Spurning
Evrópuskrifstofa um aðgerðir gegn svikum
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Evrópuskrifstofa um aðgerðir gegn svikum (fr. Office de Lutte Anti-Fraude, OLAF) var stofnuð árið 1999 í kjölfar afsagnar Jacques Santer-framkvæmdastjórnarinnar sem ásökuð var um spillingu. Hlutverk OLAF er þríþætt:- Hún gætir fjárhagslegra hagsmuna Evrópusambandsins með því að rannsaka svik, spillingu og aðra ólöglega starfsemi.
- Hún greinir og rannsakar alvarleg mál er varða lausn starfsfólks frá starfsskyldum sínum hjá stofnunum ESB sem geta leitt til aga- eða refsimála.
- Hún hjálpar stofnunum Evrópusambandsins, einkum framkvæmdastjórninni, við þróun og framkvæmd löggjafar og stefnu til að berjast gegn svikum.
- hafið innri rannsóknir, það er innan evrópskra stofnana eða eininga sem eru fjármagnaðar á fjárlögum ESB;
- hafið ytri rannsóknir, það er á landsvísu þar sem fjárlög ESB eru í húfi. Í því skyni er OLAF heimilt að hefja eftirlit og skoðanir á athafnasvæði rekstraraðila, í nánu samstarfi við hlutaðeigandi aðildarríki og yfirvöld þriðju ríkja.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur21.6.2013
Flokkun:
Tilvísun
Evrópuvefur. „Evrópuskrifstofa um aðgerðir gegn svikum“. Evrópuvefurinn 21.6.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65481. (Skoðað 9.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela