Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Æðsti talsmaður stefnu sambandsins í utanríkis- og öryggismálum - 334 svör fundust
Niðurstöður

Meðalgöngustefna

Meðalgöngustefna (e. application to intervene) er réttarfarsúrræði sem heimilar aðila að ganga inn í mál annarra ef úrslit þess skipta hann máli að lögum. Í svonefndu Icesave-máli eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum gerði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að mynda kröfu um að hafa meðal...

Er samræmd stefna í skattamálum innan ESB?

Skattamál eru almennt ekki á könnu ESB heldur stjórnvalda hvers aðildarríkis fyrir sig. Viss skref hafa þó verið stigin í átt að samræmingu skatta með það fyrir augum að hamla ekki virkni innri markaðarins einkum á vettvangi óbeinna skatta svo sem virðisaukaskatts og vörugjalda. Þá hafa aðildarríkin einnig aukið u...

Hvaða Norðurlönd hafa evru sem gjaldmiðil?

Finnland er eina Norðurlandið sem hefur evru sem gjaldmiðil. Danmörk er undanþegin ákvæði Maastricht-sáttmálans um upptöku evru, þar sem ríkið samdi sérstaklega um það fyrir gildistöku hans. Svíþjóð hefur í raun tekið einhliða ákvörðun um að standa utan evrusvæðisins. Ísland og Noregur, sem ekki eru aðilar að Evró...

Alþjóðavinnumálastofnunin

Alþjóðavinnumálastofnunin (e. International Labour Organization, ILO) var stofnuð árið 1919 á grundvelli Versalasamningsins sem batt enda á fyrri heimsstyrjöldina. Stofnuninni var komið á fót til að vinna að auknu félagslegu réttlæti og standa vörð um grundvallarréttindi launafólks um heim allan. Frá árinu 1945 he...

Hvaða lög og reglur gilda um vændi í ríkjum Evrópusambandsins?

Í ríkjum Evrópusambandsins gilda ólíkar reglur um vændi enda hefur Evrópusambandið ekki markað sér samræmda stefnu í vændismálum nema hvað varðar þvingað vændi, svo sem mansal. Slíkt er ólöglegt í öllum ríkjum ESB. Aðildarríkjunum er í sjálfsvald sett hvernig þau haga löggjöf sinni um vændi. Sum hafa það að markmi...

Fengju erlendir togarar aðgang að veiðum innan íslenskrar efnahagslögsögu, óháð hugsanlegum útfærslum í aðildarsamningi Íslands og ESB, ef Ísland yrði aðili að ESB?

Í þessu svari er gert ráð fyrir því að Ísland gengi í Evrópusambandið án nokkurra undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis í tengslum við sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Við inngöngu á þessum forsendum mundu íslensk stjórnvöld þurfa að hlíta sjávarútvegsreglum ESB undantekninga...

Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál?

ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...

Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB?

Í þjóðarétti er gengið út frá þeirri frumforsendu að öll sjálfstæð ríki séu fullvalda. Þau hafi þannig ótakmarkað þjóðréttarhæfi, geti orðið aðilar að hvers kyns réttindum og skyldum að þjóðarétti og þiggi ekki tilkall sitt til þeirrar stöðu frá öðrum þjóðréttaraðilum (það er öðrum ríkjum eða alþjóðastofnunum). Ge...

Hvaða fríverslunarsamninga hefur Ísland gert og eru þeir allir af sama tagi?

Ísland er aðili að fríverslunarsamningum við rúmlega sextíu ríki. Samningarnir eru í meginatriðum byggðir eins upp og hafa flestir þeirra komið til með samstarfi EFTA-ríkjanna. Mikilvægasti samningur Íslands og jafnframt sá víðtækasti er EES-samningurinn. *** Ísland hefur gert fríverslunarsamninga við meira ...

Eru mörg Evrópulönd á móti því að Ísland fái aðild að ESB?

Erfitt er að vita fyrir víst hvort einhver einstök Evrópulönd hafi verið eða séu opinberlega mótfallin aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Móttökur aðildarríkja ESB við umsókn Íslands voru almennt jákvæðar þrátt fyrir deilur Íslands við tiltekin aðildarríki um makrílveiðar og Icesave-reikningana. Þó er vita...

Hvaða reglur gilda um fjárlagagerð ESB?

Árleg fjárlög Evrópusambandsins byggjast á fjárhagsramma sambandsins sem yfirleitt er gerður til sjö ára í senn. Fjárhagsrammann þarf að samþykkja með atkvæðum allra aðildarríkja í ráðinu en þar að auki hefur Evrópuþingið neitunarvald yfir rammanum sem heild. Árleg fjárlög sambandsins eru sett með sérstakri lagase...

Nettógreiðendur og nettóþiggjendur

Nettógreiðendur eru þau aðildarríki ESB kölluð sem greiða meira í sjóði ESB en þau fá til baka úr þeim. Að sama skapi eru nettóþiggjendur þau ríki sem fá meira úr sjóðum ESB en þau greiða í þá. Tekjur Evrópusambandsins samanstanda að langmestum hluta af framlögum frá aðildarríkjunum. Framlögin eru sett saman úr...

Hvernig eru útgjöld Evrópusambandsins fjármögnuð?

Útgjöld Evrópusambandsins eru að langmestu leyti fjármögnuð með beinum framlögum frá aðildarríkjunum. Framlögin taka mið af vergum þjóðartekjum ríkjanna, virðisaukaskattstofni, innheimtum tollum og sykurframleiðslu. Stærstu og best stæðu aðildarríkin borga þannig mest í sjóði sambandsins. Ríkin sem greiddu mest í ...

Hefur ESB gert eitthvað til þess að bókhald þess verði áreiðanlegra?

Evrópusambandið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir óáreiðanlegt bókhald sem valdi spillingu og óráðsíu í fjármálum sambandsins. Um það má lesa nánar í svari við spurningunni Hvers vegna hafa endurskoðendur ESB ekki viljað undirrita bókhald sambandsins? Framkvæmdastjórn ESB, sem ber lagalega ábyrgð á bókhaldi sa...

Hver eru opinber tungumál Evrópusambandsins?

Í Evrópusambandinu eru þjóðtungur allra aðildarríkjanna 28, samtals 24 tungumál, skilgreindar sem opinber tungumál sambandsins. Þetta á að tryggja jafnræði íbúa aðildarríkjanna óháð því hvert móðurmál þeirra er. Í daglegum störfum innan stofnana og meðal starfsfólks sambandsins er að mestu stuðst við ensku og frön...

Leita aftur: