Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að European Court of Auditors - 329 svör fundust
Niðurstöður

Evrópska nágrannastefnan

Evrópsku nágrannastefnunni (e. European Neighbourhood Policy) var komið á fót í kjölfar stækkunar Evrópusambandsins árið 2004. Hún á að varna því að bilið milli hins stækkaða sambands og nýju nágrannaríkjanna í austri og suðri breikki. Stefnunni er ætlað að styrkja tengslin milli Evrópusambandsins og 16 nánustu ná...

Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?

Afar litlar breytingar yrðu á aðgangi Íslendinga að vinnumarkaði ríkja Evrópusambandsins ef Ísland gengi í sambandið. Ísland hefur fullgilt EES-samninginn og er því aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Reglur um vinnumarkað falla að miklu leyti undir EES-samninginn og Ísland hefur því tekið nánast allt regluverk sam...

Af hverju er Rússland ekki í Evrópusambandinu?

Rússland er ekki aðili að Evrópusambandinu og hefur aldrei sýnt því áhuga. Óvíst er að Rússland fengi inngöngu í sambandið ef það legði inn umsókn þar sem það uppfyllir ekki Kaupmannahafnarviðmiðin, inngönguskilyrði ESB. Staða mannréttinda í Rússlandi er bágborin, þrátt fyrir að landið hafi fullgilt Mannréttindasá...

Getur Evrópusambandið beitt sér gegn andlýðræðislegri þróun í aðildarríki eins og í Ungverjalandi nú?

Með inngöngu í Evrópusambandið skuldbinda aðildarríkin sig til að verja grundvallargildi sambandsins. Þar að auki heita þau því að fara að öllum núverandi lögum sambandsins sem og þeim lögum sem samþykkt verða í framtíðinni. Að þessu leyti er aðildarríkjum ESB ekki heimilt að afgreiða hvaða lög sem er sem njóta st...

Schengen-ríkin

Schengen-samstarfið hófst árið 1995. Markmið samstarfsins er tvíþætt: Annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna með afnámi vegabréfaskoðana. Hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi með auknu eftirliti á ytri landamærum þátttökuríkjanna. Í da...

Af hverju eru heimsálfurnar sjö?

Þó venjan sé að tala um heimsálfurnar sjö þá er það ekki algilt, sumir vilja álíta þær sex talsins og enn aðrir meina að þær séu aðeins fimm. Hvaða tölu fólk aðhyllist ræðst af því hvernig það vill skilgreina heimsálfur og eins af því hvaða hefðir hafa skapast í tímans rás. Það er erfitt að finna eina endanlega...

Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?

Áhrifin á verðbólgu af inngöngu í Evrópusambandið eru líklegast hverfandi. Áhugaverða spurningin í því sambandi er hins vegar hvort upptaka evru mundi hafa áhrif. Í sjálfu sér er óvíst hvort evran sem slík hefði beinlínis áhrif en ljóst er að svonefnd Maastricht-skilyrði sem uppfylla verður til að hægt sé að taka ...

Hvers vegna geta bankar krafist verðbóta af útlánum en þurfa ekki að greiða einstaklingum verðbætur á innlán?

Bankar og sparisjóðir bjóða bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð inn- og útlán. Hér á Íslandi gildir almennt að það er samkomulagsatriði á milli lántakanda og lánveitanda hvort lán er verðtryggt eða óverðtryggt. Þó er óheimilt að verðtryggja lán til skemmri tíma en fimm ára og innstæður til skemmri tíma en þriggja...

Er það rétt að fólki leyfist ekki að rækta grænmeti í bakgörðum eða gróðurhúsum á lóðum sínum í Evrópusambandinu?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst eru engar evrópskar reglur til sem kveða á um að í Evrópusambandinu sé borgurum óheimilt að rækta grænmeti í görðum sínum. Engar heimildir er heldur að finna fyrir því að þessu hafi nokkurs staðar verið haldið fram, en eins og komið hefur fram í öðrum svörum á Evrópuvefnum e...

Félagsmálasjóður Evrópu

Félagsmálasjóði Evrópu (e. European Social Fund, ESF) var komið á fót árið 1958 en kveðið var á um stofnun hans þegar í stofnsáttmála Efnahagsbandalags Evrópu. Sjóðurinn er einn af uppbyggingarsjóðunum, ásamt Byggðaþróunarsjóði og Samheldnisjóði, sem hafa það hlutverk að framkvæma byggðastefnu Evrópusambandsins. ...

Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?

Evran var innleidd í 12 aðildarríkjum ESB á árunum 1999-2002 eftir 10-15 ára undirbúning. Hjá þeim aðildarríkjum sem hafa bæst við síðan hefur aðlögunarferlið styst tekið rúm tvö ár en sum önnur ríki uppfylla enn ekki skilyrðin, sjö árum eftir inngöngu í sambandið. Ísland fullnægir ekki þátttökuskilyrðum Myntbanda...

TARGET 2

TARGET2 (e. Trans-European Automated Real-time Gross Settlement Express Transfer system; stórgreiðslukerfi Seðlabanka Evrópu, önnur útgáfa) er millifærslukerfi seðlabanka evrulandanna við Seðlabanka Evrópu og þar með undirstaða evrusamstarfsins. Það er í gegnum TARGET2-kerfið sem fjármagn er fært á milli viðskipta...

Fjárfestingarbanki Evrópu

Fjárfestingarbanki Evrópu (e. European Investment Bank, EIB) var stofnaður með Rómarsáttmálanum árið 1958 og hefur það hlutverk að lána fé til fátækari svæða í Evrópu, verðandi aðildarríkja og þróunarlanda en einnig til fyrirtækja og aðila í einka- og opinbera geiranum. Bankinn hefur aðsetur í Lúxemborg. Í 309....

Evrópustofnun grundvallarmannréttinda

Evrópustofnun grundvallarmannréttinda (e. European Union Agency for Fundamental Rights, FRA) er ein af sérstofnunum Evrópusambandsins. Henni var komið á fót árið 2007 með ákvörðun ráðsins nr. 168/2007 og hefur aðsetur í Vín í Austurríki. Meginhlutverk stofnunarinnar er að sjá til þess að grundvallarréttindi einsta...

Sameiginleg stefna í öryggis- og varnarmálum

Sameiginleg stefna í öryggis- og varnarmálum (e. Common Security and Defence Policy, CSDP) er óaðskiljanlegur hluti sameiginlegrar stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum. Fyrri stefna, Evrópska stefnan í öryggis- og varnarmálum (e. European Security and Defence Policy, ESDP), var samþykkt á leiðtogafundi í Köln á...

Leita aftur: