Spurning
Stofnun ESB í öryggisfræðum
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Stofnun ESB í öryggisfræðum (e. European Union Institute for Security Studies, EUISS) var komið á fót árið 2002. Hún er sjálfstæð stofnun Evrópusambandsins og starfar undir sameiginlegri stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum. Meginhlutverk stofnunarinnar er að greina álitaefni í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum sem nýtast í mótun stefnu ESB á þessu sviði. Til að ná settu markmiði stundar stofnunin fræðilegar rannsóknir og skapar vettvang fyrir umræður með skipulagningu málþinga. Stofnun ESB í öryggisfræðum er stjórnað af sérstakri stjórn. Æðsti fulltrúi sambandsins í utanríkis- og öryggismálum fer með formennsku. Þegar þetta er skrifað í ársbyrjun 2014 gegnir Catherine Ashton því embætti. Stjórnin ákveður fjárútlát og stjórnsýslureglur stofnunarinnar og fer yfir störf hennar. Höfuðstöðvar stofnunar ESB í öryggisfræðum eru í París. Núverandi forstöðumaður stofnunarinnar er Antonio Missiroli frá Ítalíu.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur14.2.2014
Flokkun:
Tilvísun
Evrópuvefur. „Stofnun ESB í öryggisfræðum“. Evrópuvefurinn 14.2.2014. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66513. (Skoðað 14.9.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?
- Er Evrópusambandið með einhvers konar Evrópuher og eru aðildarríkin skyldug til að taka þátt í honum?
- Hvernig bregst ESB við ef ráðist er á eitt ríki í sambandinu, fara þá öll ríkin í stríð?
- Hvernig er samskiptum ESB og NATO háttað?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela