Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Organization for Economic Co-operation and Development - 236 svör fundust
Niðurstöður

Er það rétt að Evrópusambandið vilji takmarka kanil í sætabrauði og ef það er rétt af hverju vill sambandið gera það?

Kassíukanill frá Kína er sú kaniltegund sem notuð er hvað mest í matargerð en hún inniheldur töluvert mikið magn af efninu kúmarín sem talið er hafa skaðleg áhrif á starfsemi lifrar sé þess neytt í miklu magni. Evrópusambandið hefur því samþykkt reglugerð sem takmarkar magn kúmaríns í bakstursvörum. Reglugerð E...

Hvernig er samskiptum ESB og Rússlands háttað?

Samskipti Rússlands og Evrópusambandsins grundvallast á samstarfssamningi frá árinu 1997. Hann hefur það að markmiði að efla viðskipti og stuðla almennt að farsælu sambandi milli Rússlands og ESB. Sambandið var eflt árið 2003 með stofnun fjögurra svonefndra sameiginlegra svæða. Leiðtogar Rússlands og ESB halda fun...

Hvaða fornu heimildir segja frá goðsögunni um Evrópu?

Vísað er til goðsagnar um Evrópu í elstu varðveittu hetjuljóðum Grikkja, sem eignuð eru hinum fornu höfuðskáldum Hómer og Hesíodosi.[1] Í varðveittu kvæði um uppruna guðanna telur Hesíodos Evrópu meðal afkvæma guðsins Okeanosar.[2] Þau voru sett skör lægra en Ólympsguðir í stigveldi grískrar goðafræði. Þessi hugmy...

Er æskilegt að skrá hjónaband sem fram fór á Íslandi ef maður er búsettur í Bretlandi, til dæmis vegna réttinda hjóna eða barna þeirra?

Evrópuvefurinn leitaði svara við ofangreindri spurningu hjá sýslumanninum í Reykajvík. Ekki fengust svör við því hvernig málum væri háttað í Bretlandi en gefnar þær upplýsingar að á Íslandi þarf að sýna fram á hjónavígsluvottorð ef óskað er eftir að hafa hjónabandið skráð. Slíkt er þó ekki nauðsynlegt, en getur ve...

Er það rétt að Evrópusambandið standi í vegi fyrir 20% endurgreiðslu fyrir kvikmyndaframleiðslu?

Í stuttu máli er svarið nei. Endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu er vinsæl aðferð úti í heimi til að laða að erlenda framleiðendur, meðal annars í ríkjum Evrópusambandsins. Endurgreiðslur sem þessar eru ríkisaðstoð. Almennt séð er ríkisaðstoð talin geta raskað samkeppni á mar...

Hvaða leiðir eru hentugastar fyrir Evrópusambandið til að ná fram málum í andstöðu við einstök smáríki innan sambandsins?

Sáttmálum Evrópusambandsins og skilmálum aðildarsamninga einstakra ríkja er aldrei hægt að breyta nema með samþykki allra aðildarríkjanna og með fullgildingu samkvæmt stjórnskipunarreglum hvers og eins ríkis. Með setningu afleiddrar löggjafar, svo sem reglugerðar eða tilskipunar, er hins vegar vel mögulegt að mál ...

Hvað á Krugman við þegar hann segir í nýlegri grein að 'það að festa gengi krónunnar við gengi evru hefði ekki hjálpað við að draga úr skuldavandanum og hefði valdið mun meira atvinnuleysi'?

Krugman á líklega við að gengisfelling krónunnar hafi viðhaldið tekjum íslenskra heimila betur, miðað við skuldabyrði þeirra, heldur en ef krónan hefði verið á fastgengi við evruna. Gengisfelling krónunnar hafi þannig stuðlað að því að hægt var að koma í veg fyrir skuldahjöðnun og enn meiri efnahagsvanda á Íslandi...

Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?

Áhrifin á verðbólgu af inngöngu í Evrópusambandið eru líklegast hverfandi. Áhugaverða spurningin í því sambandi er hins vegar hvort upptaka evru mundi hafa áhrif. Í sjálfu sér er óvíst hvort evran sem slík hefði beinlínis áhrif en ljóst er að svonefnd Maastricht-skilyrði sem uppfylla verður til að hægt sé að taka ...

Fengu Norðmenn fullan aðildarsamning í bæði skiptin sem þeir sóttu um og höfnuðu aðild að ESB?

Í stuttu máli er svarið já. Í tvö þeirra fjögurra skipta sem Noregur hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu var aðildarviðræðum lokið með undirritun aðildarsamnings. Fullmótaður aðildarsamningur var lagður í þjóðaratkvæði árin 1972 og 1994 og í báðum tilvikum var honum hafnað. Úrslit kosninganna hafa einkum ver...

Hvað gerir framkvæmdastjórn ESB?

Hlutverk framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission) eru skilgreind í 17. grein sáttmálans um Evrópusambandið. Í fyrsta lagi er hún handhafi framkvæmdavalds. Ekki síst á sviði samkeppnismála geta ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar haft víðtæk áhrif en hún getur meðal annars komið í veg fyrir samruna...

Er hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks og annað?

Í stuttu máli er svarið nei. Það er ekki hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks sambandsins og annað. Til grundvallar aðildarviðræðum við Evrópusambandið liggja réttarreglur sambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarrík...

Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?

Króatar kusu um aðild að Evrópusambandinu þann 22. janúar 2012. Á kjörseðlinum stóð: „Ert þú hlynntur aðild lýðveldisins Króatíu að Evrópusambandinu? Með - Á móti“. Kosningaþátttaka var í kringum 43% og þar af voru 67% kjósenda samþykkir aðild. Stefnt er að formlegri inngöngu Króatíu í sambandið þann 1. júlí 2013,...

Hafa einhver ríki afturkallað umsókn að ESB áður en aðildarferlinu lýkur?

Til þessa hefur ekkert umsóknarríki formlega slitið aðildarviðræðum við Evrópusambandið eftir að hið eiginlega aðildarferli hófst. Öllum aðildarviðræðum hefur verið lokið með undirritun aðildarsamnings, burt séð frá því hvort ríkin hafi síðan ákveðið að gerast aðili að sambandinu eða ekki. Nokkur dæmi eru þó um að...

Eru til fordæmi fyrir því að aðildarríki ESB hafi fengið varanlegar undanþágur frá ákvæðum Lissabon-sáttmálans?

Þónokkrar undanþágur voru veittar frá ákvæðum Lissabon-sáttmálans sem var undirritaður 13. desember 2007 og gekk í gildi 1. desember 2009. Þar er um að ræða undanþágur frá ákvæðum sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi (Charter of Fundamental Rights), ákvæðum á sviði skattastefnu, og loks málefna er var...

Er rétt að ekki sé leyfilegt að vera á stærri dekkjum en 35" í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess að stórir hjólbarðar, sem ætlaðir eru til aksturs utan vega eða í einhvers konar torfæru, verði bannaðir ef til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kemur. Tvær ástæður eru fyrir þessu. Sú fyrri er að engar sameiginlegar reglur virðast gilda um stærðartakmarkanir á hjólbörðum innan s...

Leita aftur: