Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að sj������������������var������������������tvegssj������������������������������������ur Evr������������������pu - 500 svör fundust
Niðurstöður

Hver var afstaðan til aðildar að ESB samkvæmt skoðanakönnunum í umsóknarríkjum árin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, í þeim löndum sem þær voru haldnar?

Þjóðaratkvæðagreiðslur um aðild að Evrópusambandinu fóru fram í 15 af 28 núverandi aðildarríkjum sambandsins. Fjallað er um niðurstöður atkvæðagreiðslnanna í svari við spurningunni Hafa öll aðildarríki ESB kosið í lýðræðislegri kosningu um aðild að ESB? Góðar upplýsingar um afstöðuna til aðildar í umsóknarríkj...

Dreifræðisreglan

Dreifræðisreglan (e. principle of subsidiarity), stundum nefnd nálægðarreglan, var innleidd í Evrópurétt með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Reglan gildir um beitingu valdheimilda Evrópusambandsins og er ætlað að vinna gegn miðstýringu. Í reglunni felst að Evrópusambandið skuli því aðeins grípa til aðgerða á ...

Evrópska stöðugleikakerfið

Evrópska stöðugleikakerfið (e. European Stability Mechanism, ESM) er varanlegur sjóður evruríkjanna. Hlutverks hans er að að stuðla að stöðugleika á evrusvæðinu og veita evruríkjum í efnahagsvanda fjárhagsaðstoð. Evruríkin 17 eru öll aðilar að sjóðnum. Hlutur evruríkjanna í ESM-sjóðnum er reiknaður út frá mannfjöl...

Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?

Evrópusambandið hefur bannað hefðbundnar ljósaperur í því skyni að draga úr losun koltvíildis (CO2) í andrúmsloftið og vinna þannig gegn gróðurhúsaáhrifum. Reglugerð sem kveður á um bann við gló- og halógenperum tók gildi árið 2009 en ákveðið var að innleiðing bannsins kæmi til framkvæmda í sex áföngum á tímabilin...

Kola- og stálbandalag Evrópu

Kola- og stálbandalag Evrópu (European Coal and Steel Community, ECSC) var stofnað árið 1952 og lagði grunninn að samrunaþróuninni í Evrópu. Aðilar voru í byrjun Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir og Beneluxþjóðirnar, sömu þjóðir og stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu og Kjarnorkubandalagið fimm árum síðar. Þetta var tollab...

Marshall-áætlunin

(Marshall Plan) er kennd við þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Marshall, og fólst í efnahagsaðstoð við ríki Vestur-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina sem lauk árið 1945. Tilskilið var að ríki sem þægju þessa aðstoð mundu vinna saman að nýtingu hennar, og þannig varð hún ein kveikjan að samvinnu í...

Delors, Jacques

(f. 1925), franskur hagfræðingur og stjórnmálamaður í franska Sósíalistaflokknum, var formaður framkvæmdastjórnar ESB 1985-1995 og er oft talinn öflugasti maðurinn sem gegnt hefur því starfi. Átti mikinn þátt í því að samstarf efldist mjög innan sambandsins á þessum tíma....

Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gripið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að koma á fjármálastöðugleika innan sambandsins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þau aðildarlönd sem hingað til hafa lent í mestum skuldavanda, Grikkland, Írland og Portúgal, hafa fengið aðstoð frá öðrum ríkjum sambandsi...

Ríkir efnahagslegur stöðugleiki í Evrópusambandinu?

Nei, það ríkir ekki efnahagslegur stöðugleiki í Evrópusambandinu sem stendur. Ekki er þó útilokað að slíkur stöðugleiki náist á ný en til þess verður að ráðast í víðtækar breytingar á uppbyggingu hagkerfis sambandsins. *** Með skilgreiningu orðsins „stöðugleiki“ (e. stability) í huga (sjá meðal annars Snöru...

Væri ekki sniðugt að sameina Evrópu í eitt lýðveldi?

Sameining Evrópu hefur oft verið á dagskrá í aldanna rás, oftast sem hugmynd en næst veruleikanum komst hún í Rómaveldi. Á síðari tímum má helst líta á Evrópusambandið sem tilraun til að stofna evrópskt stórríki og sumir halda því fram að það stefni í þá átt. En lítill áhugi virðist vera á slíku bæði hjá evrópskum...

Hvernig beitir ESB sér í refsiaðgerðum gegn Íran vegna meintra tilrauna þarlendra stjórnvalda til að koma upp kjarnorkuvopnum?

Undanfarin ár hefur Evrópusambandið beitt æ harðari refsiaðgerðum gegn Íran. Sambandið beitir alla jafna refsiaðgerðum á grundvelli ályktana sem samþykktar hafa verið á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Evrópusambandið getur þó einnig ákveðið að beita frekari refsiaðgerðum á grundvelli sameiginlegu stefnun...

Af hverju sækir Ísland ekki um aðild að NAFTA í staðinn fyrir ESB?

Af tveimur ástæðum er ólíklegt að íslensk stjórnvöld komi til með að sækja um aðild eða einhvers konar aukaaðild að Fríverslunarsamningi Norður-Ameríku. Annars vegar eru það skýrar kröfur Bandaríkjanna um niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum, sem gera það að verkum að erfitt yrði að ná samningum sem samræmdus...

Af hverju er Rússland ekki í Evrópusambandinu?

Rússland er ekki aðili að Evrópusambandinu og hefur aldrei sýnt því áhuga. Óvíst er að Rússland fengi inngöngu í sambandið ef það legði inn umsókn þar sem það uppfyllir ekki Kaupmannahafnarviðmiðin, inngönguskilyrði ESB. Staða mannréttinda í Rússlandi er bágborin, þrátt fyrir að landið hafi fullgilt Mannréttindasá...

Hvað hefði gerst ef Evrópusambandið hefði ekki verið stofnað?

Síðla árs 2012 hlaut Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels. Það val vakti víða undrun. Ekki hafði sambandinu tekist að stilla til friðar á Balkanskaga, í eigin bakgarði, þegar blóðug átök blossuðu þar upp eftir hrun kommúnismans 1989. Ekki hafði sambandið haft úrslitaáhrif um þau straumhvörf, þegar helmingur Evróp...

Hvað var franska byltingin og hefur hún enn einhver áhrif á samfélagsmál í Evrópu og annars staðar í heiminum?

Þekkt saga segir af því þegar forsætisráðherra Kína var spurður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar út í áhrif frönsku byltingarinnar. Hann á að hafa svarað því til að sagan ætti eftir að leiða í ljós hver þau yrðu. Sumum hefur þótt svarið vera til marks um að Kínverjar væru framsýnni en aðrar þjóðir en vel m...

Leita aftur: