Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að r��ki utan ESB - 596 svör fundust
Niðurstöður

Leiðtogaráðið

Leiðtogaráð Evrópusambandsins (e. European Council) ákveður almenn pólitísk stefnumið og forgangsatriði sambandsins og er ætlað að vera drifkraftur í þróun þess. Það skilgreinir markmið Evrópusambandsins til meðallangs og langs tíma og tekur á málefnum sem snúa að almennri þróun ESB, sáttmálum og stofnunum samband...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í júlí 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör júlímánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins? Er það rétt að Evrópusambandið standi í ve...

Sameiginlega EES-nefndin

Sameiginlega EES-nefndin (e. EEA Joint Committee) er helsti samstarfsvettvangur aðila samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Hlutverk nefndarinnar er að tryggja virka framkvæmd EES-samningsins og taka ákvarðanir um hvaða regluverk Evrópusambandsins heyri undir gildissvið hans. Nefndin skal taka samhljóma ákvarðan...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í október 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör októbermánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill? Mannréttindasáttmáli Evrópu Hvað verður um landbúnað Íslendinga ef við göngum í ESB? Helstu sáttmálar ESB Hver eru OECD-ríkin og hva...

Hvað eru bein lagaáhrif?

Bein lagaáhrif (e. direct applicability) hafa lagagerðir sem verða hluti af landslögum aðildarríkja án sérstakrar innleiðingar í landsrétt. Meginmunurinn á reglugerðum og tilskipunum er að reglugerðir hafa bein lagaáhrif en tilskipanir almennt ekki....

Hvað teljið þið helst til tíðinda í yfirlýsingu Merkel og Sarkozys frá 16. ágúst? [Fréttaskýring]

Í fyrsta lagi gefur yfirlýsing Merkel og Sarkozys tilefni til að hugleiða stöðu smáríkja sem hafa barist í bökkum að undanförnu. Í öðru lagi förum við nokkrum orðum um stöðu evrukerfisins, kosti þess og galla. Þá ræðum við hugmyndir um samræmdan fyrirtækjaskatt í Þýskalandi og Frakklandi, og að lokum er hér fjalla...

Hvaða fríverslunarsamninga hefur Ísland gert og eru þeir allir af sama tagi?

Ísland er aðili að fríverslunarsamningum við rúmlega sextíu ríki. Samningarnir eru í meginatriðum byggðir eins upp og hafa flestir þeirra komið til með samstarfi EFTA-ríkjanna. Mikilvægasti samningur Íslands og jafnframt sá víðtækasti er EES-samningurinn. *** Ísland hefur gert fríverslunarsamninga við meira ...

Getur almenningur einhvers staðar fylgst með samningaferlinu við Evrópusambandið?

Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, viðræður.is, er að finna margvíslegan fróðleik tengdan samningaferlinu. Á meðal þess efnis sem þar ber hæst eru: Formleg gögn eins og umsókn Íslands og álit meiri hluta utanríkismálanefndar Alþingis á umsókninni. Ýmis gögn Evrópusamban...

Hvað hefði gerst ef Evrópusambandið hefði ekki verið stofnað?

Síðla árs 2012 hlaut Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels. Það val vakti víða undrun. Ekki hafði sambandinu tekist að stilla til friðar á Balkanskaga, í eigin bakgarði, þegar blóðug átök blossuðu þar upp eftir hrun kommúnismans 1989. Ekki hafði sambandið haft úrslitaáhrif um þau straumhvörf, þegar helmingur Evróp...

Hefur Ísland tekið þátt í efnahagslegum refsiaðgerðum gegn ríkjum sem hafa brotið alþjóðleg lög?

Já, Ísland hefur innleitt allar þvingunaraðgerðir og efnahagslegar refsiaðgerðir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hefur Ísland innleitt flestar þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins en ítarlegri umfjöllun um efnahagslegar refsiaðgerðir ESB er að finna í svari vefsins við spurningunni Beitir Evrópusambandi...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í september 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru þetta tíu vinsælustu svör septembermánaðar árið 2012 á Evrópuvefnum: Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur? Ættu Íslendingar að taka upp evruna? Er eitthvað til í því að í Evrópusambandinu sé bannað að nota kaffi til að drepa snigla? Hverjar yrðu hels...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í ágúst 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör ágústmánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hvað eru IPA-styrkir og hverjir geta sótt um þá? Í hvaða ESB-löndum er vændi leyfilegt og hefur ESB markað sér einhverja stefnu í vændismálum? Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðasti...

Hvað eru TAIEX-styrkir og hverjir geta sótt um þá?

Síðan sumarið 2010 hefur Íslandi staðið til boða svokölluð TAIEX-aðstoð Evrópusambandsins. Hún gengur fyrst og fremst út á að aðstoða umsóknarríki ESB við að undirbúa sig undir þær skuldbindingar sem aðild að Evrópusambandinu felur í sér. TAIEX snýst um að miðla starfsmönnum í stjórnsýslu umsóknarríkja nauðsynlegr...

Evrópa 2020

Evrópa 2020 er 10 ára stefnumörkun Evrópusambandsins sem hefur það markmið að stuðla að sjálfbærum hagvexti innan sambandsins. Áætluninni var komið á fót árið 2010. Hún tók við af Lissabon-áætluninni sem gilti í 10 ár frá árinu 2000 og hafði að markmiði að tryggja samkeppnishæfni Evrópu. Áætlunin Evrópa 2020 var m...

Nettógreiðendur og nettóþiggjendur

Nettógreiðendur eru þau aðildarríki ESB kölluð sem greiða meira í sjóði ESB en þau fá til baka úr þeim. Að sama skapi eru nettóþiggjendur þau ríki sem fá meira úr sjóðum ESB en þau greiða í þá. Tekjur Evrópusambandsins samanstanda að langmestum hluta af framlögum frá aðildarríkjunum. Framlögin eru sett saman úr...

Leita aftur: