Spurning

Evrópski viðbragðssjóðurinn fyrir fjármálastöðugleika

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Evrópski viðbragðssjóðurinn fyrir fjármálastöðugleika (e. European Financial Stabilisation Mechanism, EFSM) er lánasjóður framkvæmdastjórnarinnar til aðstoðar aðildarríkjum Evrópusambandsins í fjárhagsvanda ólíkt Evrópska stöðugleikakerfinu sem ætlað er að aðstoða evruríkin lendi þau í efnahagsvandræðum. Lán til Írlands og Grikklands í núverandi efnahagsvandræðum hafa meðal annars komið í gegnum EFSM-lánasjóðinn.

Sjóðnum var komið á fót árið 2010 (sbr. reglugerð nr. 407/2010). Kerfið virkar þannig að framkvæmdastjórnin, fyrir hönd ESB, tekur lán á markaði og lánar það áfram til aðildarríkis í fjárhagserfiðleikum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þau ESB-ríki sem sækjast eftir aðstoð þurfa að sýna fram á efnahagsáætlun á álíka hátt og gert er vegna fjárhagssaðstoðar til aðildarríkja sem ekki hafa tekið upp evru. Endurgreiðsla á láninu er tryggð með fjárlögum ESB og lendir því á einstökum ríkjum í hlutfalli við hækkun fjárlaga sem af henni kann að leiða.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur20.9.2013

Tilvísun

Evrópuvefur. „Evrópski viðbragðssjóðurinn fyrir fjármálastöðugleika“. Evrópuvefurinn 20.9.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65889. (Skoðað 22.5.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela