Spurning
Ríkjahópur gegn spillingu
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Ríkjahópur gegn spillingu (e. Group of States against Corruption, GRECO) var stofnaður árið 1999 af Evrópuráðinu og hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi. Markmið hópsins er að bæta getu aðildarríkjanna til að berjast gegn spillingu og fylgjast með því að framkvæmd varna gegn spillingu sé í samræmi við áherslur Evrópuráðsins. Hópurinn hjálpar til við að greina annmarka í innlendri löggjöf aðildarríkjanna varðandi spillingu og hvetur til nauðsynlegra umbóta. Aðild að ríkjahópnum er ekki háð aðild að Evrópuráðinu. Í dag eru 49 ríki aðilar að GRECO; 48 Evrópuríki og Bandaríkin. Efnahags- og framfarastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fengið stöðu áheyrnarfulltrúa. Hvert aðildarríki skipar allt að tvo fulltrúa til að taka þátt á allsherjarfundum hópsins auk þess sem það útvegar lista yfir sérfræðinga sem geta tekið þátt í reglubundnu mati hópsins. Ríkjahópurinn kýs sér forseta, varaforseta og meðlimi skrifstofu þess. Núverandi forseti ríkjahópsins er Marin Mrčela frá Króatíu.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur21.6.2013
Flokkun:
Tilvísun
Evrópuvefur. „Ríkjahópur gegn spillingu“. Evrópuvefurinn 21.6.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65485. (Skoðað 9.9.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela