt verðmæti á framleiddum vörum og þjónustu sem greiðslur koma fyrir í tilteknu ríki á ákveðnu tímabili. Með orðinu „verg“ er átt við það sem einu sinni var kallað „brúttó“, semsé að allt er lagt saman og ekkert dregið frá til dæmis vegna kostnaðar v...
Ríkjahópur gegn spillingu (e. Group of States against Corruption, GRECO) var stofnaður árið 1999 af Evrópuráðinu og hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi. Markmið hópsins er að bæta getu aðildarríkjanna til að berjast gegn spillingu og fylgjast með því að framkvæmd varna gegn spillingu sé í samræmi við áherslur ...
Flestar lagagerðir Evrópusambandsins eru samþykktar með almennri lagasetningarmeðferð þar sem Evrópuþingið og ráðið hafa sama vægi í löggjafarferlinu. Í sérstökum tilvikum er afleidd löggjöf ESB hins vegar samþykkt af hálfu ráðsins með þátttöku Evrópuþingsins eða, í örfáum tilfellum, af hálfu Evrópuþingsins með þá...
Schengen-samstarfið byggist á sáttmála sem tók gildi árið 1995 og er markmið þess tvíþætt. Annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna með afnámi vegabréfaskoðunar og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi með auknu eftirliti á ytri landamærum sv...
Skýrslur framkvæmdastjórnar ESB eru kallaðar grænbækur (e. green papers, green books). Þeim er ætlað að örva umræður og hefja samráðsferli innan sambandsins um tiltekið efni. Yfirleitt eru margar hugmyndir settar fram í grænbók og einstaklingum eða samtökum boðið að setja fram sjónarmið og upplýsingar. Stundum kem...
Fríverslunarsamtök Evrópu (e. European Free Trade Association, EFTA) voru stofnuð með Stokkhólms-samningnum árið 1960. Stofnríkin voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970. Síðan þá hafa samtökin dregist verulega saman en fimm af stofnrí...
Evrópusambandið eða ESB (e. European Union, EU) eru efnahagsleg og pólitísk samtök 27 Evrópuríkja. Það á rætur að rekja til Kola- og stálbandalagsins frá 1952 og til Efnahagsbandalags Evrópu frá 1958. Í þessum bandalögum voru sex ríki og ESB er því miklu umfangsmeira og hefur einnig miklu fleiri verkefni en þessi ...
Endurskoðunarréttur ESB (e. European Court of Auditors) var stofnaður árið 1977 í þeirri viðleitni að bæta fjárhagsstjórn sambandsins. Rétturinn starfar í samræmi við staðla Alþjóðlegra samtaka endurskoðenda (e. International Federation of Accountants, IFAC) og Alþjóðlegra samtaka æðstu endurskoðunar meðal stofnan...
Sameiginlegur markaður (e. common market) er þriðja eða fjórða stig efnahagslegs samruna, eftir því hvernig talið er. Það vísar til þess að til viðbótar við afnám hindrana í viðskiptum með vörur (sjá fríverslunarsvæði) kemur samkomulag um frjálst flæði framleiðsluþátta (e. factors of production), það er að segja, ...