Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að umræður - 12 svör fundust
Niðurstöður

Grænbækur ESB

Grænbækur (e. green papers, green books) eru skýrslur framkvæmdastjórnar ESB kallaðar sem er ætlað að örva umræður og hefja samráðsferli innan sambandsins um tiltekið efni. Yfirleitt eru margar hugmyndir settar fram í grænbók og einstaklingum eða samtökum boðið að setja fram sjónarmið og upplýsingar. Stundum kemur...

Stofnun ESB í öryggisfræðum

Stofnun ESB í öryggisfræðum (e. European Union Institute for Security Studies, EUISS) var komið á fót árið 2002. Hún er sjálfstæð stofnun Evrópusambandsins og starfar undir sameiginlegri stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum. Meginhlutverk stofnunarinnar er að greina álitaefni í utanríkis-, öryggis- og varnar...

Í hvaða málaflokkum skerti Lissabon-sáttmálinn neitunarvald aðildarríkja ESB?

Milli 1958 og 1965 þurfti einróma samþykki allra aðildarríkja EBE, sex að tölu, við nær allar ákvarðanir. Mikil stækkun sambandsins síðan hefur ýtt undir kröfur um aukna skilvirkni í ákvarðanatöku stofnana. Tillögur um atkvæðagreiðslur með auknum meirihluta í stað neitunarvalds hafa þó iðulega verið umdeildar og n...

Hvernig eru lögin á Íslandi í sambandi við litmerkibyssur og hvernig eru þau á Norðurlöndunum og hjá Evrópusambandinu?

Á Íslandi gilda reglur um litmerkibyssur (e. paintball guns eða markers) sem settar voru af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 26. júní árið 2000. Reglurnar taka meðal annars til þess hvar megi nota litmerkibyssur, hverjir megi nota þær og hvernig vörslu þeirra skuli háttað. Á hinum Norðurlöndunum er að finna svipaðar...

Hvað kemur fram í norsku skýrslunni um samband Noregs og ESB?

Í liðinni viku fékk utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Störe, afhenta 900 blaðsíðna langa skýrslu um samband Noregs og Evrópusambandsins, Utenfor og innenfor: Norges avtaler med EU. Skýrslan er árangur tveggja ára rannsóknarvinnu tólf fræðimanna, sem skipaðir voru í nefnd af norsku ríkisstjórninni. Nefndinni var...

Hvernig er samskiptum ESB og Kína hagað?

Samskipti ESB og Kína byggja á viðskipta- og samstarfssamningi frá árinu 1985. Framan af var megináhersla lögð á viðskiptasamstarf en í seinni tíð hafa mennta- og menningarmál, umhverfismál, mannréttindamál sem og utanríkis- og öryggismál orðið stærri hluti af samstarfinu. Evrópusambandið er stærsti viðskiptaaðili...

Hversu mörg aðildarríki ESB hafa fengið neyðarlán frá sambandinu?

Undanfarin fimm ár hafa fimm aðildarríki Evrópusambandsins þurft að fá neyðarlán vegna efnahagsörðugleika. Þetta eru Grikkland, Írland, Portúgal, Spánn og Kýpur. Byrðar þessara lána hafa lagst misþungt á ESB-ríkin eftir íbúafjölda, landsframleiðslu og hvort þau eigi aðild að evrusamstarfinu. Evruríkin standa undir...

Hvernig samrýmist stefna Íslands og ESB í málefnum norðurslóða?

Á síðustu árum hafa norðurskautsríkin átta, Bandaríkin, Danmörk (vegna Grænlands), Finnland, Kanada, Ísland, Noregur, Svíþjóð og Rússland öll mótað sér stefnu um málefni norðurslóða. Mikilvægi svæðisins á heimsvísu hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og því eru það ekki aðeins norðurskautsríkin sem hafa sýnt þv...

Af hverju er Ísland í NATO?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...

Hver eru rökin fyrir því að hætta við aðildarumsóknina áður en við sjáum aðildarsamninginn?

Helstu rökin sem færð hafa verið fyrir því að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði hætt eða þeim frestað eru þau að sambandið eigi við mikla erfiðleika að glíma og forsendur umsóknarinnar hafi því breyst. Viðræðurnar hafi tekið lengri tíma og kostað meira en upphaflega var áætlað og þær njóti lítils s...

Hvernig eru tölur um stuðning við íslenskan landbúnað samanborið við ESB?

Mörg ríki heimsins hafa löngum verið ófús að hleypa ódýrum erlendum búvörum hömlulaust á markað innanlands. Ýmiss konar beinn og óbeinn stuðningur við landbúnað tíðkast því víða á vegum hins opinbera, bæði frá neytendum og skattgreiðendum. Í svarinu er þessi aðstoð borin saman milli landa og svæða og eins eftir tí...

Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gripið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að koma á fjármálastöðugleika innan sambandsins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þau aðildarlönd sem hingað til hafa lent í mestum skuldavanda, Grikkland, Írland og Portúgal, hafa fengið aðstoð frá öðrum ríkjum sambandsi...

Leita aftur: