Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að ákvæði um gagnkvæmar varnir - 660 svör fundust
Niðurstöður

Getur evruríki yfirgefið evrusamstarfið?

Aðildarríki Evrópusambandsins sem hefur tekið upp evruna sem gjaldmiðil getur ekki yfirgefið evrusamstarfið einhliða nema ganga úr Evrópusambandinu. Ekki er heldur lagalegur grundvöllur fyrir því í sáttmálum sambandsins að tilteknu evruríki sé vísað úr samstarfinu gegn vilja þess. Eina leiðin til að evruríki hverf...

Hver eru samningsmarkmið Íslands í landbúnaðarmálum?

Samningsmarkmið Íslands á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar í samningaviðræðum við Evrópusambandið hafa ekki verið fullmótuð. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að ESB koma þó fram ákveðin meginmarkmið sem samninganefnd Íslands og samningahópi um landbúnaðarmál er gert að hafa t...

Yrðu einhverjar breytingar á íslenska kvótakerfinu við inngöngu í ESB?

Ef til inngöngu Íslands í Evrópusambandið kæmi yrði meginbreyting á umhverfi íslenska kvótakerfisins sú að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla íslenskra útgerða yrðu teknar af ráði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra ESB-ríkjanna í Brussel. Í þessu fælist framsal á valdi sem íslenska ríkið fer með í dag. Í E...

Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?

Íslendingar eiga ekki aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (e. European Space Agency, ESA) vegna þess að þeir hafa aldrei sóst eftir aðild. Í nóvember árið 2003 kom engu að síður hópur sérfræðinga frá ESA til Íslands til að kynna starfsemi samtakanna fyrir ráðamönnum og fulltrúum vísinda og rannsókna á Íslandi. Ekke...

Hvaða reglur gilda í ESB um bakstur og aðra matargerð í heimahúsum og sölu á afurðunum til góðgerðarstarfs eða annars?

Um bakstur og matargerð í heimahúsum og sölu á slíkum afurðum gilda engar sérstakar reglur í Evrópusambandinu, nema matvælafyrirtæki sé beinlínis rekið í heimahúsi. Þvert á móti er starfsemi sem hvorki er samfelld né skipulögð, og fer til dæmis fram í tengslum við viðburði eins og þorpshátíðir eða kökubasara kvenf...

Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna (e. Charter of the United Nations) er stofnskrá samtakanna. Ráðstefna um stofnun Sameinuðu þjóðanna var haldin í San Francisco í Bandaríkjunum árið 1945 og lauk henni með undirritun sáttmálans þann 26. júní 1945. Sáttmálinn öðlaðist gildi 24. október sama ár eftir að fastafulltrúar...

Í hvaða samningsköflum fer Ísland hvorki fram á aðlögun, undanþágur né sérlausnir?

Í fjórtán samningsköflum, sem taldir eru upp hér að neðan, er opinber samningsafstaða Íslands sú að regluverk Evrópusambandsins er samþykkt án óska um undanþágur, sérlausnir eða aðlögun. *** Löggjöf Evrópusambandsins skiptist í 35 kafla og er samið um 33 þeirra meðan á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusamba...

Um Evrópuvefinn

Evrópuvefurinn Dunhaga 5 107 Reykjavík Netfang: evropuvefur[hjá]hi.is Sími: 525 4765 Ritstjóri: Þórhildur Hagalín, Evrópufræðingur (thorhh[hjá]hi.is). Framkvæmdastjóri: Jón Gunnar Þorsteins...

Er það rétt að auglýsingar á borð við „Veljum íslenskt“ verði bannaðar ef við göngum í ESB?

Nei, Evrópusambandið mun ekki banna auglýsingar eins og spyrjandi nefnir. Ástæðan er sú að slíkar auglýsingar á vegum íslenska ríkisins væru nú þegar óheimilar því að þær mundu brjóta gegn reglunni um frjáls vöruviðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu, sem Ísland tilheyrir nú þegar. Einkaaðilar eru hins vegar að jafn...

Hvernig innleiðir Ísland tilskipanir og annað frá ESB?

Þar sem reglurnar um bein réttaráhrif og bein lagaáhrif eru ekki hluti af EES-samningnum verður löggjöf ESB aðeins hluti af íslensku réttarkerfi með milligöngu Íslands. 7. gr. EES-samningsins skuldbindur EFTA/EES-ríkin til að innleiða afleidda löggjöf frá ESB sem fellur innan sviðs EES-samningsins. Í greininni ...

Borgarafrumkvæði Evrópu

Með Lissabon-sáttmálanum tók gildi ákvæði um svonefnt Borgarafrumkvæði Evrópu (e. European Citizens' Initiative, ECI) (11. grein sáttmálans um Evrópusambandið). Samkvæmt því getur ein milljón ESB-borgara, frá í það minnsta sjö aðildarríkjum, óskað eftir því við framkvæmdastjórnina að hún leggi fram tiltekna tillög...

Hverjir eru möguleikar lögmanns, sem er menntaður á Íslandi, á að vinna innan Evrópska efnahagssvæðisins? Breytist það við inngöngu í ESB?

Fyrir lögmann, sem er menntaður á Íslandi, eru tvær leiðir til að veita lögmannsþjónustu í öðru landi innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Annars vegar getur hann veitt lögmannsþjónustu í öðru aðildarríki (gistiríki) undir starfsheiti heimalands síns og hins vegar getur hann fengið leyfi til að nota lögmannstit...

Mundi ESB-aðild breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska fiskveiðilögsögu? Hefði verið betra eða verra í núverandi makríldeilu að vera aðili að ESB?

Svarið við fyrri spurningunni er já. Aðild að Evrópusambandinu mundi breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýir fiskistofnar tækju að ganga inn í íslenska lögsögu. Það á jafnt við ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska lögsögu úr lögsögu aðildarríkis Evrópusambandsins, úr lögsögu ríkis utan Evrópusambandsins (oft...

Fengju erlendir togarar aðgang að veiðum innan íslenskrar efnahagslögsögu, óháð hugsanlegum útfærslum í aðildarsamningi Íslands og ESB, ef Ísland yrði aðili að ESB?

Í þessu svari er gert ráð fyrir því að Ísland gengi í Evrópusambandið án nokkurra undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis í tengslum við sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Við inngöngu á þessum forsendum mundu íslensk stjórnvöld þurfa að hlíta sjávarútvegsreglum ESB undantekninga...

Alþjóðabankinn

Alþjóðabankinn (e. World Bank) var stofnaður árið 1944, ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í kjölfar Bretton Woods fundarins þar sem 49 af ríkustu löndum heims komu sér saman um leikreglur í alþjóðaviðskiptum. Endurskipurleggja þurfti fjármálakerfi heimsins og tryggja heilbrigð viðskipti á milli þjóða á grundvelli fr...

Leita aftur: