Er það ekki brot á reglu EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga að neita erlendum aðilum (líka Íslendingum búsettum erlendis) að kaupa hlutabréf í TM hjá Landsbankanum?
Spyrjandi
Bjarni Berg Elfarsson
Svar
Ofangreind spurning virðist byggð á þeirri forsendu að erlendum aðilum í skilningi laga um gjaldeyrismál sé bannað að kaupa hlutabréf í íslenskum félögum eins og Tryggingamiðstöðinni hf. (TM). Sú forsenda er ekki fyllilega rétt. Erlendir aðilar mega kaupa hlutabréf í íslenskum félögum samkvæmt heimild í 13. gr. m. laga um gjaldeyrismál (nr. 87/1992). Er þá gert að skilyrði að fjárfest sé fyrir gjaldeyri sem fluttur er til landsins og skipt í krónur hjá fjármálafyrirtæki á Íslandi. Ef við gefum okkur hins vegar þá forsendu að hinn erlendi aðili ætli að fjárfesta fyrir krónur sem viðkomandi á en ekki fyrir erlendan gjaldeyri þá er óheimilt að fjárfesta í hlutabréfum í því tilfelli, samanber 3. mgr. 13. gr. b. laga um gjaldeyrismál. Sérstaka undanþágu þyrfti frá Seðlabanka Íslands ef framkvæma ætti slíka fjárfestingu.- almenna.is. (Sótt 16.3.2012).
Neitað að kaupa hlutabréf í TM hjá Landsbankanum með þeim rökum að ég sé erlendur aðili (búsetu erlendis), er það ekki brot á fjórfrelsissamningnum? Frjálsir fjármagnsflutningar. Þeir fela í sér að engin höft skulu vera milli samningsaðila á flutningi fjármagns í eigu þeirra sem búsettir eru í aðildarríkjum EES, né nokkur mismunun, byggð á ríkisfangi eða búsetu aðila eða því hvar fé er notað til fjárfestingar (63. gr. SSE og 40. gr. EES-samningsins).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 2.8.2013
Flokkun:
Efnisorð
EES-samningurinn fjórfrelsið frjálsir fjármagnsflutningar erlendur aðili mismunun hlutabréf Seðlabanki Íslands gjaldeyrismál fjárfestingar EFTA
Tilvísun
Magnús Már Leifsson. „Er það ekki brot á reglu EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga að neita erlendum aðilum (líka Íslendingum búsettum erlendis) að kaupa hlutabréf í TM hjá Landsbankanum?“. Evrópuvefurinn 2.8.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65257. (Skoðað 14.9.2024).
Höfundur
Magnús Már Leifssonlaganemi á LOGOS
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Er viturlegt að fjárfesta í evrum?
- Hvert verður hlutverk Seðlabanka Íslands ef við göngum í ESB og tökum upp evru?
- Er Seðlabanki Evrópu einkabanki?
- Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?
- Hvaða reglur gilda um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi?
- Hvaða mál um brot íslenskra stjórnvalda á ríkisaðstoðarreglum EES eru nú til skoðunar hjá eftirlitsstofnun EFTA?
- Hver er munurinn á EFTA og ESB?
- Hvað mundi tapast og hvað ávinnast með því að segja upp EES-samningnum?