Spurning

Evrópuskrifstofa um aðgerðir gegn svikum

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Evrópuskrifstofa um aðgerðir gegn svikum (fr. Office de Lutte Anti-Fraude, OLAF) var stofnuð árið 1999 í kjölfar afsagnar Jacques Santer-framkvæmdastjórnarinnar sem ásökuð var um spillingu.

Hlutverk OLAF er þríþætt:

  • Hún gætir fjárhagslegra hagsmuna Evrópusambandsins með því að rannsaka svik, spillingu og aðra ólöglega starfsemi.
  • Hún greinir og rannsakar alvarleg mál er varða lausn starfsfólks frá starfsskyldum sínum hjá stofnunum ESB sem geta leitt til aga- eða refsimála.
  • Hún hjálpar stofnunum Evrópusambandsins, einkum framkvæmdastjórninni, við þróun og framkvæmd löggjafar og stefnu til að berjast gegn svikum.

OLAF hefur fjárhagslegt og stjórnsýslulegt sjálfræði sem gerir henni kleift að starfa sjálfstætt og getur hún:

  • hafið innri rannsóknir, það er innan evrópskra stofnana eða eininga sem eru fjármagnaðar á fjárlögum ESB;
  • hafið ytri rannsóknir, það er á landsvísu þar sem fjárlög ESB eru í húfi. Í því skyni er OLAF heimilt að hefja eftirlit og skoðanir á athafnasvæði rekstraraðila, í nánu samstarfi við hlutaðeigandi aðildarríki og yfirvöld þriðju ríkja.

Skrifstofan fær ábendingar um hugsanleg svik eða óreiðu frá ýmsum aðilum. Í flestum tilvikum eru slíkar ábendingar fengnar í kjölfar eftirlits þeirra sem úthluta styrkjum ESB og starfa hjá stofnunum ESB eða í aðildarríkjum sambandsins.

OLAF er sjálfstæð í rannsóknum sínum en er einnig hluti af framkvæmdastjórninni og heyrir undir framkvæmdastjóra skattamála. Núverandi aðalframkvæmdastjóri skrifstofunnar er Giovanni Kessler frá Ítalíu.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur21.6.2013

Tilvísun

Evrópuvefur. „Evrópuskrifstofa um aðgerðir gegn svikum“. Evrópuvefurinn 21.6.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65481. (Skoðað 20.7.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela