Í umræðum um Evrópusambandið er algengt að nota fjölda starfsmanna ESB sem mælikvarða á skrifræði í sambandinu. Þetta gera bæði andstæðingar og stuðningsmenn ESB í aðildarríkjunum og vilja þar með ýmist færa rök fyrir því að stjórnsýsla sambandsins sé afkastalítil eða skilvirk, væntanlega í samanburði við aðildarr...
Evrópusambandið kemur ekki beint að kostnaði Íslands við umsóknarferlið sjálft. Sambandið veitir umsóknarríkjum þó stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (e. Instrument for Pre-Accession Assistance). Markmið stuðningsins er að búa stjórnsýslu umsóknarríkis sem best undir umsóknarferlið og sömuleiðis inngönguna e...
Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Íslenskir vísindamenn hafa fullan aðgang að rannsókna- og nýsköpunarsjóðum Evrópusambandsins, til jafns við aðildarríki ESB, í gegnum EES-samninginn. Sjóðirnir, sem heyra undir 7. rannsóknaráætlun Evrópusambandsins og samkeppnis- og nýsköpunaráætlunina, eru svonefndir sa...
Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Evrópusambandsins á löggjöf í aðildarríkjunum. Niðurstöður slíkra rannsókna er hins vegar erfitt að bera saman þar sem ólíkar forsendur liggja þeim iðulega til grundvallar. Í fyrsta lagi eru áhrif ESB skilgreind á mismunandi hátt. Í flestum tilfellum er orðið aðeins not...
Þýðingar á hugtökum tengdum Evrópusambandinu er einna helst að finna á heimasíðu Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Þá var orðasafninu Alþjóðastjórnmál og stjórnmálafræði nýverið bætt við orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Heildarútgáfa orðasafnsins verður gerð aðgengileg á pdf-formi í október 2011. Þessu til...
Áhrifin á verðbólgu af inngöngu í Evrópusambandið eru líklegast hverfandi. Áhugaverða spurningin í því sambandi er hins vegar hvort upptaka evru mundi hafa áhrif. Í sjálfu sér er óvíst hvort evran sem slík hefði beinlínis áhrif en ljóst er að svonefnd Maastricht-skilyrði sem uppfylla verður til að hægt sé að taka ...
Borgarafrumkvæði Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á hlutverk smáríkja innan Evrópusambandsins, sér í lagi þar sem því er ætlað að styrkja áhrif almennra borgara á löggjafarferli sambandsins en ekki ríkja eða ríkisstjórna. Þó má segja að Borgarafrumkvæðið muni í það minnsta styrkja hlutverk almennra borgara smáríkja...
Evrópusambandið styrkir allt á milli himins og jarðar -- frá brúarsmíði til handverksnámskeiða. Styrkjasjóðir og -áætlanir sambandsins eru ótal margar og hefur landslaginu oft verið líkt við frumskóg þar sem varla er til sá einstaklingur sem hefur yfirsýn yfir alla þá möguleika sem í boði eru.
This text w...
Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins og nær aftur til ársins 1957 þegar hún varð hluti af Rómarsáttmálanum. Allt frá því reglan var staðfest fyrir dómstól Evrópusambandsins á áttunda áratug síðustu aldar (mál 43/75) og fyrsta tilskipunin um launajafnrétti kynjanna (nr....
Já, Bretlandi var í tvígang neitað um inngöngu í Evrópusambandið áður en landið fékk aðild árið 1973. Bretar höfðu ekki sýnt því áhuga að taka þátt í Evrópusamstarfinu þegar því var komið á fót en snérist seinna hugur og sóttu um aðild árið 1962. Þáverandi Frakklandsforseti, Charles De Gaulle, beitti neitunarvaldi...
Tilskipun Evrópusambandsins um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki veitir framleiðendum leyfi upp að vissu marki til að stýra innflutningi á vöru og þjónustu til sambandsins. Vörumerkjarétti er meðal annars ætlað að tryggja eigendum vörumerkja, sem alla jafna hafa varið miklum fjármunum og tíma í þróun hi...
ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...
Tollur sem Evrópusambandið leggur á vörur frá Bandaríkjunum er mishár eftir því um hvaða vörur ræðir. Þannig er lagður 15% tollur á ávaxtasafa en enginn tollur á snyrtivörur. Aðild Íslands að ESB og upptaka sameiginlegrar tollskrár sambandsins hefði ýmist í för með sér hækkun eða lækkun tolltaxta á innfluttar vöru...
Í þessu svari er gert ráð fyrir því að Ísland gengi í Evrópusambandið án nokkurra undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis í tengslum við sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Við inngöngu á þessum forsendum mundu íslensk stjórnvöld þurfa að hlíta sjávarútvegsreglum ESB undantekninga...
ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...