Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að hlutlaust ríki - 326 svör fundust
Niðurstöður

Doha-samningalotan

Doha-samningalotan svonefnda eru samningaviðræður sem aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hafa staðið í með hléum síðastliðin tólf ár. Markmið viðræðnanna er að minnka viðskiptahömlur milli ríkja í alþjóðaviðskiptum og þá einkum á þeim sviðum fríverslunar sem gæti gagnast fátækum ríkjum hvað mest, líkt og í...

Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er einhver sérstök ástæða fyrir því að talnarunan einn-einn-tveir (1-1-2) er valin sem neyðarnúmer? Hvers vegna ekki 1-2-3 eða 1-1-1? Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan g...

Hversu margir þingmenn sitja á þingi Evrópusambandsins?

Í sáttmálanum um Evrópusambandið er kveðið á um að þingmenn á Evrópuþinginu skuli ekki vera fleiri en 750, auk forseta. Formlega eru þingsætin því samtals 751. Á grundvelli tímabundinnar aðlögunar að Lissabon-sáttmálanum auk aðildar Króatíu að sambandinu verða þingsætin þó 766 til loka yfirstandandi kjörtímabils, ...

Hverju breytir Lissabon-sáttmálinn í vægi aðildarríkja innan Evrópuþings og framkvæmdastjórnar?

Með Lissabon-sáttmálanum eykst vægi Evrópuþingsins í ákvarðanatöku Evrópusambandsins með því að ráðið (Council of the European Union, áður kallað ráðherraráð) og Evrópuþingið taka sameiginlega ákvarðanir á enn fleiri sviðum en áður. Þá felur sáttmálinn einnig í sér breytingar á fjölda og hlutföllum þingmanna á E...

Eru Kínverjar að kaupa upp Evrópu?

Í stuttu máli er svarið nei. Beinar fjárfestingar kínverskra fyrirtækja, þar á meðal frá Hong Kong, í ríkjum Evrópusambandsins voru aðeins 5,23% af erlendum fjárfestingum innan sambandsins árið 2010. Þá er heildarvirði fjárfestinga (Foreign Direct Investment Stock) Kínverja í ESB-ríkjum aðeins 0,49% af heildarvirð...

Þjónar innganga Íslands mikilvægum hagsmunum ESB?

Aðild Íslands að Evrópusambandinu þjónar ákveðnum hagsmunum sambandsins. Ísland er þó bæði lítið ríki og auk þess þegar í innri markaði ESB með EES-samningnum frá árinu 1994, og því má ætla að beinir efnahagslegir hagsmunir séu takmarkaðir. ESB gæti þó haft hag af aðild Íslands að Sameiginlegri fiskveiðistefnu sam...

Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun?

Helstu breytingarnar sem aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér varðandi póstverslun lúta að tollum annars vegar og fyrirkomulagi virðisaukaskattsinnheimtu hins vegar. – Núverandi umhverfi póstverslunar á Íslandi býður upp á ýmsa möguleika til einföldunar óháð aðild að ESB og hefur Alþingi nýverið ákveðið a...

Evrópuþingið

Evrópuþingið (e. European Parliament, EP) fer með löggjafarvald í Evrópusambandinu ásamt ráðinu. Vægi þingsins í ákvarðanatöku hefur aukist stig af stigi, nú síðast með Lissabon-sáttmálanum. Samþykki þingsins þarf fyrir fjárlögum Evrópusambandsins og hefur Evrópuþingið nýtt sér völd sín á þessu sviði til að hafa ...

Meðalgöngustefna

Meðalgöngustefna (e. application to intervene) er réttarfarsúrræði sem heimilar aðila að ganga inn í mál annarra ef úrslit þess skipta hann máli að lögum. Í svonefndu Icesave-máli eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum gerði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að mynda kröfu um að hafa meðal...

Hefur almenningur einhver áhrif á samningaviðræðurnar við ESB eða ákveður Alþingi og utanríkisráðherra alfarið hvernig þeim mun ljúka?

Almenningur hefur enga formlega möguleika til að hafa áhrif á samningaviðræðurnar við Evrópusambandið meðan á þeim stendur. Þegar viðræðunum lýkur mun þjóðin hins vegar taka afstöðu til aðildar í þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi niðurstöðu samningaviðræðnanna, það er að segja þeirra skilyrða sem aðild mundu fylgja. ...

Hvað er Hoyvíkursamningurinn og á hvaða hátt er hann frábrugðinn öðrum fríverslunarsamningum Íslands?

Hoyvíkursamningurinn er fríverslunarsamningur á milli Íslands og Færeyja. Að EES-samningnum undanskildum er hann víðtækasti fríverslunarsamningur sem Ísland hefur gert. Hoyvíkursamningurinn er sérstakur fyrir þær sakir að vera eini fríverslunarsamningur Íslands sem afnemur alla tolla á landbúnaðarafurðum, en almen...

Hvað er Genfarsáttmálinn?

Inngangur Genfarsáttmálinn eða Genfarsamningarnir öðru nafni eru í raun fjórir alþjóðasamningar sem samþykktir voru árið 1949 með tveimur frekari viðbótum árið 1977. Þetta eru alþjóðleg mannúðarlög sem hafa það að markmiði að vernda þá sem ekki taka beinan þátt í ófriði fyrir afleiðingum átakanna. Er hér aðalleg...

Hvernig komust mannréttindi á dagskrá í ESB?

Evrópusambandið hefur verið í stöðugri þróun frá því það var stofnað fyrir rúmlega hálfri öld með sáttmálanum um Efnahagsbandalag Evrópu. Eins og nafn sáttmálans ber með sér snerist samstarfið upphaflega um efnahagssamvinnu. Hugmyndin var að auka velmegun og hagsæld með því að sameina markaði aðildarríkjanna og ge...

Þurfum við að taka upp sumartíma ef við göngum í Evrópusambandið?

Öll aðildarríki Evrópusambandsins eru skyldug til að flýta klukkunni um klukkutíma á tímabilinu frá síðasta sunnudegi í mars til síðasta sunnudags í október. Með aðild að ESB yrði Ísland einnig að hafa sama háttinn á nema ef samningar næðust um annað. Tilskipunin sem kveður á um innleiðingu sumartíma var tekin upp...

Hvernig er einfaldasta skýringin á verðbólgu og hvað er „mínus“-verðbólga?

Eitt af hlutverkum peninga er að vera mælieining á verðmæti. Þessi mælieining hefur þó þann galla, ólíkt til dæmis mælieiningum metrakerfisins, að vera síbreytileg. Stundum er hægt að kaupa minna fyrir ákveðinn fjölda króna nú en áður. Þetta þýðir að mælieiningin hefur breyst og það er almennt kallað verðbólga. Ei...

Leita aftur: