Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að sameiginleg stefna - 126 svör fundust
Niðurstöður

Stenst það 65. gr. stjórnarskrárinnar að sum fyrirtæki fái skattaafslátt umfram önnur?

65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er svohljóðandi: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Þe...

Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?

Áhrifin á verðbólgu af inngöngu í Evrópusambandið eru líklegast hverfandi. Áhugaverða spurningin í því sambandi er hins vegar hvort upptaka evru mundi hafa áhrif. Í sjálfu sér er óvíst hvort evran sem slík hefði beinlínis áhrif en ljóst er að svonefnd Maastricht-skilyrði sem uppfylla verður til að hægt sé að taka ...

Hvaða viðskiptasamningar okkar falla niður við aðild að ESB? Hvaða samningar ESB kæmu í staðinn? Hver yrðu heildaráhrifin?

Ef Ísland gengi í ESB þyrfti að segja upp stofnsáttmála EFTA (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á EFTA og ESB?) og fríverslunarsamningum sem Ísland er aðili að sem EFTA-ríki. Sömuleiðis þyrfti að segja upp tvíhliða fríverslunarsamningum og gera breytingar á öðrum gildandi viðskiptasamningum svo að þeir s...

Evrópska efnahagssvæðið

Evrópska efnahagssvæðið (EES; European Economic Area, EEA) nær til allra 28 aðildarríkja ESB og þriggja ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (European Free Trade Association, EFTA), Íslands, Liechtensteins og Noregs. Það var stofnað árið 1994 með samningi milli EFTA-ríkjanna Íslands, Liechtensteins, Noregs, Sviss, Aus...

Hvernig samrýmist stefna Íslands og ESB í málefnum norðurslóða?

Á síðustu árum hafa norðurskautsríkin átta, Bandaríkin, Danmörk (vegna Grænlands), Finnland, Kanada, Ísland, Noregur, Svíþjóð og Rússland öll mótað sér stefnu um málefni norðurslóða. Mikilvægi svæðisins á heimsvísu hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og því eru það ekki aðeins norðurskautsríkin sem hafa sýnt þv...

Hver er stefna ESB í umhverfismálum?

Stefna Evrópusambandsins í umhverfismálum miðar að því að vernda umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Stefnan byggir á fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisspjöllum og styðst við mengunarbótaregluna sem segir að sá sem er ábyrgur fyrir mengun og umhverfisspjöllum skuli greiða kostnaðinn. Löggjöf ESB á sviði u...

Hvað er undanskilið í EES-samningnum? - Myndband

EES-samningurinn er ekki samningur um stofnun tollabandalags og kveður ekki á um sameiginlega viðskiptastefnu aðildarríkjanna. Utan hans falla enn fremur sameiginlegar stefnur ESB í landbúnaðarmálum og sjávarútvegsmálum, náttúruvernd, auðlindanýting, efnahags- og myntbandalag Evrópu sem og sameiginleg utanríkis- o...

Hvað er Hoyvíkursamningurinn og á hvaða hátt er hann frábrugðinn öðrum fríverslunarsamningum Íslands?

Hoyvíkursamningurinn er fríverslunarsamningur á milli Íslands og Færeyja. Að EES-samningnum undanskildum er hann víðtækasti fríverslunarsamningur sem Ísland hefur gert. Hoyvíkursamningurinn er sérstakur fyrir þær sakir að vera eini fríverslunarsamningur Íslands sem afnemur alla tolla á landbúnaðarafurðum, en almen...

Munu laun almennings lækka í samræmi við laun í Evrópu ef evran verður tekin upp á Íslandi?

Laun á Íslandi hafa þegar lækkað niður að því sem gengur og gerist í Evrópu. Rannsóknum á því hvort upptaka evru hefur leitt til minnkandi launamunar á evrusvæðinu ber ekki saman. Ýmislegt bendir til þess að nafnlaunamunur sé að jafnast út en meiri vafi er um hvort það gildi einnig um raunlaun. *** Laun í E...

Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?

Viðræðum Íslands og ESB um samningskaflann um utanríkis-, öryggis- og varnarmál er lokið. Í opinberri samningsafstöðu Íslands, sem mótuð var af samningahópnum um utanríkisviðskipti, utanríkis- og öryggismál, kemur fram að Ísland sé tilbúið að taka þátt í sameiginlegri stefnu ESB í utanríkis-, öryggis- og varnarmál...

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika (e. principle of relative stability) er ein af grundvallarreglum sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB (e. Common Fisheries Policy). Henni er beitt við útdeilingu veiðiheimilda til aðildarríkja eftir að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla hafa verið teknar í landbúnaðar- og sj...

Hversu mikið af heimilaðri veiði á ári hverju fengju togarar ESB að veiða í íslenskri landhelgi gengi Ísland í Evrópusambandið?

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB veitir öllum aðildarríkjum jafnan aðgang að hafsvæðum sambandsins. Þessi regla sætir þó takmörkunum og veitir ekki jafnan aðgang að veiðum. Ákvarðanir um heildarafla og veiðiheimildir einstakra aðildarríkja eru teknar af landbúnaðar- og sjávarútvegsráðinu á grundvelli reglunnar ...

Breytist staða fatlaðra við inngöngu í ESB?

Staða fatlaðs fólks breytist ekki sjálfkrafa við aðild að Evrópusambandinu en aðild skapar hins vegar tækifæri til framþróunar í málefnum fatlaðra. Til að aðild að ESB skili jákvæðum áhrifum þurfa stjórnvöld á öllum stigum, stjórnsýsla, fagfólk og ekki síst hagsmunasamtök fatlaðs fólks að nýta sér þau tækifæri og ...

Hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru, fyrir utan að gjaldmiðillinn breyttist?

Spurningunni um hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru og gerðist aðili að Efnahags- og myntbandalaginu er ómögulegt að svara á tæmandi hátt í stuttu svari. Ætla má að upptaka evru hefði margvísleg áhrif á efnahagslífið sem jafnframt gætu haft víxlverkandi áhrif á tiltekna þætti efnahagslífsins. Endanlegt svar ...

Standast heilsuræktarstöðvar sem einungis eru ætlaðar öðru kyninu lög og reglur Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna?

Jafnrétti kynjanna er grundvallarregla í Evrópusambandinu. Mismunun á grundvelli kyns, hvort sem hún er bein eða óbein, er því almennt bönnuð í aðildarríkjum þess. Evrópusambandið hefur samþykkt ýmsar tilskipanir til að berjast gegn mismunun kynjanna og tryggir ein þeirra meðal annars jafna meðferð karla og kvenna...

Leita aftur: