Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins.
***
Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þes...
Svarið við þessari spurningu er nei. Evrópusambandið hefur ekki sett neinar reglur sem banna börnum að leika sér með leikföng. Sambandið hefur hins vegar samræmt reglur aðildarríkjanna um öryggiskröfur sem leikföng í verslunum verða að uppfylla. Þessar reglur gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, þar með einnig á...
(free trade area) er fyrsta eða annað stig efnahagslegs samruna, eftir því hvernig talið er. Það vísar til þess þegar tvö eða fleiri ríki sammælast um að afnema tolla og kvóta á innfluttum vörum sín á milli. Sérhver aðili að samkomulagi um fríverslunarsvæði ákveður þó sjálfur hversu háa tolla hann leggur á innflut...
Ríkjahópur gegn spillingu (e. Group of States against Corruption, GRECO) var stofnaður árið 1999 af Evrópuráðinu og hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi. Markmið hópsins er að bæta getu aðildarríkjanna til að berjast gegn spillingu og fylgjast með því að framkvæmd varna gegn spillingu sé í samræmi við áherslur ...
Í fljótu bragði virðast geta verið tveir möguleikar í stöðunni: Almannavarnaáætlun ESB eða Grundtvig hluti menntaáætlunar ESB. Hvort verkefnið uppfylli hin nákvæmu skilyrði áætlananna verður ekki svarað í þessu stutta svari heldur vísað þangað sem nálgast má frekari upplýsingar.
***
Það er rétt að styrkjaker...
Laun á Íslandi hafa þegar lækkað niður að því sem gengur og gerist í Evrópu. Rannsóknum á því hvort upptaka evru hefur leitt til minnkandi launamunar á evrusvæðinu ber ekki saman. Ýmislegt bendir til þess að nafnlaunamunur sé að jafnast út en meiri vafi er um hvort það gildi einnig um raunlaun.
***
Laun í E...
Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er frétt Morgunblaðsins að mestu rétt. Á hinn bóginn er ekki alveg rétt farið með efni hennar í spurningunni hér að ofan. Þannig hafa engar fréttir verið sagðar af því að Evrópusambandið hafi bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun heldur hafi bresk s...
Árið 2011 töldust ríki Evrópu vera 44 auk sex ríkja sem tilheyra álfunni að hluta til eða tengjast henni í gegnum evrópska samvinnu. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvaða lönd teljast til Evrópu? Sú ríkjaskipum sem sést á Evrópukortinu eins og við þekkjum það í dag er þó nokkuð frábrugðin því sem áður va...
Í greinargerð um tollabandalag ESB, sem unnin var af samningahópi ríkisstjórnar Íslands um fjárhagsmálefni í aðildarviðræðunum við ESB, kemur fram að ólíkt flestum öðrum Evrópuþjóðum flytja Íslendingar inn nokkuð mikið af matvöru frá Bandaríkjunum. Hlutfall innfluttra mat- og drykkjarvara frá Bandaríkjunum er þó e...
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni hafa engar sérstakar reglur verið settar um sjávarfallavirkjanir í Evrópusambandinu.
Sjávarfallaorka fellur þó undir skilgreiningu á endurnýjanlegum orkulindum samkvæmt tilskipun um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkulindum (nr. ...
Innri markaður (e. internal market, single market) Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) grundvallast á reglunum um fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms), sem er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, launþega, þjónustu og fjármagns.
Stofnun innri markaðarins átti sér l...
Reglur Evrópusambandsins um öryggi leikfanga eiga að tryggja öryggi og heilsu neytenda. Oftast eru það börn sem leika sér með leikföng og þau þurfa sérstaka vernd. Ekki er þó víst að öryggi sé betur tryggt með sameiginlegri evrópskri löggjöf en með reglum á forræði hvers aðildarríkis um sig. Megintilgangurinn með ...
Varnarmálastofnun Evrópu (e. European Defence Agency) var stofnuð árið 2004 og hefur aðsetur í Brussel í Belgíu. Hún er liður í sameiginlegri stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum og hefur það hlutverk að:
þróa varnarbúnað og getu til hættustjórnunar,
auka rannsóknir og tækniþekkingu á sviði öryggis- og varnarmál...
Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...
Efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Economic and Social Council, ECOSOC) er skipað fulltrúum 54 ríkja sem valdir eru á allsherjarþinginu eftir landsvæðum til þriggja ára í senn. Afríka hefur fjórtán fulltrúa, Asía ellefu, Austur-Evrópa sex, Suður-Ameríka og lönd í Karíbahafinu hafa tíu...