Ekki verður séð að Ísland hafi tekið á sig nýjar lagalegar skuldbindingar með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Aðildarviðræðurnar fara fram í samræmi við ákveðinn samningsramma (e. negotiating framework) þar sem vísað er sérstaklega í 49. grein sáttmálans um Evrópusambandið (e. Treaty on the European Uni...
Það er fátt sem bendir til þess að stórir hjólbarðar, sem ætlaðir eru til aksturs utan vega eða í einhvers konar torfæru, verði bannaðir ef til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kemur. Tvær ástæður eru fyrir þessu. Sú fyrri er að engar sameiginlegar reglur virðast gilda um stærðartakmarkanir á hjólbörðum innan s...
Með Lissabon-sáttmálanum eykst vægi Evrópuþingsins í ákvarðanatöku Evrópusambandsins með því að ráðið (Council of the European Union, áður kallað ráðherraráð) og Evrópuþingið taka sameiginlega ákvarðanir á enn fleiri sviðum en áður. Þá felur sáttmálinn einnig í sér breytingar á fjölda og hlutföllum þingmanna á E...
EFTA stendur fyrir European Free Trade Association sem þýðist á íslensku sem Fríverslunarsamtök Evrópu. EES stendur fyrir Evrópska efnahagssvæðið. Það var stofnað með EES-samningnum milli EFTA/EES-ríkjanna og Evrópusambandsins. Schengen-samstarfið snýr annars vegar að því að tryggja frjálsa för einstaklinga um inn...
Víða heyrist sú fullyrðing að Evrópusambandið verji meiri fjármunum í kynningar á sér en gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola. Hún á rætur að rekja til skýrslu bresku samtakanna Open Europe frá árinu 2008. Höfundar skýrslunnar halda því fram að kostnaðarliðir sambandsins af ýmsu tagi séu í raun hluti af kynningarsta...
Samevrópska flugsvæðið (e. European Common Aviation Area, ECAA) er fjölhliða samningur milli Evrópusambandsins, EES-ríkjanna og fimm ríkja á Balkanskaganum (Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalands og Kósóvó). Tilgangurinn með samningnum er að koma á sameiginlegu flugsvæði sem grundvalla...
Ísland er hluti af innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn frá árinu 1994. Með innri markaði er átt við frjálst flæði á vörum, þjónustu, fjármagni og fólki. Íslandi ber að fylgja samkeppnisreglum ESB, nema í sjávarútvegi og landbúnaði. Þar á meðal er bann við ríkisstyrkjum sem geta haft áhrif á við...
Vestur-Evrópusambandið (VES; Western European Union, WEU) var stofnað árið 1954 sem varnarbandalag Evrópuríkja en það var leyst upp 30. júní 2011. Bandalagið byggðist á svonefndum Brussel-samningi (e. Brussels Treaty) um sameiginlegar varnir og samstarf í efnahags-, félags- og menningarmálum (e. Treaty on Economic...
Schengen-samstarfið snýst meðal annars um að tryggja frjálsa för einstaklinga innan Schengen-svæðisins, samráð í eftirliti með ytri landamærum þátttökuríkjanna og í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Ísland er eitt þeirra 26 ríkja sem hafa undirritað Schengen-samninginn. Innanríkisráðherra situr fundi dóm...
Seðlabanki Evrópu er hlutafélag og eru seðlabankar aðildarríkja ESB, fyrir hönd ríkja sinna, eigendur alls hlutafjár bankans. Evruríkin sautján eru eigendur 70% af heildarhlutafénu en aðildarríkin tíu sem ekki hafa tekið upp evru eiga 30% hlut í bankanum. Hlutur aðildarríkjanna í heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu á...
Þegar þetta svar er skrifað, í mars 2013, er með öllu óljóst hvenær eða hvort samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði kláraður. Fyrir liggur að aðildarviðræðunum mun ekki ljúka á kjörtímabili ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, eins og stefnt var að í upphafi, en aðeins er rúmur mánuður eftir af kjö...
Reglur Evrópusambandsins um öryggi leikfanga eiga að tryggja öryggi og heilsu neytenda. Oftast eru það börn sem leika sér með leikföng og þau þurfa sérstaka vernd. Ekki er þó víst að öryggi sé betur tryggt með sameiginlegri evrópskri löggjöf en með reglum á forræði hvers aðildarríkis um sig. Megintilgangurinn með ...
Stutta svarið við spurningunni er að viðmið ESB um hve bognar gúrkur megi vera eru ekki lengur til og sambærileg viðmið um banana hafa aldrei verið til. - Árið 2009 var felld úr gildi reglugerð Evrópusambandsins um sértæka gæðastaðla fyrir gúrkur. Á meðal þess sem hún kvað á um var hversu bognar gúrkur mættu vera ...
Breytingar á samningnum um stöðugleika og vöxt (e. Stability and Growth Pact, SGP) er annar helsti liðurinn í áætlun Evrópusambandsins um að auka samræmingu í ríkisfjármálum aðildarríkjanna og koma í veg fyrir aðra ríkisfjármálakreppu. Með gildistöku svonefnds umbótapakka (e. Six-Pack) í desember 2011 voru innleid...
Almenningur hefur enga formlega möguleika til að hafa áhrif á samningaviðræðurnar við Evrópusambandið meðan á þeim stendur. Þegar viðræðunum lýkur mun þjóðin hins vegar taka afstöðu til aðildar í þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi niðurstöðu samningaviðræðnanna, það er að segja þeirra skilyrða sem aðild mundu fylgja.
...