Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að efnahags- og félagsmála nefnd - 127 svör fundust
Niðurstöður

Hversu hár er tollur ESB á vörur frá Bandaríkjunum og hve mikið mundu þær hækka hlutfallslega í verði ef Ísland gengi í ESB?

Tollur sem Evrópusambandið leggur á vörur frá Bandaríkjunum er mishár eftir því um hvaða vörur ræðir. Þannig er lagður 15% tollur á ávaxtasafa en enginn tollur á snyrtivörur. Aðild Íslands að ESB og upptaka sameiginlegrar tollskrár sambandsins hefði ýmist í för með sér hækkun eða lækkun tolltaxta á innfluttar vöru...

Hver er stefna ESB í sjávarútvegsmálum?

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB (e. Common Fisheries Policy), eins og hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983. Stefnan er víðtæk en undir hana fellur meðal annars sameiginleg stjórnun fiskveiða og verndun fiskistofna, sameiginlegt markaðsskipulag, uppbyggingarstefna og samningar við þriðju ríki. Stefnan ...

Beitir Evrópusambandið ríki efnahagslegum refsiaðgerðum, í hverju felast þær?

Efnahagslegum refsingum er beitt til að knýja fram pólitísk markmið. Efnahagslegar refsiaðgerðir fela í sér að hömlur eru lagðar á inn- eða útflutning fjármagns, vara, tækni eða þjónustu ákveðins ríkis eða hóps ríkja með það fyrir augum að hvetja viðkomandi ríki til að bæta framferði sitt og fara að alþjóðalögum. ...

Hvað þýðir tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu?

Á árunum 2008-2009 var til umræðu að vísa því til þjóðaratkvæðis hvort Ísland ætti að hefja viðræður við ESB um aðild að sambandinu. Ef það yrði samþykkt og samningsdrög gerð átti síðan að vísa fullgildingu þeirra einnig til þjóðaratkvæðis. -- Einnig hefur verið rætt um „tvöfalt þjóðaratkvæði“ í tengslum við stjór...

Mundi það þýða endalok ESB ef evrusamstarfið liðaðist í sundur - og þá sérstaklega í ljósi fjórfrelsisins?

Stutta svarið er nei – en málið er vitaskuld einnig svolítið flóknara. Myntbandalag Evrópu er rekið sem sérstakt stefnusvið innan Evrópusambandsins og er þannig lagað ekkert ósvipað öðrum stefnumálum þess, á borð við landbúnaðarstefnuna eða Schengen-landamærasamstarfið. Til að svara ofangreindri spurningu er einn...

Er rétt að evran verði að heita „euro“ í öllum aðildarríkjum ESB?

Þetta er að hluta til rétt. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill Evrópusambandsins verður að heita „euro“ í opinberum skjölum sambandsins á öllum tungumálum aðildarríkjanna. Í öðrum skjölum, svo sem landslögum aðildarríkjanna, er ríkjunum heimilt að nota annan rithátt, í samræmi við málfræðireglur og hefðir viðkomandi tu...

Er Ísland nálægt því að uppfylla Maastricht-skilyrðin fyrir upptöku evru?

Ísland uppfyllir ekki Maastricht-skilyrðin og í sögulegu tilliti hefur Íslandi tekist illa að halda sig innan marka þeirra. Frá árinu 1998 hefur Ísland einungis uppfyllt verðbólgumarkmiðið fimm sinnum og þá yfirleitt í fremur stuttan tíma. Ísland uppfyllti skilyrðin um opinber fjármál á árunum 2000 og 2005 en efti...

Hvaða viðskiptasamningar okkar falla niður við aðild að ESB? Hvaða samningar ESB kæmu í staðinn? Hver yrðu heildaráhrifin?

Ef Ísland gengi í ESB þyrfti að segja upp stofnsáttmála EFTA (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á EFTA og ESB?) og fríverslunarsamningum sem Ísland er aðili að sem EFTA-ríki. Sömuleiðis þyrfti að segja upp tvíhliða fríverslunarsamningum og gera breytingar á öðrum gildandi viðskiptasamningum svo að þeir s...

Hvernig berið þið saman núverandi landbúnað á Íslandi og í ESB?

Aðstæður til búskapar hér á landi eru að ýmsu leyti öðruvísi en í löndum ESB. Til dæmis má nefna sólargang, loftslag, gróðurfar og mikið óbyggilegt hálendi. Sumarbeit húsdýra er skammvinn, þörf er á mikilli heyöflun sem var lengi vel vinnufrek, kornrækt er erfið en skilyrðin þó batnandi, leggja þarf meira í útihús...

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?

Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...

Norðurlandaráð

Norðurlandaráð var stofnað árið 1952. Það er opinber samstarfsvettvangur þjóðþinga Norðurlandanna og sjálfstjórnarsvæða þeirra. Danmörk, Ísland, Noregur og Svíþjóð voru stofnríki Norðurlandaráðsins en Finnland gerðist aðili að ráðinu árið 1955, Álandseyjar og Færeyjar árið 1970 og Grænland árið 1984. Frá lokum...

Stenst það 65. gr. stjórnarskrárinnar að sum fyrirtæki fái skattaafslátt umfram önnur?

65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er svohljóðandi: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Þe...

Valdheimildir

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa veitt sambandinu valdheimildir á tilteknum sviðum til að ná sameiginlegum markmiðum. Í þessum tilgangi hafa ríkin framselt stofnunum sambandsins hluta fullveldis síns. Valdmörk sambandsins ráðast af meginreglunni um veittar valdheimildir. Samkvæmt henni skal sambandið aðeins aðha...

Hvert verður hlutverk Seðlabanka Íslands ef við göngum í ESB og tökum upp evru?

Ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru í kjölfarið myndi Seðlabanki Íslands ekki lengur reka sjálfstæða peningastefnu. Hlutverk seðlabankans yrði að fara með framkvæmd sameiginlegrar peningamálastefnu evrusvæðisins, eftir þeim reglum og ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi Seðlabanka Evrópu....

Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin?

Heimsálfurnar eru sjö talsins samkvæmt þekkingu nútímans: Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Nöfnin Afríka, Asía og Evrópa eru forn og uppruni þeirra ekki fullljós. Hin nöfnin eru nýrri og eiga sér nokkuð skýran uppruna. *** Hér er einnig að finna svar við spu...

Leita aftur: